Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

mánudagur, ágúst 30, 2004

Þá er tvisturinn orðinn 7 ára. Var mikið um dýrðir á föstudaginn þegar sveinninn sjö ára bauð til veilsu. Komu hér margir krakkar og voru etnar pizzur, kaka og snakk eins og hver gat í sig látið. Ratleikur að hætti Dana og sjeik í lokin. Fékk hann margt góðra gjafa og var yfir sig hamingjusamur.
Óttar minn Páll er ekki eins hamingjusamur enda átti hann ekki afmæli, fékk enga pakka og enginn vildi hafa hann sérstaklega með í neinu. Hann vill ekki fara á leikskólann, er oft öfugsnúinn og geðillur, vill ekki pissa í klósettið, vill enn síður kúka í klósettið, vill ekki borða á matartímum og ekki ganga heim eftir leikskóla. Hann á eitthvað svo erfitt blessaður drengurinn hennar mömmu sinnar þessa dagana. Ég veit svei mér ekki hvað ég á til bragðs að taka. Það er greinilega erfitt að vera mitt á milli í bræðraröðinni, mega ekki gera eins og stóru bræðurnir og heldur ekki pissa á sig eins og litli bróðir..... hvað má maður þá???????
Hann á samt sínar góðu hliðar!!!! í það minnsta stundum!!!!
Annars er ró yfir heimilinu núna, enda ásinn og tvisturinn í skólanum og þristurinn í leikskólanum. Fjarkinn sefur í vagninum sinum enda þreyttur eftir leikfimina í morgun. Mín biða þvottastaflar og rúmaumbúiningur, tiltekt og trakteringar. Er enn ekki búin að ákveða mig hvort ég fer norður í Þistilfjörð á jarðarför Öbbu í Holti - sé til þegar líða tekur á vikuna hvernig þetta fer allt saman.
Í guðs friði!!

2 Comments:

Blogger Silja said...

Til hammara með tvistinn..... :)

31. ágúst 2004 kl. 11:41  
Blogger B said...

Æi það er langbest að vera yngstur - maður er dekraður fram úr hófi og má vera lélegastur í öllu því maður er svo mikið minnstur. Mmmmmm ætla alltaf að vera yngst.

31. ágúst 2004 kl. 15:43  

Skrifa ummæli

<< Home