Bræður alsælir á handboltanámskeiðinu og Jóhann skoraði næstum því mark, sem sé stöngin út eins og sagt er.
Fór að skoða Hrauntunguna hennar Steinunnar sem er bara svona flott. Það er raðhús með aukaíbúð í kjallara sem er 90 fermetrar, með sérinngangi og bílastæði og garði. Nú vantar góðan leigjanda svo ef þið vitið um einhvern traustan og góðan sem vill búa í Kópavoginum þá látið okkur vita (SIO- 861-8443).
Skrapp svo í kaffi til Fjólu mágkonu minnar sem er í óðaönn að mála húsið sitt að utan og er það voðalega fínt hjá þeim hjónum.
Högninn er með hor, en það er sannarlega bót í máli að þetta er voðalega sætt hor.
Hannes gekk í það mál að lengja vinstunartíma Óttars á leikskólanum og verður hann héðan í frá til kl. 16 sem er frábært fyrir hann, þá væri hann að sofa lengur og vera með jafnöldrum sínum. Ég tala nú ekki um hve mikill munur það er fyrir móðurina örþreyttu eða þannig.
Jæja, ætli sé kominn tími á að framreiða hádegisverð fyrir þreyttar handboltahetjur sem stunda grænmetisrækt í frístundum..............
Guð geymi ykkur
ps. var ekki alveg að standa mig á golfnámskeiðinu í gær......
Háfleygt úr Hafnarfirðinum
Vangaveltur og veruleiki
3 Comments:
Þú færð hér með dugnaðarbloggverðalaun mánaðarins... áfram Þura!
fyrir að vera alltaf að blogga eller hvad......
já einmitt!
Skrifa ummæli
<< Home