Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

mánudagur, júní 28, 2004

Nú er ég eiginlega í bloggfýlu og ekkert minna.... var búin að skrifa heil ósköp á föstudaginn, sem komu svo bara ekkert á síðuna mína en svo fann ég það aftur í dag og reyndi að birta það, veit ekki hvort það tókst eller hvad... en ef þetta fer að ganga svona þá er mér að mæta.

Ósköp fannst mér leitt að horfa á eftir danksa landsliðinu í fótbolta í gærkveldi, þeir voru eitthvað svo miklu sætara lið og eitthvað svo kunnuglegir, men saadan er livet!!! Nú held ég með Portugölum það sem eftir er af þessari keppni sem, ótrúlegt en satt fer ekkert í taugarnar á mér, nú loksins sé ég fréttirnar og svei mér þá ef fótbolti er ekki bara skemmtilegur svona á fjögurra ára fresti.....

Gott veður í Hafnarfirðinum í dag eins og svo oft áður. Hannes að flísaleggja stigann og synirnir bara þægir og góðir þessa dagana. Högninn stækkar og stækkar og er mest eins og selur á góflinu með alla litlu angana sína út í loftið, hann er reyndar í þessum skrifuðu orðum að kvarta heil ósköp svo ég hef ekki samviksu í að pikka inn meira....
gangið á guðs vegum

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home