Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

fimmtudagur, júní 24, 2004

Jæja þá eru Danirnir farnir og við aftur orðin ein í kotinu. Dönsku feðgarnir voru kvaddir með tárum en þetta var víst þeirra besta frí hingað til, enda stjanað við þá upp á hvurn dag.
Aðalsteinn hefur hafið vinnu í skólagörðum Hafnarfjarðar þar sem hann sér í hyllingum gróða af sölu grænmetis á haustdögum, Jóhann er á frjálsíþróttanámskeiði hjá FH og lætur bara vel af sér, Óttar Páll er kominn í frí frá leikskólanum og lætur til sín taka á ýmsum sviðum hér á heimilinu við mismikla lukku íbúa, Högninn er alltaf fallegur og bestur með sínar stóru og loðnu augnabrúnir. Frúin sjálf komst yfir bökunarvél á dögunum og setur nú í hvert degið á fætur öðru. Pallurinn hér í Stekkjarhvamminum er dásamlegur á blíðviðrisdögum eins og voru fyrr í vikunni. Maður er sko ekki með heitan pott heldur barasta sundlaug og ekkert minna, uppblásin af andfúlum heimilismönnum. Laugin vekur mikla lukku bæði gesta og gangandi, svo ef einhver á leið hjá er ekki úr vegi að fá sér sundsprett í Stekkjarhvamminum....
Hannes er á Akureyri og Sauðárkróki í dag og ætla ég því að bjóða Guðfinnu vinkonu minni og sonum í mat í kvöld, verður eitthvað hollt og gott í boði fyrir okkur en eitthvað óhollt og fitugt fyrir börnin!!!!
En sumarið á Íslandi leggst bara vel í mig og mína, stefni á að fara norður á Akureyri með hele familien einhvern tímann í júlí, gaman væri að fara í það minnsta eina útilegu með vinahópnum, fara í bústaðinn hjá ma og pa, fara norður á strandir og skoða sig um á Finnbogastöðum og svo vidrere og videre...
En fyrst verður maður að kjósa, það er svo merkilegt að ég kýs í Ráðhúsinu í Reykjavík en Hannes í Hagaskóla, samt eru við hjón og búum í Hafnarfirði..... en síðasta heimilisfang ræður víst hvar við kjósum, í alþingiskosningunum vorum við ekki einu sinni í sama kjördæmi þar sem ég er aftarlega í stafrófinu en hann fyrir framan miðju..... skrýtið hvað skiptir máli í þessu lífi, en burt séð frá þessu rugli ælta ég að mæta og kjósa minn forseta áfram og ekkert múður, skil bara ekki hvernig Ástþóri dettur þetta í hug og bangsinn Baldur ætti að nota peningana sína, ef hann á einhverja, í eitthvað gáfulegra svei mér þá... en ég ætlaði mér ekki að fara að ræða þessar kosningar í það minnsta ekki núna. Brauðvélin farin að pípa á mig svo það er best að skvera í bollur.
Megi Guð og forseti vor vera með ykkur alla tíð...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home