Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

þriðjudagur, júní 29, 2004

Jæja, þá er ég ekki lengur í bloggfýlu enda allt komið sem ég hef skrifað þessa síðustu og verstu daga.
Hef veri ðað velta fyrir mér útilegum þessa dagana. Hvort það yfirleitt er hægt að fara með svona mörg börn í útilegu, ég meina er pláss fyrir alla og farangurinn, nestið, rúmfötin, dýnurnar og tjaldið... mér er spurn.... verð ég að fara með kerru aftan í með öllu góssinu eða verð ég að skipta hreinlega um lögheimili ef ég legg upp í leiðangur.... er einhver sem liggur með tjaldvagn á lausu sem hægt er að lána barnmargri fjölskyldu svo sem eins og eina tvær helgar.... ma og pa eiga reyndar vagn en hann er minni er rassgat á flugu, eins og kerlingin sagði um árið, og alls ekki gert ráð fyrir að þar búi annað en samlynd hjón!!!!
Lýsi hér með eftir tillögum og hugmyndum að útilegu fjölskyldunnar...
Í guðs friði

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home