Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

föstudagur, júní 25, 2004

God dag
Ja, mikil ósköp, er maður ekki farin að fylgjast með knattspyrnu af áhuga og æsingi. Ég var komin með hjartsláttartruflanir á háu stigi yfir leik Potugala og Englendinga í gær. Hélt að sjálfsögðu með Portugölum enda átti ég þar yndislegt frí með familíunni árið 2000 og Englendingar fara nett í taugarnar á mér, sérstaklega Beckmanparið ógurlega, fyrir svo utan það hvað Bretar eru bara almennt lummulegir í tauinu.....

Í dag er bóndinn að flísaleggja stigann og verður maður því að ákveða það hér og nú á hvorri hæðinni maður ætlar að eyða restinni af deginum, efri hæðin er vissulega fýsilegur kostur því þar er sjónvarpið og betra baðherbergið, á neðri hæðinni er hins vegar ísskápurinn og allt sem við kemur mat en ekkert sjónvarp, þó má finna þar lítið salerni.... Hvað ætti ég að velja, kannski ég velji það sem enginn annar velur og sitja jafnvel ein að ísskápnum án barna og eiginmanns....já þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör!!!

Bakaði franska súkkulaðiköku í dag og bauð systur minni hinni annasömu að líta við og fá sér bita, en vegna anna (sörpræs) komst hún ekki þessi elska. Við hjónin sitjum því ein að veigunum. Ég var reyndar skömmuð í leikfiminni um daginn fyrir að léttast ekki nóg... maður er náttúrulega hálfgeggjaður að borga hvítuna úr augunum fyrir leikfimi þar sem maður er bara skammaður ef kílóin hrynja ekki af manni eins og laufblöð af runna seint á haustdegi. En hvað um það mér líður betur á líkama og sál hvort sem kílóin eru of mörg og er það ekki lykillinn af lífshamingjunni að manni líði vel???????
Njótið lífsins og gangið á guðs vegum út í sumarið bjarta!!!

ps. þetta með commentin er alls ekki nógu gott hjá mér.... ég bara verð að vita hvort einhver er að lesa bloggið mitt........... set það í nefnd að láta laga þetta við fyrsta tækifæri....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home