Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

þriðjudagur, júní 29, 2004

Jæja, þá er ég ekki lengur í bloggfýlu enda allt komið sem ég hef skrifað þessa síðustu og verstu daga.
Hef veri ðað velta fyrir mér útilegum þessa dagana. Hvort það yfirleitt er hægt að fara með svona mörg börn í útilegu, ég meina er pláss fyrir alla og farangurinn, nestið, rúmfötin, dýnurnar og tjaldið... mér er spurn.... verð ég að fara með kerru aftan í með öllu góssinu eða verð ég að skipta hreinlega um lögheimili ef ég legg upp í leiðangur.... er einhver sem liggur með tjaldvagn á lausu sem hægt er að lána barnmargri fjölskyldu svo sem eins og eina tvær helgar.... ma og pa eiga reyndar vagn en hann er minni er rassgat á flugu, eins og kerlingin sagði um árið, og alls ekki gert ráð fyrir að þar búi annað en samlynd hjón!!!!
Lýsi hér með eftir tillögum og hugmyndum að útilegu fjölskyldunnar...
Í guðs friði

mánudagur, júní 28, 2004

Nú er ég eiginlega í bloggfýlu og ekkert minna.... var búin að skrifa heil ósköp á föstudaginn, sem komu svo bara ekkert á síðuna mína en svo fann ég það aftur í dag og reyndi að birta það, veit ekki hvort það tókst eller hvad... en ef þetta fer að ganga svona þá er mér að mæta.

Ósköp fannst mér leitt að horfa á eftir danksa landsliðinu í fótbolta í gærkveldi, þeir voru eitthvað svo miklu sætara lið og eitthvað svo kunnuglegir, men saadan er livet!!! Nú held ég með Portugölum það sem eftir er af þessari keppni sem, ótrúlegt en satt fer ekkert í taugarnar á mér, nú loksins sé ég fréttirnar og svei mér þá ef fótbolti er ekki bara skemmtilegur svona á fjögurra ára fresti.....

Gott veður í Hafnarfirðinum í dag eins og svo oft áður. Hannes að flísaleggja stigann og synirnir bara þægir og góðir þessa dagana. Högninn stækkar og stækkar og er mest eins og selur á góflinu með alla litlu angana sína út í loftið, hann er reyndar í þessum skrifuðu orðum að kvarta heil ósköp svo ég hef ekki samviksu í að pikka inn meira....
gangið á guðs vegum

föstudagur, júní 25, 2004

God dag
Ja, mikil ósköp, er maður ekki farin að fylgjast með knattspyrnu af áhuga og æsingi. Ég var komin með hjartsláttartruflanir á háu stigi yfir leik Potugala og Englendinga í gær. Hélt að sjálfsögðu með Portugölum enda átti ég þar yndislegt frí með familíunni árið 2000 og Englendingar fara nett í taugarnar á mér, sérstaklega Beckmanparið ógurlega, fyrir svo utan það hvað Bretar eru bara almennt lummulegir í tauinu.....

Í dag er bóndinn að flísaleggja stigann og verður maður því að ákveða það hér og nú á hvorri hæðinni maður ætlar að eyða restinni af deginum, efri hæðin er vissulega fýsilegur kostur því þar er sjónvarpið og betra baðherbergið, á neðri hæðinni er hins vegar ísskápurinn og allt sem við kemur mat en ekkert sjónvarp, þó má finna þar lítið salerni.... Hvað ætti ég að velja, kannski ég velji það sem enginn annar velur og sitja jafnvel ein að ísskápnum án barna og eiginmanns....já þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör!!!

Bakaði franska súkkulaðiköku í dag og bauð systur minni hinni annasömu að líta við og fá sér bita, en vegna anna (sörpræs) komst hún ekki þessi elska. Við hjónin sitjum því ein að veigunum. Ég var reyndar skömmuð í leikfiminni um daginn fyrir að léttast ekki nóg... maður er náttúrulega hálfgeggjaður að borga hvítuna úr augunum fyrir leikfimi þar sem maður er bara skammaður ef kílóin hrynja ekki af manni eins og laufblöð af runna seint á haustdegi. En hvað um það mér líður betur á líkama og sál hvort sem kílóin eru of mörg og er það ekki lykillinn af lífshamingjunni að manni líði vel???????
Njótið lífsins og gangið á guðs vegum út í sumarið bjarta!!!

ps. þetta með commentin er alls ekki nógu gott hjá mér.... ég bara verð að vita hvort einhver er að lesa bloggið mitt........... set það í nefnd að láta laga þetta við fyrsta tækifæri....

fimmtudagur, júní 24, 2004

Jæja þá eru Danirnir farnir og við aftur orðin ein í kotinu. Dönsku feðgarnir voru kvaddir með tárum en þetta var víst þeirra besta frí hingað til, enda stjanað við þá upp á hvurn dag.
Aðalsteinn hefur hafið vinnu í skólagörðum Hafnarfjarðar þar sem hann sér í hyllingum gróða af sölu grænmetis á haustdögum, Jóhann er á frjálsíþróttanámskeiði hjá FH og lætur bara vel af sér, Óttar Páll er kominn í frí frá leikskólanum og lætur til sín taka á ýmsum sviðum hér á heimilinu við mismikla lukku íbúa, Högninn er alltaf fallegur og bestur með sínar stóru og loðnu augnabrúnir. Frúin sjálf komst yfir bökunarvél á dögunum og setur nú í hvert degið á fætur öðru. Pallurinn hér í Stekkjarhvamminum er dásamlegur á blíðviðrisdögum eins og voru fyrr í vikunni. Maður er sko ekki með heitan pott heldur barasta sundlaug og ekkert minna, uppblásin af andfúlum heimilismönnum. Laugin vekur mikla lukku bæði gesta og gangandi, svo ef einhver á leið hjá er ekki úr vegi að fá sér sundsprett í Stekkjarhvamminum....
Hannes er á Akureyri og Sauðárkróki í dag og ætla ég því að bjóða Guðfinnu vinkonu minni og sonum í mat í kvöld, verður eitthvað hollt og gott í boði fyrir okkur en eitthvað óhollt og fitugt fyrir börnin!!!!
En sumarið á Íslandi leggst bara vel í mig og mína, stefni á að fara norður á Akureyri með hele familien einhvern tímann í júlí, gaman væri að fara í það minnsta eina útilegu með vinahópnum, fara í bústaðinn hjá ma og pa, fara norður á strandir og skoða sig um á Finnbogastöðum og svo vidrere og videre...
En fyrst verður maður að kjósa, það er svo merkilegt að ég kýs í Ráðhúsinu í Reykjavík en Hannes í Hagaskóla, samt eru við hjón og búum í Hafnarfirði..... en síðasta heimilisfang ræður víst hvar við kjósum, í alþingiskosningunum vorum við ekki einu sinni í sama kjördæmi þar sem ég er aftarlega í stafrófinu en hann fyrir framan miðju..... skrýtið hvað skiptir máli í þessu lífi, en burt séð frá þessu rugli ælta ég að mæta og kjósa minn forseta áfram og ekkert múður, skil bara ekki hvernig Ástþóri dettur þetta í hug og bangsinn Baldur ætti að nota peningana sína, ef hann á einhverja, í eitthvað gáfulegra svei mér þá... en ég ætlaði mér ekki að fara að ræða þessar kosningar í það minnsta ekki núna. Brauðvélin farin að pípa á mig svo það er best að skvera í bollur.
Megi Guð og forseti vor vera með ykkur alla tíð...

þriðjudagur, júní 15, 2004

GÓÐAN DAGINN
Nú er úr vöndu að ráða.... of langt síðan ég hef bloggað og ég beðin um hinar og þessar upplýsingar og komið nýr rammi og ég stend á gati.... en reyni þó frekar en ekkert.
Þessa dagana eru hér staddir feðgar frá Danaveldi. Um er að ræða besta vin Aðalsteins Sófus og föður hans Poul. Ætla þeir að dvelja hér í eina 10 daga takk fyrir og eru tvei búinr af þeirri viðveru..... Fórum í Perluna í dag, sund í gær og stefnan tekin á Smáralindina á eftir þegar Hannes kemur heim.... mjög áhugavert eða þannig. Reyndar ætlar pabbi þessi elska að fara með Poul upp á hálendið, Landmannahelli, í íslenska Zafariferð, og verður gaman að sjá hvernig það fellur honum í geð.
Annars gegnur lífið sinn vanagang hér í Hafnarfirðinum góða. Synirnir sætir og glaðir oftast nær. Skellti mér norður um daginn og hitti bekkjarfélaga mína úr Gagganum, en 20 ár eru síðan maður lauk illræmdu prófunum. Voru það miklir fagnarfundir og mér sýndist sem við gellurnar værum ennþá aðalgellurnar.... alla veganna í okkar augum. Einhverjum var það víst að orði úr Glerárskóla að það hefði ekki verið nema vona að þeir leituðu eftir kærustum hinum megin við ána þar sem brekkustelpurnar væru miklu sætari bæði þá og nú!!!!!!!!!!! Ekki amaleg ummæli það.
En Akureyrin var falleg og mig langaði stundarkorn að flytja bara með allt mitt lið á svæðið... Amma var hress að vanda og bara býsna brött með sig.
En allt er í heiminum hverfult, og miðbær Akureyrar ekki sjón að sjá, þó má ganga út frá því vísu að Ingvi er í Hafnarbúðinni, Stebbi Jónasar í bókabúðinni og Palli ljósmyndari er enn að reyna að vera fyndinn við myndatökur. Bautinn stendur líka enn fyrir sínu og gott ef ekki eru sömu stelpurnar að vinna þar ogþegar ég vann þarna um árið, orðnar örlítið eldri.
Ætli sé ekki best að hætta þessu ef vera skyldi að þetta bull færi fjandans til..........
gangið í guðsfriði