Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

miðvikudagur, maí 05, 2004

God dag (lesist á dönsku)
verð ég ekki að skipta um nafn á bloggsíðunni og koma commentinu í lag.... ég meina ekki gengur að vera svona lummuleg... en hvað skal síðan heita??? Hamingjudagar úr Hafnarfirði, hafnfirskar hremmingar, holt og bolt úr Hafnarfirði, Fréttir úr firðinum, fjasað og fíflast í firðinum eða bara bloggsíða þuru þokkafullu............ ja þegar stórt er spurt verður fátt um svör, ég tala nú ekki um þegar commentið er ekki einu sinni í lagi!!!!!
Er með bakverki af tölvustandi í dag.... helv. fartölvut_ _ _ _ _. Segi þetta því gott í bili er að fara að aðstoða unga stúlku fyrir stæ-próf á morgun.
Í guðsfriði

good morning iceland here I come.....
er sem sé komin í langþráð netsamband við um heiminn eftir búferlaflutninginn ógurlegu. Héðan úr Hafnarfirðinum er allt gott að frétta. Húsið bara fínt og stóru drengirnir ánægðir í skólanum sínum sem er nú mikill munur, reyndar er mikil heimavinna hjá Aðalsteini mínum sem hann kvartar stundum yfir en Jóhann minn gengur í það verk eins og hvert annað skítverk. Óttar minn Páll er orðinn langþreyttur á að hanga með móður sinni og ungabarninu sem by the way hlaut nafnið Guðmundur Högni við hátíðlega athöfn í Víðistaðakirkju á sumardaginn fyrsta. Ég vona að Óttar fái inni á Hvammi (leikskólinn í næstu götu) sem allra fyrst svo geðheilsu móðurinnar verði ekki ögrað öllu meira.
Hannes bóndi er farinn að vinna hjá 'Islandspósti og fékk titilinn forstöðumaður rekstrarþróunar.......... hvad som det betyder..... en hann er alsæll og það skiptir nú mestu.
Það eina sem heftir mig í bloggi þessa dagana er tölvurassgatið sem ég pikka á. Um er að ræða fartölvu, agnarsmáa og músarlausa með öllu. Ég er bara ekki að fíla það að vera með svona snertidæmi og vil fá mína mús. Svo er skjárinn minni er rassgat á flugu ég fann rauða gúmmitakkann uppí í Óttari á dögunum þar sem honum fannst þetta bara nokkuð likt M&M og þannig mætti lengi telja. Þetta allt saman og jú kannski það að hafa um fjóra syni að hugsa gætu valdið því að ég muni minna setjast við skriftir en ella. En maður veit samt aldrei, einhvers staðar stendur að æfingin skapi meistarann.....
Jæja, það kveð ég úr Stekkjarhvamminum númer 29 og bið enn og aftur guð að vera með ykkur.