Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

föstudagur, mars 05, 2004

Ja hérna, tíminn liður hratt á gervihnattaöld, sagði eitthvert afar vel þenkjandi skáld eitt sinn.......
Nú erum við búin að fá tilboð í húsið og á að skirfa undir á morgun,,, jíbbíiiiiiii
Sonurinn yngsti er dásamlegur eins og hann á ættir til.
Búið er að pakka nánast öllu, gámurinn kemur á mánudaginn og við fljúgum heim á miðvikudaginn 10. mars og hana nú.
Mamma fór hér hamförum og er sko betri en enginn þegar á reynir. Hún pakkaði og hugsaði um drengina á víxl.
Nú fer bloggum mínum sennilega að fækka, ekki það að ég hafi staðið mig vel undanfarið en maður er nú löglega afsakaður þegar maður er með barn á brjósti eða er það ekki!!!!!!!
Hannes hefur hannað heimasíðu með myndum af prinsinum okkar danska og hér er slóðiin fyrir þá sem vilja.
http://www.geocities.com/skaginn/babyboy.html

æ ég kann ekki að segja þetta inn sem link.............
kveð að sinni og bið eins og vanalega guð að geyma ykkur