Og enn er ég með barni....... hvurnig sem á því stendur..... en ég hef svo sem aldrei heyrt um konuna sem fæddi ekki barnið, svo einhvern tímann kemur nú að þessum ósköpum.. verð sett í gang eins og gömul skódadrusla á mánudaginn næsta, ef ekkert barn verður komið...
Annars er vorlegt um að litast í Danaveldi enda vorið á næsta leiti ef marka má almanak þeirra Dana. Í lok mánaðarins er svo fastelavn og hafa drengirnir fengið sína búninga. Reyndar finnst mér þeir svona doldið þunglyndislegir því Jóhann er beinagrind og Aðalsteinn kolsvartur draugur. Óttar minn Páll mun hins vegar vera Bósi Ljósár og er búningurinn af minni gerðinni og því er um ansi ýturvaxinn Bósa að ræða. Sjálfa dauðlangar mig í súmóglímukappabúning sem hægt er að pumpa í..... aldei að vita hvenær manni er boðið á grímuball. Skilst að Bekka sé ekki búin að ákveða neitt þema í afmælið sitt svo þetta er hugmynd.......
Þegar ég var lítil var ég Líina langsokkur nánast undantekningarlaust. Mamma setti blómavír í flétturnar svo þær stóðu beint úr í loftið. Varla hægt að vera meiri ekta Lína, erfiðara verður að vera Ruth Reginalds samkvæmt Fréttablaðinu. Á hreinlega ekki til orð í eigu minni að barnastjarnan af grísku ættunum skuli láta sér detta þessi vitleysu í hug, að fara í lýtaaðgerð og það í beinni útsendingu. Eru ekki takmörk fyrir hégómanum og vitleysunni.
Eftir að hafa lesið ævisögur samkvenna minna Ruthar og Lindu Pé þakkar maður bara guði fyrir það að vera ljótur og laglaus...........
Gangið á guðs vegum
Háfleygt úr Hafnarfirðinum
Vangaveltur og veruleiki
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home