Jæja, Þá er maður einu syninum ríkari og er það dásamlegt. Drengurinn kom heiminn á miklu spani loksins þegar hann ákvað að láta sjá sig. Vó hann 4110 gröm eða 16 og hálfa mörk og var 56 sentimetrar á lengd. Fæðing gekk fljótt og vel og kom hann í heiminn eins og súpermann með höndina meðfram höfðinu.... æsingurinn var svo mikill að ljosmóðirin náði ekki að fara í nema annan hanskann.
Móður og barni heilsast vel, en móðirin verður þó að játa að þetta er ansi barnmargt heimili, þar sem alltaf er lif og fjör. Skólastrákarnir hafa verið í vetrarfríi þessa vikuna en Óttar fer til sinnar dagmömmu sæll og glaður dag hvern.
Hér er farið að vora þótt enn sé stundum næturfrost. Pakkað er í einn og einn kassa svona þegar lausar stundir eru. Von er á mömmu á mánudaginn sem mér telst til að sé bolludagurinn, en slikan dag nefnir maður ekki á nafn hér í Danaveldi, til að fyrirbyggja allan misskilning. Á mínu bernskuheimili var settur karamellubúðingur frá Royal inn í sumar bollurnar og verð ég að segja að mér finnst það ægileg gott. Spurning um hvort ég biðji ekki mömmu að taka með sér svo sem eins og einn pakka af Royal!!!!!!!!!!
Nú sofa yngstu bræðurnir á bænum, Jóhann er á leið í sund og Aðalsteinn og Hannes fóru í hvítvöruleiðangur. Það væri því skynsamlegast af mér að leggja mig stundarkorn í stað þess að sitja við tölvuna. Ég bið því guð að vera með ykkur lesendur góðir, þangað til næst.
Háfleygt úr Hafnarfirðinum
Vangaveltur og veruleiki
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home