Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Já, ég er enn ólétt og verð það sennilega um ókomna tíð, svei mér þá!!!!!!!
Er orðin þreytt á biðinni og þrjóskunni í barninu að vilja ekki koma út í þennan annars ágæta heim.
Annars er hugurinn kominn hálfa leið heim og við hjónin farin að skipuleggja innanstokksmuni okkar í svítunni í Hafnarfirðinum. Flísar og fúgur komnar í bílskúrinn, það vantar bara ekkert nema að barnið komi í heiminn og við getum farið að skipuleggja framhaldið.
Á föstudaginn var, var danksa júróvísionkeppnin haldin við miklar dýrðir og sá sem bar sigur úr bítum á íslenskan föður. Ekki laust við að þjóðrembingurinn hafi látið á sér kræla. Við héldum að sjálfsögðu með honum og sendum honum okkar stig. Við höfðum líka afar gaman að því hve mikið var gert úr þessu í Mogganum. Íslendingur mun syngja fyrir hönd Dana í söngvakeppni sjónvarpsstöðva í maí. Hins vegar kemur í ljós í dönskum blöðum að hann er nú fæddur í Danaveldi og talar því miður enga íslensku og hefur aldrei komið þangað!!!!!!!!!! DV var öllu djarfara og sagði að íslensku hommi mun syngja fyrir Danina í júróvision. Fyndnar og ólíkar fyrirsagnir.
Eitthvað er nú kommentin að klikka á síðunni minni og verð ég að gera eitthvað í þeim málum hið snarasta.
Hef svo sem ekkert að segja, nema að geðheilsan hefur oft verið betri, men den tid den sorg.....
Gangið á guðs vegum

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home