Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Já, ekkert bólar á barninu!!!!!!!!!
Um daginn upplifði ég augnablik sem ég held að samsvari því þegar krakkar fengu sinn fyrsta kandísmola í gamla daga. Það var nefnilega þannig að Jóhann sonur minn og krúttmoli með meiru, hafði safnað sér þónokkrum aurum, bæði hafði minn maður misst tönn, afar og ömmur verið í heimsókn og svo hafi hann leigt út herbergið sitt fyrir 20 kr. vikuna. Það var því þó nokkur upphæð sem minn maður hafði milli handa í ákaflega velgeymdu veski. Hann ákvað að fjárfesta í stórum legópakka upp á 200 kr. Svipurinn á honum þegar hann rétti konunni peningana og stoltið sem skein úr augum hans var svo dásamlegt. Stúlkan við kassann var að mínu viti ekki eins upprifin af þessum fjárútlátum drengsins og sýndi litil sem engin viðbrögð þegar þessi fallegi, ljóshærði drengur reiddi fram aurana sem hann hafði safnað, með þvíliku stolti og beið þolinmóður eftir arðmiðanum. Upplifunin að borga úr eigin veski var jafn mikilvæg og að eignast dótið svei mér þá. En falleg minning sem móðirn geymir í huga sínum um ókomna tíð.

Í þessum orðum er bóndi minn að horfa á sitt lið, Tottenham, spila í ensku bikarkeppninni. Ég vildi nú ekki gera honum það, enn einu sinni, að eiga barnið rétt á meðan, enda hefur hann misst af einu þremur leikjum með liðinu vegna fæðinga sona sinna eða skírna þeirra. Nú hefur hann fagnað nokkrum mörkum en staðan er jöfn svo allt getur gerst. Nú blótar hann og ragnar og útskýrir fyrir daufum eyrum mínum, aukaspyrnur og brot!!!

Pabbi, þessi elska, er búinn að vera, ásamt Eiríki, að undirbúa pússningu í Stekkjarhvamminum svo brátt geta málarnir mætt með sitt kiló af sparsli og hafist handa við að jafna hraunið. Hafnfirðingar hafa eitthvað misskilið þetta með hraunið og eru bæði með það út og inni. Stefnan er svo tekin á að mála þegar við komum og leggja parket. Svo verður bara gamana ð hengja upp og koma sér fyrir og vonandi verðum við að gestaboðshæf um páskana!!

Ja, nú er illt í efni, Tottenham er marki undir og bóndinn alveg að fara á límingunum. Best að huga að heilsufari hans og strjúka honum um vangann.
Guð blessi Tottenham.......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home