Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

föstudagur, janúar 23, 2004

Samkvæmt læknavísindunum á ég að eiga barnið eftir akkúrat viku. Er samt farin að bíða, búin að þvo og setja utan um og ákveða í hverju barnið á að vera á leiðinni heim af sjúkrahúsinu, finnst það doldið atriði svo ég treysti ekki bóndanum til að velja það dress. Annars er maður ekki með öllum mjalla þessa dagana. Frekar en ekkert bakaði ég kleinur í dag og gerði heiðarlega tilraun við ástapunga sem gekk fremur illa en þeir enduðu sem rúsínukleinur........ ekki amalegt afbriðgði það, skyldi ég ekki verða beðin um að setja uppskriftina í einhverja Hagkaupsbókina......
Snjórinn er að fara en það er frost í Danaveldi. Við erum eiginlega bara að bíða eftir því að flytja heim enda orðin húseigendur á Íslandi. Já, maður slær um sig og á tvær húseignir í tveimur löndum........ geri aðrir betur.
Gangið á guðs vegum

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home