Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

mánudagur, janúar 05, 2004

Kærur lesendur,
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla
Maður er búin að hafa það gott í meira lagi og lítið gert annað en sofið, lesið og etið. Er búin að vera óvenju afkastmikil í lestrinum þessi jólin enda erfitt fyrir búrhvali að rísa oft úr rekkju og stunda heimilishald nema rétt til að sjá til þess að maður verður ekki sjálfur hungurmorða. Meðal bókmenntaafreka sem ég hef lesið má nefna Lindu P, Ruth Reginalds, Flosa Ólafs, Dóttir gæfunnar og Storminn eftir Einar Kára.
Á Þorláksmessu fjárfestum við í raðhúsi í Hafnarfirði en allt á að vera klappað og klárt í þeim málum næstkomandi fimmtudag. Við erum búin að vera skoða parket og svona eitt og annað í byggingarvöruverslunum til að setja í Stekkjarhvamminn. Nú svo vantar öll heimilistæki þar sem hvítvörur fylgja alltaf með hér í Dk þegar maður selur. Er langþráður þurrkari þar á lista enda við orðin langþreytt á inniþurrkun af þremur drengjum.
Nú snjórar í borg ála og skólastrákarnir komnir út að leika sér. AÐalsteinn ern ú orðinn sáttur við tilhugsunina að flytja frá Danmörku og sætta sig við Hafnarfjörðinn. Erfiðast verður auðvitað að byrja í nýjum skóla og vona ég bara til guðs að hann lendi í góðum bekk með góðan kennara, get ekki á heilli mér tekið ef hann lendir í einelti eða eignast enga vini því hér er hann félagslega vel staddur og lífið brosir við honum. En þetta er áhætta sem maður tekur og við það situr. Minni áhyggjur hef ég að Jóhanni, enda hann yngri og ekki eins vanafastur og Aðalsteinn. Jóhann á líka oftast auðvelt með að umgangast fólk og er fljótur að vinna hug og hjörtu manna. Hann á þó langt í land með sína íslensku og svo er bara að vona að það verði honum ekki þrándur í götu þegar hann byrjar í ísl. skóla. Liti prinsinn er langopnastur og á eftir að blómstra á leikskóla um leið og hann fær þar inni sem er nú ekki alveg útséð um, svona fyrst um sinn en ég verð auðvitað heima svo þetta reddast allt saman á einn eða annan hátt.
Við lentum reyndar illa í því á gamlárskvöld þegar bomba frá nágrannanum valt á hliðina og fór beint á okkur og sprakk. Jóhann fék neista í hnésbótina, ég á kálfann og Hannes í fingurinn. Jóhann grét eins og vonlegt var, og var kældur með ísmolum þar til hann sofnaði, þetta eru fyrstu áramótin sem hann er vakandi kl. 12. Aðalsteinn hins vegar slapp en fékk taugaáfall blessaður og grét óstöðvandi í klukkutíma af ótta við að við værum stórsköðuð. Hann vildi að allar gardínur væru drengnar niður og vildi að danksa þjóðin, eins og hún leggur sig, hætti að skjóta upp flugeldum vegna þessa áfalls. Pabba hans þótti nóg um og bað hann að taka þessu af karlmennsku en ég sagði að hann mætti gráta........... en það má ég ekki fyrir pabba sagði greyið milli ekkasoganna........ þegar ég reyndi að hugga hann með að það var nú gott að þetta fór ekki í augun á okkur eða að Óttar var ekki með, þyrmdi algjörlega yfir hann og hann sá fyrir sér Óttar brenndan og illa til reika. Það er óhætt að segja að frumburður minn sé tilfinningavera og eigi auvelt með að setja sig í spor annarra þó dramatíkin geti nú alveg gert út af við mann á stundum. AÐ hans sögn er þetta versta byrjun á nýju ári í hans lífi
Segi þetta gott í bili og bið eins og vanalega guð að vera með ykkur á nýju ári.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home