Í dag rignir eins og hellt sé úr fötu hér í valdi Margrétar Þórhildar. Eftir þó nokkrar vangaveltur og skoðanir eru ljósmæður Álaborgar komnar á þá skoðun að barnið hafi snúið sér og sé nú í réttri stöðu og þvi búið að aflýsa keisaraskurði frúarinnar til mikillar ánægju. Þá er svo sem ekkert annað að gera en að bíða eftir að blessuðu barninu þóknist að koma í heiminn og einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að það verði ekki fyrr en í febrúar.
Mikið er um að vera hjá okkur þessa dagana, verið að skoða ýmis byggingarefni og þess háttar sem setja á í Stekkjarhvamminn góða og svo erum við komin með húsið okkar hér í sölu og er von á fólki að skoða kl. 9 í fyrramálið, já hvorki meira né minna en kl. 9 takk fyrir. En við erum bara bjartsýn og vonum það besta.
Undanförnu höfum við verið að horfa á íslenska sjónvarpið með einhverju tv-out. Við getum þá fylgst með efni sem sent er út á netinu í okkar eigin sjonvarpi. Gæðin eru nú ekki sérstök en við látum okkur hafa það. Við áttum afar bágt með okkur þegar við horfðum á Laugardagskvöld með Gísla Marteini sem er nú hin mesta furðuvera ever. Samt er eitthvað sjermerandi við hann og maður fyrirgefur honum tilgerðina og fáfræðina eftir að hafa horft án nokkra þætti. Reyndar fór það óþyrmilega í taugarnar á mér þegar hann var að tala við gamla fólkið í upprifjunarþættinum. Mér fellur það illa þegar talað er við gamalt fók eins og það sé smábörn, jæja stelpur eru þið ekki í stuði, hvað eruð þið að föndra, ætlið þið ekki að taka spor með mér á eftir og dilla ykkur svolítið..... dísus hvað þetta er hallærislegt. Hins vegar verður það að játast að þeir þættir sem við sáum fyrir og um jólin voru skemmtilegir þó maður hafi stundum einhvern veginn skammast sín fyrir hönd Gísla. Best þótti mér Kristján Jóhanns og Björk.
Já þess er ekki er ekki langt að bíða að maður getur sé allt það “góða efni” sem fyrirfinnst í íslensku sjónvarpi. Stefnt að heimflutningi í mars.
Gangið á guðs vegum!
Háfleygt úr Hafnarfirðinum
Vangaveltur og veruleiki
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home