Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

mánudagur, nóvember 24, 2003

Hef nú verið í bloggfýlu í rúma viku. Í fyrsta lagi er ömulegt að vera búin að tjá sig og opna niður í ...... og svo hverfur bara allt saman eins og dögg fyrir sólu. Ég hafði með ekka og tárum skrifað um mínar innstu tilfinningar þegar ég kvaddi soninn yngsta og eiginmanni á lestarstöðinni fyrir viku síðan og leið eins og ég væri Soffía Hansen... nei, hverfur þá ekki bara allt og ég sat eftir með sárt ennið og súrt epli eins og kerlingin um árið með allar mínar tilfinningar á útopnu. Nú svo leið tíminn og einhvern veginn vandist þetta og svo eru þeir bara komnir heim aftur og allt fallið í sitt vanalega far. Reyndar var það ólýsanlega gaman að fá Óttar krúttmola í fangið, hann var svo mikill keluköttur og umvafði móður sína ást og hlýju. En hann er orðinn dullítið mikill pabbalingur eftir ferðina og kallar alltaf fyrst á hann þegar eitthvað bjátar á. Mér finnst það svolíitið erfitt en maður getur ekki alltaf verið sá sem allir stóla á.

Jóhann á afar bágt í dag. Hann er með lausa tönn sem er fyrir þegar hann borðar og svo blæður og allt. Þetta er afar erfitt að hans mati og ekki tekið út með sældinni að missa tennur. Hans eina ljós í tilverunni er að tannálfurinn verði rausnarlegur og ef Aðalstein misminnir ekki þá fær maður bréfpening fyrir fyrstu tönn en svo alltaf minna og minna eftir því sem tönnunumsem detta út fjölgar ........... hvernig ætli standi á því!!!!!!!!!!!!!!!

Á morgun kemur Fjóla systir Hannesar í heimsókn og ætlar hún að vera fram á sunnudag. Er ætlunin að skunda í búðir og jólast með henni eftir bestu getu.

Maður er búinn að gera aðventukransinn sem er með þeim glæsilegri í minni aðventukransagerðarrsögu. Svo er stefnan tekin á ýmsar jólaskreytingar sem gerðar verða úr hinu og þessu úr garðinum okkar. Aðalsteinn er búinn að safna könglum og kastaníum sem eiga eftir að breytast í nissa og tröll fyrir jólin.

Nú standa yfir viðgerðir á reiðhjólum, enda dekkið hjá Jóhanni flatt eins og hann segir sjáflur. Egg og spælegg í matinn að ósk miðjubarnsins............

Já lífið er dásamlegt!!!!!!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home