Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Ég fæ kast, ég fæ kast.............
Pabbi er byrjaður að blogga og það er alveg týpist fyrir hann að hann treystir ekki alveg tækninni og gerir allt tvisvar.............. pabbi þú ert ofurkrútt, reyndar hef ég lent í því sjálf að setja blogg inn tvisvar..........!!!

Í dagvar ég vinna vel og lengi en nú er ég komin í helgarfrí. Hannes og Óttar Páll eru á leið til Íslands á laugardaginn og þá verð ég ein í kotinu með skóladrengina mína í heila viku. Við ætlum sko að hafa það gott, eta hrísgrjonagraut upp á hvern dag, baka og skemmta okkur, svei mér þá, ef við förum ekki bara að föndra fyrir jólin!!!!

Aðalsteinn frumburður minn og stolt, er kominn með skyldur á sínar herðar!!!! Nú er skema á ísskápnum þar sem hægt er að velja sér verk og fá prik fyrir. Ef menn ná 10 prikum á einni viku fær maður 20 krónur danskar. Aðalsteinn hefur á þessari fystu viku sinni safnað eftirfarandi prikum:
Fara með Óttar út 1 prik
Leggja á borð 1 prik
sópa eldhúsgolfið 1 prik
sækja Jóhann 1 prik
passa Óttar í baði 1 prik
Alls 5 prik
Útborgunardagur er laugardagur svo minn maður verður að hafa sig allan við á morgun!!!!!
Jóhanni líst nú afar vel á þetta skipulag og vill ólmur ganga inn í þetta kerfi en hann er nú einum of ungur og svo verður maður líka að fá að vera stóribróðir endum og eins og njóta einhverra forréttinds svo sem að sinna heimilistörfum.

Á mínu bernskuheimili fékk maður nú aldrei greitt fyrir að vinna verkin. 'Eg var heldur ekki sú allra duglegast enda ekki frumburður foreldra minna heldur örverpið með rauða hárið og komst því oft ansi létt frá hlutunum. Man samt að ég bar út Norðurland fyrir Alþýðubandalagið í örfá hús á AKureyri án þess að fá borgun fyrir. Systur mínar fóru sjálfsagt verr út úr því en ég (a.m.k. að eigin sögn!!) því mig minnir að pabbi hafi keyrt mig á Voffanum!!!!!!
Hins vegar þegar ég komst til vits og ára fór ég að taka virkan þátt í árshátíð Alþýðubandalagsins, seldi miðana, var í fatahenginu, vann á barnum og síðast en ekki síst smakkaði matinn úr berum höndum kokksins sem var sonur Ragnheiðar í Tóbaksbúðinni. Grínlaust, þá var salatið sett í gulan þvottabala og hann hræðri í því með höndunum, þetta var svona týpist hrásalat þess tíma ekki búið að finna upp fetaostinn, rauðlaukinn og ólívurnar.............. milli þess sem hann hræðri með áðurnefndum lúkum skellti hann smagsprufu upp í sig og bauð mér að smakka úr sömu lúku.............. en engum varð meint af svo vitað sé.
Nú fyrst ég er komin á flug um Allaballana þá er það eitt sinn þegar ég hafði ekki aldur til neins annars en að stimpla miðana með pabba að Guðrún nokkur Helgadóttir rithöfundur og alþingiskona er heiðurgestur á árshátíðinni. Pabbi kynnir hana fyrir mér sem mömmu Jóns Odds og Jóns Bjarna. Þá á ég að hafa spurt hana hver væri eiginlega að passa þá bræður úr því að þeir voru ekki með í för. Guðrún svaraði að Anna Jóna og Soffía væru að gæta bús og barna. Það var fullgilt svar fyrir mér og var þetta ekki rætt frekar. Svo er það að ég er í brúðkaupi með Guðrúnu sumarið 2000 og þá berst þessi saga í tal. Þá ljómaði Guðrún öll upp og sagði að hún segði oft þessa sögu af litlu rauðhærðu stelpunni á Akureyri sem hafði miklar áhyggjur af barnapössunarmálum sögupersóna hennar.
Já, heimurinn er fullur af skemmtilegum minningum!!!!!!!!!!!!!
Í guðs friði

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home