Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

föstudagur, nóvember 07, 2003

Það er svo margt hægt að læra af Dönum. Eitt af því sem Danir eru sérfræðingar í er jákvæðni og húmör. Í gær þegar ég var að vera of sein í vinnuna og pirraðist yfir því að ruslabíllinn var nánast fyrir innkeyrslunni tók ég eftir áletrun á bílnum... Hvor det er skidt, der er vi........... aftan á ruslabílnum þar sem alltaf stendur einn svona ruslalegur kall með sígaréttu í munninum stóð.... rigtige mænd er skrællemænd......
Sjónvarpsauglýsingar Dana eru líka jafnan fyndnar og út fyrir sig afþreying. Svo eru þeir sérfræðingar í dönsku skemmti- og sjónvarpsefni sem ég ætla svo sem ekki að útlista hér en er staðráðin í að fá mér breiðbandið þegar ég flyt heim.

Annars annasamur dagur, synirnir sætir og góðir. Aðalsteinn farinn að hamstra efnivið í jólaföndum. 'I dag kom hann heim með þjár risastórar greinar sem hann er ákveðinn í að föndra eitthvað úr fyrir jólin og eina hálfsköllótta grenigrein sem á víst að skarta sínu fegursta á jólunum. Jóhann hefur verið metinn af talepædagog og mun fara í massíva talþjálfun á næstunni sem ég er afar ánægð með. Óttar Páll er heima hjá pabba sínum þennan mánuðinn og er Hannes með prógram alla daga, bæjarferðir þar sem spjallað er við kalla á kaffihúsum og etíð á Burger King.... afar uppbyggilegt allt saman. Fer samt með hann á róló og út í göngutúra þess á milli. Stráksi er bara lukkulegur með sig en frekjan og ákveðnin eykst með hverjum deginum, en hann er samt ósköp sætur og ljóshærður, þessi elska.
Bumban stækkar jafnt og þétt ásamt frúnni á bænum... veit ekki hvernig þett endar en ég tel niður dagana þangað til ég hætti að vinna, nú eru bara fjórar vikur framundan..........
Er að spá í hvort gott sé að búa í Hafnarfirði.......... hefur einhver skoðun á því?????
Guðblessun!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home