Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Þá er kominn enn einn sunnudagurinn. Hannes og Óttar eru úti að taka til í bílskúrnum og eldri synirnir að spila á dönsku.......... hvað er til ráða.... verða þeir málhaltir það sem eftir er eller hvad.....
Annars fer maður bara í jólaskap við að lesa bloggin. Ég er aldrei þessu vant afar seint á ferðinni með jólagjafirnar, ekki búin að pakka inn einni einustu. Það þykir saga til næsta bæjar þar sem ég er ævinlega afar tímanleg í mínum jólagjafainnkaupum og færi þær inn í sérstaka bók eins og mamma gerir. Nú þar kemur einnig fram hvað skuli baka fyrir hver jól og hver matseðillinn verður. Þetta skipulag hlýtur að vera meyjunni í mér að kenna, þar sem ég er alveg á mörkum ljóns og meyju. Það verður þó aldrei frá mér tekið að ég er ljón fram í fingurgóma, tala nú ekki um þegar ég er með makkann á hreinu, permið og rautt hárið út í allar háttir.
'Eg er samt ekki vel að mér í stjörnumerkjum en þekki þó til ljónsins (ég), meyjunnar (Gunna syst og Jóhann sonur minn), vogin (Aðalsteinn, pabbi og Steinunn), Nautið (mamma) en sporðdrekinn er mér hulin ráðgáta. Óttar minn er sporðdreki og ég veit bara núll og nik um þetta sjörnumerki. Skyldi allar Skáldu-bækurnar og afmælisdagabækurnar eftir á Íslandi þegar við fluttum. Nú kúra þær í kössum á Nýöld hjá Villu frænku og gera ekkert gagn. Týpist maður þarf alltaf að nota það sem maður heldur að maður noti aldrei........... ekki svo að skilja að þröfin sé brýn, hlýt að getra fundið eitthvað um sporðdrekann á netinu......
Ætli sé ekki best að baka eina kökulufsu í tilefni dagsins. Alltaf gott að narta í eitthvað um miðjan daginn.
Farðu svo að drífa ig að blogga Gunna mín, þetta er alveg agalegt með þig!!!!!!!!!!
Í guðs friði

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home