Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

föstudagur, nóvember 14, 2003

Í dag hef ég gengið mig upp að hnjám að kaupa jólagjafir því nú á að nota ferðina og senda með bóndanum á morgun. Er bara búin að öllu svei mér þá.

Í þessum skrifuðu orðum er Aðalsteinn að ryksjúga stofuna og er það gert á undarlega máta. En maður má nú ekki alltaf vera að blande sig svo ég sit á strák mínum og bíð þolinmóð............. muna að taka vilja fram yfir verkið!!!!!

Það er skrítin tilfinning að vita til þess að Óttar verði fjarri móður sinni í heila viku. Hann á eflaust eftir að skemmta sér vel og vekja lukku á Íslandi eins mikið ljós í húsi og hann er. Ég ætla að reyna að hugsa þetta sem gæðatíma feðga annars vegar og mægina hins vegar, enda pabbinn með háskólagráðu í gæðastjórnun!!!!!! Samt blundar í mér ákveðinn kvíði og þá einna helst í hverju verður sonur minn þegar ég er fjarri góðu gamni.... mun Hannes velja dress sem passa saman, mun hann setja hann í rétta sokka við bláa dressið, veit hann að hann á að skarta sínu besta í matarboðum og svo videre..... svona er maður klikkaður!!! Svona hugsa bara konur held ég, aldrei hefur Hannes spurt mig hvort ég eða börnin hafi verið almennilega eða viðeigandi til fara þegar við höfum verið án hans einhvers staðar. Ég gæti auðvitað pakkað dressum sem eiga saman í poka og merkt pokann með vikudögunum.... væri það of langt gengið!!!!! Nei, sem eini kvenmaðurinn í þessari familíu verð ég að láta afskiptasemi mína lönd og leið og leyfa þeim að hafa sinn stíl. Ég stóla á að Hannes veiti honum ást og hlýju og þá skiptir dressið minna máli!!!!!!!!!!!!!
Bara við að skrifa þetta blogg hef ég þroskast um heilan helling, en er þó alveg að fara á límingunum á að horfa á Aðastein ryksjúga á sér toppinn!!!!!!!!!!!!!
Guð gefi mér þolinmæði!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home