Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

mánudagur, nóvember 24, 2003

Hef nú verið í bloggfýlu í rúma viku. Í fyrsta lagi er ömulegt að vera búin að tjá sig og opna niður í ...... og svo hverfur bara allt saman eins og dögg fyrir sólu. Ég hafði með ekka og tárum skrifað um mínar innstu tilfinningar þegar ég kvaddi soninn yngsta og eiginmanni á lestarstöðinni fyrir viku síðan og leið eins og ég væri Soffía Hansen... nei, hverfur þá ekki bara allt og ég sat eftir með sárt ennið og súrt epli eins og kerlingin um árið með allar mínar tilfinningar á útopnu. Nú svo leið tíminn og einhvern veginn vandist þetta og svo eru þeir bara komnir heim aftur og allt fallið í sitt vanalega far. Reyndar var það ólýsanlega gaman að fá Óttar krúttmola í fangið, hann var svo mikill keluköttur og umvafði móður sína ást og hlýju. En hann er orðinn dullítið mikill pabbalingur eftir ferðina og kallar alltaf fyrst á hann þegar eitthvað bjátar á. Mér finnst það svolíitið erfitt en maður getur ekki alltaf verið sá sem allir stóla á.

Jóhann á afar bágt í dag. Hann er með lausa tönn sem er fyrir þegar hann borðar og svo blæður og allt. Þetta er afar erfitt að hans mati og ekki tekið út með sældinni að missa tennur. Hans eina ljós í tilverunni er að tannálfurinn verði rausnarlegur og ef Aðalstein misminnir ekki þá fær maður bréfpening fyrir fyrstu tönn en svo alltaf minna og minna eftir því sem tönnunumsem detta út fjölgar ........... hvernig ætli standi á því!!!!!!!!!!!!!!!

Á morgun kemur Fjóla systir Hannesar í heimsókn og ætlar hún að vera fram á sunnudag. Er ætlunin að skunda í búðir og jólast með henni eftir bestu getu.

Maður er búinn að gera aðventukransinn sem er með þeim glæsilegri í minni aðventukransagerðarrsögu. Svo er stefnan tekin á ýmsar jólaskreytingar sem gerðar verða úr hinu og þessu úr garðinum okkar. Aðalsteinn er búinn að safna könglum og kastaníum sem eiga eftir að breytast í nissa og tröll fyrir jólin.

Nú standa yfir viðgerðir á reiðhjólum, enda dekkið hjá Jóhanni flatt eins og hann segir sjáflur. Egg og spælegg í matinn að ósk miðjubarnsins............

Já lífið er dásamlegt!!!!!!!!!!!

föstudagur, nóvember 14, 2003

Í dag hef ég gengið mig upp að hnjám að kaupa jólagjafir því nú á að nota ferðina og senda með bóndanum á morgun. Er bara búin að öllu svei mér þá.

Í þessum skrifuðu orðum er Aðalsteinn að ryksjúga stofuna og er það gert á undarlega máta. En maður má nú ekki alltaf vera að blande sig svo ég sit á strák mínum og bíð þolinmóð............. muna að taka vilja fram yfir verkið!!!!!

Það er skrítin tilfinning að vita til þess að Óttar verði fjarri móður sinni í heila viku. Hann á eflaust eftir að skemmta sér vel og vekja lukku á Íslandi eins mikið ljós í húsi og hann er. Ég ætla að reyna að hugsa þetta sem gæðatíma feðga annars vegar og mægina hins vegar, enda pabbinn með háskólagráðu í gæðastjórnun!!!!!! Samt blundar í mér ákveðinn kvíði og þá einna helst í hverju verður sonur minn þegar ég er fjarri góðu gamni.... mun Hannes velja dress sem passa saman, mun hann setja hann í rétta sokka við bláa dressið, veit hann að hann á að skarta sínu besta í matarboðum og svo videre..... svona er maður klikkaður!!! Svona hugsa bara konur held ég, aldrei hefur Hannes spurt mig hvort ég eða börnin hafi verið almennilega eða viðeigandi til fara þegar við höfum verið án hans einhvers staðar. Ég gæti auðvitað pakkað dressum sem eiga saman í poka og merkt pokann með vikudögunum.... væri það of langt gengið!!!!! Nei, sem eini kvenmaðurinn í þessari familíu verð ég að láta afskiptasemi mína lönd og leið og leyfa þeim að hafa sinn stíl. Ég stóla á að Hannes veiti honum ást og hlýju og þá skiptir dressið minna máli!!!!!!!!!!!!!
Bara við að skrifa þetta blogg hef ég þroskast um heilan helling, en er þó alveg að fara á límingunum á að horfa á Aðastein ryksjúga á sér toppinn!!!!!!!!!!!!!
Guð gefi mér þolinmæði!!!!!

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Ég fæ kast, ég fæ kast.............
Pabbi er byrjaður að blogga og það er alveg týpist fyrir hann að hann treystir ekki alveg tækninni og gerir allt tvisvar.............. pabbi þú ert ofurkrútt, reyndar hef ég lent í því sjálf að setja blogg inn tvisvar..........!!!

Í dagvar ég vinna vel og lengi en nú er ég komin í helgarfrí. Hannes og Óttar Páll eru á leið til Íslands á laugardaginn og þá verð ég ein í kotinu með skóladrengina mína í heila viku. Við ætlum sko að hafa það gott, eta hrísgrjonagraut upp á hvern dag, baka og skemmta okkur, svei mér þá, ef við förum ekki bara að föndra fyrir jólin!!!!

Aðalsteinn frumburður minn og stolt, er kominn með skyldur á sínar herðar!!!! Nú er skema á ísskápnum þar sem hægt er að velja sér verk og fá prik fyrir. Ef menn ná 10 prikum á einni viku fær maður 20 krónur danskar. Aðalsteinn hefur á þessari fystu viku sinni safnað eftirfarandi prikum:
Fara með Óttar út 1 prik
Leggja á borð 1 prik
sópa eldhúsgolfið 1 prik
sækja Jóhann 1 prik
passa Óttar í baði 1 prik
Alls 5 prik
Útborgunardagur er laugardagur svo minn maður verður að hafa sig allan við á morgun!!!!!
Jóhanni líst nú afar vel á þetta skipulag og vill ólmur ganga inn í þetta kerfi en hann er nú einum of ungur og svo verður maður líka að fá að vera stóribróðir endum og eins og njóta einhverra forréttinds svo sem að sinna heimilistörfum.

Á mínu bernskuheimili fékk maður nú aldrei greitt fyrir að vinna verkin. 'Eg var heldur ekki sú allra duglegast enda ekki frumburður foreldra minna heldur örverpið með rauða hárið og komst því oft ansi létt frá hlutunum. Man samt að ég bar út Norðurland fyrir Alþýðubandalagið í örfá hús á AKureyri án þess að fá borgun fyrir. Systur mínar fóru sjálfsagt verr út úr því en ég (a.m.k. að eigin sögn!!) því mig minnir að pabbi hafi keyrt mig á Voffanum!!!!!!
Hins vegar þegar ég komst til vits og ára fór ég að taka virkan þátt í árshátíð Alþýðubandalagsins, seldi miðana, var í fatahenginu, vann á barnum og síðast en ekki síst smakkaði matinn úr berum höndum kokksins sem var sonur Ragnheiðar í Tóbaksbúðinni. Grínlaust, þá var salatið sett í gulan þvottabala og hann hræðri í því með höndunum, þetta var svona týpist hrásalat þess tíma ekki búið að finna upp fetaostinn, rauðlaukinn og ólívurnar.............. milli þess sem hann hræðri með áðurnefndum lúkum skellti hann smagsprufu upp í sig og bauð mér að smakka úr sömu lúku.............. en engum varð meint af svo vitað sé.
Nú fyrst ég er komin á flug um Allaballana þá er það eitt sinn þegar ég hafði ekki aldur til neins annars en að stimpla miðana með pabba að Guðrún nokkur Helgadóttir rithöfundur og alþingiskona er heiðurgestur á árshátíðinni. Pabbi kynnir hana fyrir mér sem mömmu Jóns Odds og Jóns Bjarna. Þá á ég að hafa spurt hana hver væri eiginlega að passa þá bræður úr því að þeir voru ekki með í för. Guðrún svaraði að Anna Jóna og Soffía væru að gæta bús og barna. Það var fullgilt svar fyrir mér og var þetta ekki rætt frekar. Svo er það að ég er í brúðkaupi með Guðrúnu sumarið 2000 og þá berst þessi saga í tal. Þá ljómaði Guðrún öll upp og sagði að hún segði oft þessa sögu af litlu rauðhærðu stelpunni á Akureyri sem hafði miklar áhyggjur af barnapössunarmálum sögupersóna hennar.
Já, heimurinn er fullur af skemmtilegum minningum!!!!!!!!!!!!!
Í guðs friði

föstudagur, nóvember 07, 2003

Það er svo margt hægt að læra af Dönum. Eitt af því sem Danir eru sérfræðingar í er jákvæðni og húmör. Í gær þegar ég var að vera of sein í vinnuna og pirraðist yfir því að ruslabíllinn var nánast fyrir innkeyrslunni tók ég eftir áletrun á bílnum... Hvor det er skidt, der er vi........... aftan á ruslabílnum þar sem alltaf stendur einn svona ruslalegur kall með sígaréttu í munninum stóð.... rigtige mænd er skrællemænd......
Sjónvarpsauglýsingar Dana eru líka jafnan fyndnar og út fyrir sig afþreying. Svo eru þeir sérfræðingar í dönsku skemmti- og sjónvarpsefni sem ég ætla svo sem ekki að útlista hér en er staðráðin í að fá mér breiðbandið þegar ég flyt heim.

Annars annasamur dagur, synirnir sætir og góðir. Aðalsteinn farinn að hamstra efnivið í jólaföndum. 'I dag kom hann heim með þjár risastórar greinar sem hann er ákveðinn í að föndra eitthvað úr fyrir jólin og eina hálfsköllótta grenigrein sem á víst að skarta sínu fegursta á jólunum. Jóhann hefur verið metinn af talepædagog og mun fara í massíva talþjálfun á næstunni sem ég er afar ánægð með. Óttar Páll er heima hjá pabba sínum þennan mánuðinn og er Hannes með prógram alla daga, bæjarferðir þar sem spjallað er við kalla á kaffihúsum og etíð á Burger King.... afar uppbyggilegt allt saman. Fer samt með hann á róló og út í göngutúra þess á milli. Stráksi er bara lukkulegur með sig en frekjan og ákveðnin eykst með hverjum deginum, en hann er samt ósköp sætur og ljóshærður, þessi elska.
Bumban stækkar jafnt og þétt ásamt frúnni á bænum... veit ekki hvernig þett endar en ég tel niður dagana þangað til ég hætti að vinna, nú eru bara fjórar vikur framundan..........
Er að spá í hvort gott sé að búa í Hafnarfirði.......... hefur einhver skoðun á því?????
Guðblessun!

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Þá er kominn enn einn sunnudagurinn. Hannes og Óttar eru úti að taka til í bílskúrnum og eldri synirnir að spila á dönsku.......... hvað er til ráða.... verða þeir málhaltir það sem eftir er eller hvad.....
Annars fer maður bara í jólaskap við að lesa bloggin. Ég er aldrei þessu vant afar seint á ferðinni með jólagjafirnar, ekki búin að pakka inn einni einustu. Það þykir saga til næsta bæjar þar sem ég er ævinlega afar tímanleg í mínum jólagjafainnkaupum og færi þær inn í sérstaka bók eins og mamma gerir. Nú þar kemur einnig fram hvað skuli baka fyrir hver jól og hver matseðillinn verður. Þetta skipulag hlýtur að vera meyjunni í mér að kenna, þar sem ég er alveg á mörkum ljóns og meyju. Það verður þó aldrei frá mér tekið að ég er ljón fram í fingurgóma, tala nú ekki um þegar ég er með makkann á hreinu, permið og rautt hárið út í allar háttir.
'Eg er samt ekki vel að mér í stjörnumerkjum en þekki þó til ljónsins (ég), meyjunnar (Gunna syst og Jóhann sonur minn), vogin (Aðalsteinn, pabbi og Steinunn), Nautið (mamma) en sporðdrekinn er mér hulin ráðgáta. Óttar minn er sporðdreki og ég veit bara núll og nik um þetta sjörnumerki. Skyldi allar Skáldu-bækurnar og afmælisdagabækurnar eftir á Íslandi þegar við fluttum. Nú kúra þær í kössum á Nýöld hjá Villu frænku og gera ekkert gagn. Týpist maður þarf alltaf að nota það sem maður heldur að maður noti aldrei........... ekki svo að skilja að þröfin sé brýn, hlýt að getra fundið eitthvað um sporðdrekann á netinu......
Ætli sé ekki best að baka eina kökulufsu í tilefni dagsins. Alltaf gott að narta í eitthvað um miðjan daginn.
Farðu svo að drífa ig að blogga Gunna mín, þetta er alveg agalegt með þig!!!!!!!!!!
Í guðs friði