Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

laugardagur, október 04, 2003

Árni Kristjánsson ömmubróðir minn verður jarðsunginn í dag. Honum þakka ég samfylgdina. Það var alltaf gaman í Holti, þegar við Villa fórum í sauðburðinn og nutum þeirra forréttinda að kynnast sveitalífinu eins og það gerist best. Í Holti var einhvern veginn allt önnur stemmning en annars staðar, einhver ólýsanleg hula glaðværðar og umhyggju. Árni var sá eini sem skammaði okkur ef við gerðum ekki rétt og í öll skiptin áttum við það skilið. Ekki voru það harðvítugar skammir heldur frekar áminningar með tilheyrandi fussi og sveii sem fékk mann til að skilja að nú væri nóg komið. Hann vildi líka leiðbeina okkur og við fengum oft að skíra lömbin með honum og hló hann að uppástungum okkar sem sumar voru ansi frumlegar og þær skráði hann ekki í bækurnar. Það að hafa átt frænda eins og Árna er sérstök gæfa. Takk fyrir það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home