Nú er haustfrí í dönskum skólum og bræður því heima þessa dagana. Við höfum svo sem ekkert merkilegt gert annað en að slappa af, eta nammi og góða á tv-ið. 'Ottar Páll er hjá sinni dagmömmu en hann tók frekjukast í morgun sem tók alls 35 mín og 45 sek og er það nýtt met hjá mínum. Aðalástæðan var að hann vildi eta tannkrem sem foreldrarnir gátu ekki samþykkt. Kostaði það mikinn grát og erum við hálf undrandi yfir þrjóskunni sem barnið býr yfir. Hann er greinilega ekki skaplaus blessaður drengurinn.
Svo er mikill undirbúningur vegna afmælis Aðalsteins á fimmtudag. Hann mun bjóða besta vinu sínum Sofus og Jóhanni á Pizza Hut en aðalafmælisveislan verður á mánudaginn þegar drengirnir úr bekknum mæta með tilheyrandi pizzu og kökuáti. Aðasteinn er mikill stemmningsmaður og vill að allt sé sem skemmtilegast og skipulegast. Hann er nú þegar búinn að hanna boðskort og hjóla með það um allar trissur með diggri aðstoð Jóhanns. Hann ætlar að sjálfsögðu að hafa skattejagt, stoppdans, stóladans, spurningakeppni, playstationkeppni og svo videre. Oft er planið svo mikið að enginn tími er til að borða. Annars verður ekki annað sagt um danska krakka en að þeir séu kurteisir og prúðir í afmælum. Alltaf hafa þessi gaurar kommenterað á kökur og annað. ÞEtta er bara velheppnað afmæli sagði einn í fyrra, þessar kökur koma á óvart sagði annar, pizzurnar bragðast mjög vel gæti þú gefið mömmu uppskirftina.... þegar þeir yfirgefa samkvæmið þá þakka þeir ævinlega fyrir sig og hreinlega ljóma eins og sól í heiði. Það er því bara býsna gefandi að halda upp á afmæli Aðasteins.
Í kvöld ætlum við að pukrast við að pakka gjöfum inn og á morgun mun Jóhann gera afmæliskort og ef ég þekki minn mann rétt mun tungan ná alveg upp að enni meðan á þeirri aðgerð stendur.
Ætli sé ekki best að fara að huga að einhverju í matinn.........
Gangið á guðs vegum!
Háfleygt úr Hafnarfirðinum
Vangaveltur og veruleiki
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home