Ja tíminn liður hratt á gervihanttaöld, hraðar sérhvern hraðar sérhert kvöld... sagði skáldið eitt sinn og vonandi hefur það lítið sagt síðan!!!!
Annars er maður nýbúinn að halda upp á 2ja ára afmæli Óttars Páls sem var náttúrlega sætasta og duglegasta afmælisbarnið.
Ansi er nú langt síðan ég hef bloggað, skil bara ekkert í þessu. Er búin að vera í háfgerðri fýlu við fasteignasala á Íslandi sem misnota áhuga manns á hinni og þessari eigninni og plata mann til að gera tilboð hægri vinstri en svo fáum við aldrei neitt, okkar tilboð eru bara notuð til að hækka þau hin tilboðin. Svei attann og skömm er af þessari stétt.
Hellulagningum Hannesar fer senn að ljúka og guð veit upp á hverju hann finnur þá. Nýjasta hugmyndin er að taka synina úr vistun og vera heimavinnandi pabbi sem fer í Zoo einu sinni í viku, í ferð með strætó einu sinni í viku og róló og náttúruferðir hina dagana. Hef ekki mikla trú á þessu plani en bóndinn er að hugsa um að spara einhverja aura. Sé þetta ekki alveg fyrir mér í "praxis" þar sem allir verða dauðleiðir á Zoo-inum eftir tvö skipti, svo er engin róló í grenndinni og Hannes er ekkert sérlega hrifinn af strætó!!! Verð einhvern veginn að sannfæra hann um að það sé börnum fyrir bestu að vera hjá einhverjum öðrum á daginn og svo með okkur í 3 tíma á dag áður en þau sofna!!!!!!!
Mikið hefur verið rætt á bloggi ættingjanna um þær miklu breytingar á samskiptum við land og þjóð síðustu árum. Við fengum okkur jú auga fyrsta árið og sendum jólakveðju í beinni til þeirra sem netauga höfðu, sem var einn aðili sem ekki var með kveikt á auganu einmitt um kl. 6 á aðfangadag. Nú við vorum og erum ávallt sítengd og sendum meil og myndir daglega svo tölvur á vinnustöðum ættingja og vina fylltust og flestir fengu skömm í hattinn fyrir. Þá fór fram upptaka á nethæfu formi af fyrstu skrefum prinsins en fæstar heimilistölvur réðu við það. Niðurstaðan er sú að nýja brumið fer af þessu eins og öðru og þau skipti eru teljandi á fingrum annarrar handar sem við nennum að senda myndir og videó af merkum atburðum familíunnar. Einhvern veginn hef ég tilfinningunni að allri séu dauðfegnir, því lítið er um kvartanir. Með blogginu fylgist maður með ættingjum sem maður hefur annars ekki samband við, svona daglega og finnst mér það vel. Mínir nánustu eru ekki eins duglegir en maður lifir í voninni.
Mest sakna ég þess að fá ekki sendibréf í umslagi með frímerki og alles, svokallaðan löturpóst. Þegar ég er var í Noregi '91 fékk ég sendibréf á hverjum degi, ég var umtölum á görðunum fyrir þessi bréf, en ég eyddi örugglega tveimur tímum á dag í að skrifa og lesa bréf. Þá samdi maður ekki bara eitt bréf og breytti nafni og forwardaði....
þetta er nú orðið meira þruglið og bullið og best að huga að þvotti og fá sér eina perutertusneið frá því í gær.
guð blessi tæknina
Háfleygt úr Hafnarfirðinum
Vangaveltur og veruleiki
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home