Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

föstudagur, október 03, 2003

Já pabbi blessaður á afmæli í dag, 1000 afmæliskossar til þín pabbi minn. Vildi ég gæti komið í vöfflur til þín í dag, en það verður að bíða betri tíma.
Friðgeir sem ég kallaði alltaf Frigga (með g en ekki k) í gamla daga þó ég væri frá Akureyri...... til lukku með 34 árin.
Fór á glernámskeiðið í morgun og var bara ansi afkastamikil og svei mér þá bara býsna frjó.
Aðalsteinn kom veikur heim að eigin sögn, en enn hefur ekki fundist meinið en hann er með rauð útstæð eyru og sveittan skalla svo sennilega er hann með einhverja hitavellu.
Jóhann sagði í morgun þegar við vorum að velta því fyrir okkur hvert við fengjum stelpu eða strák, mig langar meira í hund mamma!!!!!!!!!!!!!
Óttar er hress að vanda með kolbláa kúlu á enni.
Mikið er um að vera hjá okkur í fasteignapælingum og kannski gerum við enn eitt tilboðið í dag í Haukalind í Kópavogi.
Úti er rigning og suddi en Hannes bóndi er að moka og djöflast í garðinum eins og vitlaus maður. Hann er að fara til Hamborgar á leikinn í næstu viku og telur niður dagana. Aðalsteinn minn telur líka niður dagana þangað til hann á afmæli þessi elska og svo verður nú prinsinn 2ja þann 26. okt. sem sé mikið um marensbakstur og annað kruðerí hjá mér á næstunni.
Pizzudagur segir Jói og baunagrasið og best að fara að huga að bakstri kvöldsins. Svo er það Stjerne for en aften með tilheyrandi gúmmilaði, en við erum enn að gæða okkur á súkkulaðibirgðum sem mamma sendi okkur á dögunum enda hefði það magn nægt til að opna sjoppu............ já pési bjarna má bara vara sig......

Njótið helgarinnar góðir lesendur og gangið hægt um gleðinnar dyr!
Í guðs friði


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home