Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

sunnudagur, október 12, 2003

Góðan daginn
Ja,margt er mannanna bölið.... ekki verður meira sagt. Mér finnst ég eiga ofurbágt þar sem ég var ein heima alla helgina og í ofanálag var Jóhann emjandi og stynjandi í alla nótt. Sennilega með hita og vesen en segir samt að ekkert sé að sér. Eftir tveggja tíma hlustun á stunur og andadrátt barnsins gafst ég upp og rauk upp til að athuga hvað þetta væri eiginlega með hann. Það eina sem hann gat sagt var að sér væri doldið illt í kinninni!!!!!!!! Loks náði ég að sonfa kl. 4. Vekur hann þá mig ekki klukkan 5 og segist vera svangur............... mér var allri lokið, hversu mikið átti að leggja á barnshafandi konuna eina í kotinu í þokkabót. Var fátt um svör og hann sendur í bólið með skít og skömm. Næstu tvei klukkutímar fóru í nagandi samviskubit hjá mér og að lokum fór ég fram úr ósofinn með öllu og gaf Jóhanni af Rebildparken að borða. Þá var nú aldeilis komið líf í húsið og allir tilbúnir að takast á við daginn nema kannski húsmóðirn sjálf. Þannig hefur þessi dagur liðið í smáleggingum og hvíldarstudnum með litlum árangri. Og allt þetta lagði ég á mig svo kallinn gæti séð Íslendinga tapa fyrir Þjóðverjum.
Guð blessið land og þjóð

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home