Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

laugardagur, október 18, 2003

Það er laugardagskvöld og mig langar á ball............ men det kan ikke la'sig göre, í hvert fald ikke í dag....
Nema hvað þessi dagur er ekki frábrugðinn öðrum dögum hér í okkar einhæfa lífi í Dk. Ég er með heimþrá á háu stigi og finnst dagurinn engan endi taka. Þetta er náttúrulega bara frekja og óhemjugangur að láta það eftir sér að leiðast og vera fúl... maður er elskaður og dáður af sonum og eininmanni, á þak yfir höfuðið, bíl sem er í ökuhæfu ástandi, kvenwood hærivél með öllum fylgihlutum og sjónvarp með aðgangi að 42 stöðvum.... en samt langar mig að fara í Kringluna, í Bónus með mömmu, skella mér í Árbæjarlaugina og spóka mig á appelsínuhúðinni með bumbuna út í loftið, fá mér ódýran ís í Álfheimaísbúðinni og bara vera almennilega kalt.... eða er kannski kaldara hér en í henni Reykjavík??????????'
En þetta fer að styttast.... samkvæmt doktor.is er ég á 26. viku meðgöngunnar og þá eru ekki nema 14 eftir þar af 7 í vinnu og fæðingarorlof frá 5. des............ jíbbí þá get ég látið mér leiðast allan daginn............. nema ég taki ofurástfóstri við Kenwoddinn sem er nú betri en enginn, svona rétt fyrir jólin.
Lauk við þessa líka áhugaverðu bók sem heitir Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð. Finnar eru nú ótrúlega merkilegir... því verður ekki neitað. Mæli með henni. Sko bókinni....
Jæja nú eru synirnir komnir með myndaalbúmin og ætli sé ekki best að gráta svolítið í svuntuhornið yfir myndum frá ísköldum útlegum þar sem íslensk náttúra skartar sínu fegursta og 66° N fá billega auglýsingu..........
Megi ást og friður umlykja ykkur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home