Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

miðvikudagur, október 08, 2003

Í dag liggja mér tvö mál á hjarta. Annars vegar trulofun þeirra Mary og Frederik og hins vegar hundamálið..........
En ég ætla að byrja á Mary og Frede.......
... þegar ég mætti í vinnu í morgun var búið að skeyta kennarastofuna með hjörtum og fánum. Leiðin inn á kennarastofu var merkt með rauðum hjörtum og ef maður elti þau kom maður að sjónvarpi sem var skreytt fánum og kórónum og á stóri skilti stóð "Til lykke Mary og Frederik fra os í Herningvej skole" Á öllum borðum voru fánar og var boðið upp á rúnstykki og köku í tilefni dagsins. Nú svo var komið að því að fyljgast með öll í Tv-inu. KL. 12 á hádegi komu þau skötuhjúin nýtrúlofuðu á svalirnar og nú var mest spennandi að vita hvernig Mary myndi veifa, yrði það konunglegt veif, yrði það vink þar sem lófinn væri vel nýttur eller hvad............. niðurstaðan var heldur groddalegt veif sem bar merki um gleði og taugaspenning. Komu þau 4 sinnum út á svalirnar en Frede sem hefur nú talist til mikilla CasaNova hér í Dk gaf henni ekki einn einasta koss.............. að lokum kyssti hann á höndina .......... hálflélegt fannst mér og samstarfsfólki mínu. En kl. 15:30 var gert hlé á kennarafundi því nú var stóra stundin runnin upp. Blaðamannafundur þar sem kæmi loks í ljós hvort Mary gæti yfirhöfuð talað dönsku. Mary var slánadi fögur og smekkleg og sátu þau nýtrúlofaða kærustuparið með um hálfan metra á milli sín og svöruðu spurningum blaðamanna sem voru nú sumar hverjar fáranlegar. En Mary talaði smá dösnku og alliir á kennarastofunnu brostu og fengu tár í augun. En Mary kaus fremur að svara á ensku og það gerði hún vel, en annað verður að segja um krónprinsinn sem var svo stirður og stressaður og þvöglumæltur að það hálfa hefði verið miklu meira en nóg. Enn lét hann danska áhorfendur bíða eftir kossinum sem aldrei kom.............. ég meina eru þau ekki nýtrúlofuð.... Til samanburðar, var trúlofun Alexöndu og Jóakims, sýnd þar sem ástin og kærleikurinn blasti við. Þau knúsuðust og héldust í hendur og så videre....en ekki Casanóva Frederik....... hann olli mér sem sé vonbrigðum, Mary Donaldson á skilið betri prins en þennan..........

Svo að hundamálunum............. las það í grein í Snnlenska að umhverfisráðuneytið hefið gert athugasemdir við starfshagi hundaræktunarbúsins í Dalmynni. Þar kom skýrt fram að hálfu ráðuneytisins að hver stafsmaður mætti ekki hafi fleiri en 8 hunda í umsjón sinni..........mérr varð hugsað til kennara þar sem engin takmörk eru fyrir hve margir eru í bekk............ mér er spurn.........er ekki eitthvað að í þessu samfélagi???
Guð veri með ykkur og Mary Donaldson

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home