Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

fimmtudagur, október 30, 2003

Í dag Jóhann sonur minn bæði aftur og fram af mér......... svo ekki sé meira sagt. Hann er bara ekki að "gúddera" móður sína sem kennara og mætir eins og þrumuský með þrjóskuna á hreinu í tíma til mín í morgun. Pabbi hans var með í för og þraut hans þolinmæði fljótt. En ekki gaf drengurinn sig. Þegar heim var komið sagði hann að þetta væri bara hundleiðinlegt.... hann langaði ekkert til að læra íslensku!!!! Móðirn brást hin versta við og lét allar uppeldisaðferðir, sem hún hefur lært á löngum ferli sínum sem grunnskólakennari og foreldri, lönd og leið og hótaði drengnum öllu íllu. ANnnað hvort settist hann hér niður eins og maður og ynni upp nokkrar síður í bókinni sinni og fengi þá að baka vöfflur eða hann færi inn í sitt herbergi og kæmi ekki út fyrr það væri orðið dimmt úti. Ekki einu sinni til að pissa mamma????? Nei ekki einu sinni til að pissa. Nú frekar en að sitja í eigin hladdammi (hann er náttúrlega ekki meyja fyrir ekki neitt) ákvað hann að setjast með móður sinni og vinna í verkefnabók, skrifa stafi og gera í sögubók. Eftir 21 síðu og tvær sögur fannst móðurinni komið nóg og hófst þá vöfflubakstur mikill. Jóhann át fjórar vöfflur frekar en ekkert, fékk sér heitt kakó og situr nú og horfir á Pokemon 2 sem er afar uppbyggjandi og lærdómsrík teiknimynd......
Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum, líka þeim sem fljúga skv. Mogganum í dag!!!
Guð blessi mátt og menntun!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home