Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

fimmtudagur, október 30, 2003

Í dag Jóhann sonur minn bæði aftur og fram af mér......... svo ekki sé meira sagt. Hann er bara ekki að "gúddera" móður sína sem kennara og mætir eins og þrumuský með þrjóskuna á hreinu í tíma til mín í morgun. Pabbi hans var með í för og þraut hans þolinmæði fljótt. En ekki gaf drengurinn sig. Þegar heim var komið sagði hann að þetta væri bara hundleiðinlegt.... hann langaði ekkert til að læra íslensku!!!! Móðirn brást hin versta við og lét allar uppeldisaðferðir, sem hún hefur lært á löngum ferli sínum sem grunnskólakennari og foreldri, lönd og leið og hótaði drengnum öllu íllu. ANnnað hvort settist hann hér niður eins og maður og ynni upp nokkrar síður í bókinni sinni og fengi þá að baka vöfflur eða hann færi inn í sitt herbergi og kæmi ekki út fyrr það væri orðið dimmt úti. Ekki einu sinni til að pissa mamma????? Nei ekki einu sinni til að pissa. Nú frekar en að sitja í eigin hladdammi (hann er náttúrlega ekki meyja fyrir ekki neitt) ákvað hann að setjast með móður sinni og vinna í verkefnabók, skrifa stafi og gera í sögubók. Eftir 21 síðu og tvær sögur fannst móðurinni komið nóg og hófst þá vöfflubakstur mikill. Jóhann át fjórar vöfflur frekar en ekkert, fékk sér heitt kakó og situr nú og horfir á Pokemon 2 sem er afar uppbyggjandi og lærdómsrík teiknimynd......
Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum, líka þeim sem fljúga skv. Mogganum í dag!!!
Guð blessi mátt og menntun!!!!

Í dag Jóhann sonur minn bæði aftur og fram af mér......... svo ekki sé meira sagt. Hann er bara ekki að "gúddera" móður sína sem kennara og mætir eins og þrumuský með þrjóskuna á hreinu í tíma til mín í morgun. Pabbi hans var með í för og þraut hans þolinmæði fljótt. En ekki gaf drengurinn sig. Þegar heim var komið sagði hann að þetta væri bara hundleiðinlegt.... hann langaði ekkert til að læra íslensku!!!! Móðirn brást hin versta við og lét allar uppeldisaðferðir, sem hún hefur lært á löngum ferli sínum sem grunnskólakennari og foreldri, lönd og leið og hótaði drengnum öllu íllu. ANnnað hvort settist hann hér niður eins og maður og ynni upp nokkrar síður í bókinni sinni og fengi þá að baka vöfflur eða hann færi inn í sitt herbergi og kæmi ekki út fyrr það væri orðið dimmt úti. Ekki einu sinni til að pissa mamma????? Nei ekki einu sinni til að pissa. Nú frekar en að sitja í eigin hladdammi (hann er náttúrlega ekki meyja fyrir ekki neitt) ákvað hann að setjast með móður sinni og vinna í verkefnabók, skrifa stafi og gera í sögubók. Eftir 21 síðu og tvær sögur fannst móðurinni komið nóg og hófst þá vöfflubakstur mikill. Jóhann át fjórar vöfflur frekar en ekkert, fékk sér heitt kakó og situr nú og horfir á Pokemon 2 sem er afar uppbyggjandi og lærdómsrík teiknimynd......
Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum, líka þeim sem fljúga skv. Mogganum í dag!!!
Guð blessi mátt og menntun!!!!

mánudagur, október 27, 2003

Ja tíminn liður hratt á gervihanttaöld, hraðar sérhvern hraðar sérhert kvöld... sagði skáldið eitt sinn og vonandi hefur það lítið sagt síðan!!!!
Annars er maður nýbúinn að halda upp á 2ja ára afmæli Óttars Páls sem var náttúrlega sætasta og duglegasta afmælisbarnið.
Ansi er nú langt síðan ég hef bloggað, skil bara ekkert í þessu. Er búin að vera í háfgerðri fýlu við fasteignasala á Íslandi sem misnota áhuga manns á hinni og þessari eigninni og plata mann til að gera tilboð hægri vinstri en svo fáum við aldrei neitt, okkar tilboð eru bara notuð til að hækka þau hin tilboðin. Svei attann og skömm er af þessari stétt.
Hellulagningum Hannesar fer senn að ljúka og guð veit upp á hverju hann finnur þá. Nýjasta hugmyndin er að taka synina úr vistun og vera heimavinnandi pabbi sem fer í Zoo einu sinni í viku, í ferð með strætó einu sinni í viku og róló og náttúruferðir hina dagana. Hef ekki mikla trú á þessu plani en bóndinn er að hugsa um að spara einhverja aura. Sé þetta ekki alveg fyrir mér í "praxis" þar sem allir verða dauðleiðir á Zoo-inum eftir tvö skipti, svo er engin róló í grenndinni og Hannes er ekkert sérlega hrifinn af strætó!!! Verð einhvern veginn að sannfæra hann um að það sé börnum fyrir bestu að vera hjá einhverjum öðrum á daginn og svo með okkur í 3 tíma á dag áður en þau sofna!!!!!!!
Mikið hefur verið rætt á bloggi ættingjanna um þær miklu breytingar á samskiptum við land og þjóð síðustu árum. Við fengum okkur jú auga fyrsta árið og sendum jólakveðju í beinni til þeirra sem netauga höfðu, sem var einn aðili sem ekki var með kveikt á auganu einmitt um kl. 6 á aðfangadag. Nú við vorum og erum ávallt sítengd og sendum meil og myndir daglega svo tölvur á vinnustöðum ættingja og vina fylltust og flestir fengu skömm í hattinn fyrir. Þá fór fram upptaka á nethæfu formi af fyrstu skrefum prinsins en fæstar heimilistölvur réðu við það. Niðurstaðan er sú að nýja brumið fer af þessu eins og öðru og þau skipti eru teljandi á fingrum annarrar handar sem við nennum að senda myndir og videó af merkum atburðum familíunnar. Einhvern veginn hef ég tilfinningunni að allri séu dauðfegnir, því lítið er um kvartanir. Með blogginu fylgist maður með ættingjum sem maður hefur annars ekki samband við, svona daglega og finnst mér það vel. Mínir nánustu eru ekki eins duglegir en maður lifir í voninni.
Mest sakna ég þess að fá ekki sendibréf í umslagi með frímerki og alles, svokallaðan löturpóst. Þegar ég er var í Noregi '91 fékk ég sendibréf á hverjum degi, ég var umtölum á görðunum fyrir þessi bréf, en ég eyddi örugglega tveimur tímum á dag í að skrifa og lesa bréf. Þá samdi maður ekki bara eitt bréf og breytti nafni og forwardaði....
þetta er nú orðið meira þruglið og bullið og best að huga að þvotti og fá sér eina perutertusneið frá því í gær.
guð blessi tæknina

laugardagur, október 18, 2003

Það er laugardagskvöld og mig langar á ball............ men det kan ikke la'sig göre, í hvert fald ikke í dag....
Nema hvað þessi dagur er ekki frábrugðinn öðrum dögum hér í okkar einhæfa lífi í Dk. Ég er með heimþrá á háu stigi og finnst dagurinn engan endi taka. Þetta er náttúrulega bara frekja og óhemjugangur að láta það eftir sér að leiðast og vera fúl... maður er elskaður og dáður af sonum og eininmanni, á þak yfir höfuðið, bíl sem er í ökuhæfu ástandi, kvenwood hærivél með öllum fylgihlutum og sjónvarp með aðgangi að 42 stöðvum.... en samt langar mig að fara í Kringluna, í Bónus með mömmu, skella mér í Árbæjarlaugina og spóka mig á appelsínuhúðinni með bumbuna út í loftið, fá mér ódýran ís í Álfheimaísbúðinni og bara vera almennilega kalt.... eða er kannski kaldara hér en í henni Reykjavík??????????'
En þetta fer að styttast.... samkvæmt doktor.is er ég á 26. viku meðgöngunnar og þá eru ekki nema 14 eftir þar af 7 í vinnu og fæðingarorlof frá 5. des............ jíbbí þá get ég látið mér leiðast allan daginn............. nema ég taki ofurástfóstri við Kenwoddinn sem er nú betri en enginn, svona rétt fyrir jólin.
Lauk við þessa líka áhugaverðu bók sem heitir Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð. Finnar eru nú ótrúlega merkilegir... því verður ekki neitað. Mæli með henni. Sko bókinni....
Jæja nú eru synirnir komnir með myndaalbúmin og ætli sé ekki best að gráta svolítið í svuntuhornið yfir myndum frá ísköldum útlegum þar sem íslensk náttúra skartar sínu fegursta og 66° N fá billega auglýsingu..........
Megi ást og friður umlykja ykkur

þriðjudagur, október 14, 2003

Nú er haustfrí í dönskum skólum og bræður því heima þessa dagana. Við höfum svo sem ekkert merkilegt gert annað en að slappa af, eta nammi og góða á tv-ið. 'Ottar Páll er hjá sinni dagmömmu en hann tók frekjukast í morgun sem tók alls 35 mín og 45 sek og er það nýtt met hjá mínum. Aðalástæðan var að hann vildi eta tannkrem sem foreldrarnir gátu ekki samþykkt. Kostaði það mikinn grát og erum við hálf undrandi yfir þrjóskunni sem barnið býr yfir. Hann er greinilega ekki skaplaus blessaður drengurinn.
Svo er mikill undirbúningur vegna afmælis Aðalsteins á fimmtudag. Hann mun bjóða besta vinu sínum Sofus og Jóhanni á Pizza Hut en aðalafmælisveislan verður á mánudaginn þegar drengirnir úr bekknum mæta með tilheyrandi pizzu og kökuáti. Aðasteinn er mikill stemmningsmaður og vill að allt sé sem skemmtilegast og skipulegast. Hann er nú þegar búinn að hanna boðskort og hjóla með það um allar trissur með diggri aðstoð Jóhanns. Hann ætlar að sjálfsögðu að hafa skattejagt, stoppdans, stóladans, spurningakeppni, playstationkeppni og svo videre. Oft er planið svo mikið að enginn tími er til að borða. Annars verður ekki annað sagt um danska krakka en að þeir séu kurteisir og prúðir í afmælum. Alltaf hafa þessi gaurar kommenterað á kökur og annað. ÞEtta er bara velheppnað afmæli sagði einn í fyrra, þessar kökur koma á óvart sagði annar, pizzurnar bragðast mjög vel gæti þú gefið mömmu uppskirftina.... þegar þeir yfirgefa samkvæmið þá þakka þeir ævinlega fyrir sig og hreinlega ljóma eins og sól í heiði. Það er því bara býsna gefandi að halda upp á afmæli Aðasteins.
Í kvöld ætlum við að pukrast við að pakka gjöfum inn og á morgun mun Jóhann gera afmæliskort og ef ég þekki minn mann rétt mun tungan ná alveg upp að enni meðan á þeirri aðgerð stendur.
Ætli sé ekki best að fara að huga að einhverju í matinn.........
Gangið á guðs vegum!

sunnudagur, október 12, 2003

Góðan daginn
Ja,margt er mannanna bölið.... ekki verður meira sagt. Mér finnst ég eiga ofurbágt þar sem ég var ein heima alla helgina og í ofanálag var Jóhann emjandi og stynjandi í alla nótt. Sennilega með hita og vesen en segir samt að ekkert sé að sér. Eftir tveggja tíma hlustun á stunur og andadrátt barnsins gafst ég upp og rauk upp til að athuga hvað þetta væri eiginlega með hann. Það eina sem hann gat sagt var að sér væri doldið illt í kinninni!!!!!!!! Loks náði ég að sonfa kl. 4. Vekur hann þá mig ekki klukkan 5 og segist vera svangur............... mér var allri lokið, hversu mikið átti að leggja á barnshafandi konuna eina í kotinu í þokkabót. Var fátt um svör og hann sendur í bólið með skít og skömm. Næstu tvei klukkutímar fóru í nagandi samviskubit hjá mér og að lokum fór ég fram úr ósofinn með öllu og gaf Jóhanni af Rebildparken að borða. Þá var nú aldeilis komið líf í húsið og allir tilbúnir að takast á við daginn nema kannski húsmóðirn sjálf. Þannig hefur þessi dagur liðið í smáleggingum og hvíldarstudnum með litlum árangri. Og allt þetta lagði ég á mig svo kallinn gæti séð Íslendinga tapa fyrir Þjóðverjum.
Guð blessið land og þjóð

miðvikudagur, október 08, 2003

Í dag liggja mér tvö mál á hjarta. Annars vegar trulofun þeirra Mary og Frederik og hins vegar hundamálið..........
En ég ætla að byrja á Mary og Frede.......
... þegar ég mætti í vinnu í morgun var búið að skeyta kennarastofuna með hjörtum og fánum. Leiðin inn á kennarastofu var merkt með rauðum hjörtum og ef maður elti þau kom maður að sjónvarpi sem var skreytt fánum og kórónum og á stóri skilti stóð "Til lykke Mary og Frederik fra os í Herningvej skole" Á öllum borðum voru fánar og var boðið upp á rúnstykki og köku í tilefni dagsins. Nú svo var komið að því að fyljgast með öll í Tv-inu. KL. 12 á hádegi komu þau skötuhjúin nýtrúlofuðu á svalirnar og nú var mest spennandi að vita hvernig Mary myndi veifa, yrði það konunglegt veif, yrði það vink þar sem lófinn væri vel nýttur eller hvad............. niðurstaðan var heldur groddalegt veif sem bar merki um gleði og taugaspenning. Komu þau 4 sinnum út á svalirnar en Frede sem hefur nú talist til mikilla CasaNova hér í Dk gaf henni ekki einn einasta koss.............. að lokum kyssti hann á höndina .......... hálflélegt fannst mér og samstarfsfólki mínu. En kl. 15:30 var gert hlé á kennarafundi því nú var stóra stundin runnin upp. Blaðamannafundur þar sem kæmi loks í ljós hvort Mary gæti yfirhöfuð talað dönsku. Mary var slánadi fögur og smekkleg og sátu þau nýtrúlofaða kærustuparið með um hálfan metra á milli sín og svöruðu spurningum blaðamanna sem voru nú sumar hverjar fáranlegar. En Mary talaði smá dösnku og alliir á kennarastofunnu brostu og fengu tár í augun. En Mary kaus fremur að svara á ensku og það gerði hún vel, en annað verður að segja um krónprinsinn sem var svo stirður og stressaður og þvöglumæltur að það hálfa hefði verið miklu meira en nóg. Enn lét hann danska áhorfendur bíða eftir kossinum sem aldrei kom.............. ég meina eru þau ekki nýtrúlofuð.... Til samanburðar, var trúlofun Alexöndu og Jóakims, sýnd þar sem ástin og kærleikurinn blasti við. Þau knúsuðust og héldust í hendur og så videre....en ekki Casanóva Frederik....... hann olli mér sem sé vonbrigðum, Mary Donaldson á skilið betri prins en þennan..........

Svo að hundamálunum............. las það í grein í Snnlenska að umhverfisráðuneytið hefið gert athugasemdir við starfshagi hundaræktunarbúsins í Dalmynni. Þar kom skýrt fram að hálfu ráðuneytisins að hver stafsmaður mætti ekki hafi fleiri en 8 hunda í umsjón sinni..........mérr varð hugsað til kennara þar sem engin takmörk eru fyrir hve margir eru í bekk............ mér er spurn.........er ekki eitthvað að í þessu samfélagi???
Guð veri með ykkur og Mary Donaldson

laugardagur, október 04, 2003

Árni Kristjánsson ömmubróðir minn verður jarðsunginn í dag. Honum þakka ég samfylgdina. Það var alltaf gaman í Holti, þegar við Villa fórum í sauðburðinn og nutum þeirra forréttinda að kynnast sveitalífinu eins og það gerist best. Í Holti var einhvern veginn allt önnur stemmning en annars staðar, einhver ólýsanleg hula glaðværðar og umhyggju. Árni var sá eini sem skammaði okkur ef við gerðum ekki rétt og í öll skiptin áttum við það skilið. Ekki voru það harðvítugar skammir heldur frekar áminningar með tilheyrandi fussi og sveii sem fékk mann til að skilja að nú væri nóg komið. Hann vildi líka leiðbeina okkur og við fengum oft að skíra lömbin með honum og hló hann að uppástungum okkar sem sumar voru ansi frumlegar og þær skráði hann ekki í bækurnar. Það að hafa átt frænda eins og Árna er sérstök gæfa. Takk fyrir það.

föstudagur, október 03, 2003

Já pabbi blessaður á afmæli í dag, 1000 afmæliskossar til þín pabbi minn. Vildi ég gæti komið í vöfflur til þín í dag, en það verður að bíða betri tíma.
Friðgeir sem ég kallaði alltaf Frigga (með g en ekki k) í gamla daga þó ég væri frá Akureyri...... til lukku með 34 árin.
Fór á glernámskeiðið í morgun og var bara ansi afkastamikil og svei mér þá bara býsna frjó.
Aðalsteinn kom veikur heim að eigin sögn, en enn hefur ekki fundist meinið en hann er með rauð útstæð eyru og sveittan skalla svo sennilega er hann með einhverja hitavellu.
Jóhann sagði í morgun þegar við vorum að velta því fyrir okkur hvert við fengjum stelpu eða strák, mig langar meira í hund mamma!!!!!!!!!!!!!
Óttar er hress að vanda með kolbláa kúlu á enni.
Mikið er um að vera hjá okkur í fasteignapælingum og kannski gerum við enn eitt tilboðið í dag í Haukalind í Kópavogi.
Úti er rigning og suddi en Hannes bóndi er að moka og djöflast í garðinum eins og vitlaus maður. Hann er að fara til Hamborgar á leikinn í næstu viku og telur niður dagana. Aðalsteinn minn telur líka niður dagana þangað til hann á afmæli þessi elska og svo verður nú prinsinn 2ja þann 26. okt. sem sé mikið um marensbakstur og annað kruðerí hjá mér á næstunni.
Pizzudagur segir Jói og baunagrasið og best að fara að huga að bakstri kvöldsins. Svo er það Stjerne for en aften með tilheyrandi gúmmilaði, en við erum enn að gæða okkur á súkkulaðibirgðum sem mamma sendi okkur á dögunum enda hefði það magn nægt til að opna sjoppu............ já pési bjarna má bara vara sig......

Njótið helgarinnar góðir lesendur og gangið hægt um gleðinnar dyr!
Í guðs friði