Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

þriðjudagur, september 30, 2003

Æ, voðalega er langt á milli blogga hjá manni þessa síðustu daga. Nýjabrumið að fara af þessu eða er það fasteignahugleiðingar mínar sem stela öllum tíma mínum. Já, mikill er andskotinn.......... ég hef gjörsamlega skoðað hverja einustu eign á stór-Reykjavíkursvæðinu sem fyrir finnst á netinu. Gert tilboð og hvað eina, en ekkert keypt ennþá.

Í fyrsta lagi er verðið fremur hátt en því fæ ég ekki breytt heldur verð að sætta mig við það.
Í öðru lagi er til svo mikið af ljótum íbúðum,
Í þriðja lagi er ég með króníska Breiðholtsfóbíu sem ég í aðra röndina skammast mín fyrir en á hinn veginn get ekkert að gert nema að kaupa ekki þar!!!!
Í fjórða lagi er ég að verða einhver Mosógella, sem ég veit ekki hvort er gott eða slæmt
Í fimmta lagi hef ég ekki hugmynd hvar er gott að búa og hvar eru barnvæn svæði
Í sjötta lagi hvernig get ég sannfært manninn minn um það að sjálfvirkur bílskúrsopnari er ekki lausn á öllum húsnæðisvanda......

Annars gengur allt sinn vanagang hér í borg ÁLa. 'Eg er að vinna á fullu alla daga og er svo á glernámskeiði með ömmulegum kellingum á föstudögum sem eru með smörrebröd og saftevand með sér. Hannes er að breyta bílaplaninu, helluleggja og rífa runna. Hér í Dk gerum við meira af því að grisja en gróðursetja. Strákarnir eru frískir og fallegir en Jóhann minn er fremur óþægur í ísl.tímum hjá móður sinni. Veit ekki alveg hvað ég að gera í þeim efnum. Óttar pissar í kopp eins og fínn maður og er ekki orðinn 2ja ára. Hann er ofurduglegur og hvíthærður strákur sem babblar ýmist á dösnku eða íslensku.
Sum sé lífið er dásamlegt..........
Í guðs friði

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home