Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

sunnudagur, september 07, 2003

Sunnudagur svefndrukkinn, pabbi og mamma timbruð.... eins og segir í textanum en við hjónin erum ekki timbruð alla veganna ekki ég, sýnist nú Hannes hálfryðgaður eitthvað eftir leikinn í gær. Guð minn góður, karlmenn geta lifað sig ótrúlega mikið inn í fótbolta. Hér voru þeir kumpánar Þórhallur og Hannes og fóru hamförum yfir leiknum, hrópuðu og kölluðu, blótuðu og bölvuðu svo börn og viðkvæmar konur, á sinni fjórðu meðgöngu, áttu fótum sínum fjör að launa. Er hálf fegnin að hann fer á leikinn í Hamborg og ég verð ekki viðstödd þennan óskapnað.
Aðalsteinn fékk hljómborð í gær og nú hefur öll fjölskyldan glamrað á þetta í tíma og ótíma. Aðalsteinn fundið öll demóin!!! Annars er hér rigning og ég fremur geðill, mér finnst sunnudagurinn oftast erfiðasti dagurinn í vikunni hér í Dk. Þá langar mig til systra minna í kaffi, bústaðinn til mömmu og í vöfflukaffi til pabba. Hér er nú ekki um auðugan garð að gresja hvað ættinga varðar og oftast verður maður bara að baka sínar eigin vöfflur við mismiklar undirtektir fjölskyldunnar.
Hannes er ægilega spenntir eftir að hafa farið í atvinnuviðtal á ráðningastofu í Árósum. Hjá mér vakna blendnar tilfinningar, vissulega skil ég hann vel að vilja vinna hér í Dk og öðlast reynslu en ég er bara á leiðinni heim með mína sístækkandi fjölskyldu. Er alveg tilbúin finnst mér og hef legið á netinu og skoðað fasteignamarkaðinn ofan í kjölinn. En hvað úr verður sker framtíðin ein úr um.... skáldlegt......
Jóhann er með vin sinn í heimsókn sem gisti og alles. Merkilegt hvernig þeir leika sér, fer mest í hnoð og eitthvað tengdu TV og tölvum, það fer nett í pirrurnar á mér.... Aðalsteinn hefur alltaf leikið sér með dót og búið til sinn ævintýraheim... er þetta danska uppeldið eller er maður að missa tökin á þessu öllu........... hvernig verða þá hinir tveir.....
Ég hef ekkert að segja, ekkert að gefa og hreinlega er ekkert skemmtileg.... á þetta ekki að vera skemmtileg lesning... best að beita skapi mínu á einhverju öðru en veraldarvefnum.. t.d kapli í tövlunni eða fasteignaverði á Íslandi
Eigið góðan sunnudag..........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home