Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

mánudagur, september 08, 2003

Hér á bæ vöknuðu allir hressir og endurnærðir eftir langan og góðan svefn. Fór í vinnuna þar sem allt gekk sinn vanagang, grátur og gníst, klögur og kelur.
Aðalsteinn spurði mig í gær hvernig ég væri af heimkvefinu!!! Ég hafði einmitt veri að ræða við hann um heimþrá!!!!! Það var sem sé að renna upp fyrir Aðalsteini syni mínum að hann myndi ekki alltaf búa í Danmörku, að fyrr eða síðar myndum við flytja til Íslands. Honum þótti þetta ekki svo ýkja góð tilhugsun, þar sem allt hans líf er hér, vinir, skóli og hér vill hann vera í sínu örugga umhverfi. Ég skil hann líka, en það hefur aldrei staðið til að verða Danir... ég ætti nú ekki annað eftir. Jóhann minn er til í að flyrja til Íslands svo framalega sem það er stigi í næsta húsnæði sem við búum í... ef það er stigi vill hann búa þar hvort sem það er á Íslandi eða Honalúlú.
Mikið hefur rignt undanfarið og Viktoríuplómurnar alveg að verða tilbúnar. Ég er nú þegar búin að sulta sveskjuplómunum en eplauppskeran var ekki upp á marga fiska í ár.
Á miðvikudaginn förum við í enn einn sónarinn. Það verður gaman, samt erum við ekki búin að gera það upp við okkur hvort við eigum að fá að vita kynið. Hannes er æstur í það en ég vill bíða, finnst það einhvern veginn auka á spenninginn að vita það ekki. Strákur eða stelpa, skiptir engu svo framarlega sem maður á heilbrigð og góð börn. En þó verð ég að viðurkenna að ég yrði ægilega glöð ef ég fengi stelpu, svona til að dúlla mér með, klæða og greiða og svo videre. Reyndar er ég svo heppin að að eiga tvær yndislegar systurdætur sem ég fæ að dekra við öður hverju og það veitég að að Inga mín vonar að ég fái enn einn strákinn svo hún falli nú ekki niður vinsældarlistann. Hannes heldur því fram að strákar séu auðveldari og minna frekir en stelpur, það er nú sjálfsagt misjafnt eins og börnin eru mörg. En vissulega væri gaman að fá enn einn strákinn og halda áfram að vera drottningin í höllinni. Það væri nú ekkert smá krúttlegt að hafa fjóra stráka eins og jólunum!!!!!!
Jæja, nú er það spurningin hvort ég eigi að skella í kökulufsu handa drengjunum eða leggja mig í stundarkorn............ nema ég skelli í eina og leggi mig meðan hún er í ofninum!!! Sennilega besa hugmydnin.
Megi þessi mánudagur færa ykkur gæfu og gegni

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home