Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

miðvikudagur, september 03, 2003

Fallegur dagur í dag í Danmörku. Bjart og fallegt haustveður. Er í eyðu, eins og það kallast, í tvo tíma og skellti mér bara heim til að fá mér í svanginn og skella í svona eins og eina vél í þeirri von að einhver hengi út þvottinn (sbr. blogg Hannesar í gær)
Óttar er í gæstehuset í dag en það er staður sem börnum er komið fyrir á, þegar dagmamman er í fríi eða á kursus... Danir eru nú svo duglegir að fara á kúrsusa að það hálfa væri miklu meira en nóg. Hann var bara borubrattur með sig og kvaddi foreldra sína með kossi og fór svo að sinna sínum skylduverkum s.s. að raða upp dótinu, gefa fóstrunum að dekka úr bollastellinu og leggja bangsann í bólið sitt. Mikilll dugnaðforkur hann Óttar minn Páll sem alltaf er svo þykkur og þjáll!!!
Nú er pabbi búinn að panta sér far um jólin og ég hlakka ægilega til að fá hann, því hann er með betri barnapíum að ég tali nú ekki um skúrari og tiltakari!!!!
Ég skellti diski með Guðrúnu Gunnars á "fóninn", fékk hann í afmælisgjöf. Veit ekki alveg hvað mér finnst um hann. Hún er sem sé að syngja gömul lög Ellýjar Vilhjálms og einhvern veginn finnst mér hún ekkert gera það betur en nokkur annar, er hún með eitthvað spes rödd????
Ég er að spá í hvort einhver lesi bloggið mitt annar en ég og Gunna syst.... ég meina þarf ég að samþykkja að fara inn á aðra eða gerist það sjálfkrafa eller hvad...... mig langar svo að vera memmm.......
En er blogg hk eller kk?!?!?!?? Er bara að spá í þetta, eins og með jógúrtið !!!! sem ég hef alltaf í hk!!!?!?!?!?
Nú er Guðrún alveg að springa á fóninum og ég komin með söngvarahnúta á raddböndin fyrir hennar hönd..... best að skvera bara Kim Larsen á, hann er allaveganna sjáflur löngu kominn með sína eigin hnúta!!!!!!!!!!!!
Guð og gæfan fylgi ykkur!
Þura

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home