Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

þriðjudagur, september 02, 2003

Þetta var nú meiri annadagurinn. Kennsla fram eftir öll, þar sem saman komu íslensk ungmenni sem vart eru mælandi á því ástkæra ylhýra, svo það tók á taugarnar.
Fór svo með Aðalsteini í fyrsta hljómborðstímann sem heppnaðist svona vel, að hann vil endilega selja allt legóið sitt og fjárfesta í hljómborði!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hannes eldaði dýrindismáltíð..... samlokur og franskar ægilega gott og ekki síður hollt. Annars hefur þetta verið dágóður dagar, ég með uppsett hárið og í nýjum óléttufötum.
Það verð ég að segja að dönskum vinnufélögum mínum er ekki mikið annt um útlit sitt. Kellurnar eru gjörsamlega hvítskúraðar í framan og svo púkalegar í jogging og leggins hægri, vinstri. Í þeirra augum er ég sem dragdrottning þar sem ég læt aldrei hanka mig öðruvísi en í nýjunstu sendingunni frá H&M og með andlitsfarða eftir nýjustu tísku, t.d. er það plómuliturinn sem ræður ríkjum í augnmálningu hjá mér um þessar mundir!!!!!!!!!!!!!! Nei í alvöru sagt eru engin takmörk fyrir því hvernig fólk getur verið til fara!!! Þoli ekki þessa týpísku kennaraímynd sem ber láglaunastefnunum utan á sér....
Best að fara að huga að dressi morgundagsins...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home