Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

sunnudagur, september 14, 2003

Þá er upp runninn enn einn sunnudagurinn, bjartur og fagur. Hannes bóndi farinn að helluleggja. Þá er barasta spurning um að setja inn mynd af bóndanum við þessa annars óendanlegu iðju sí­na.
Jóhann mömmulíus er enn slappur og er með sæta hása rödd sem ætlar mann alveg að drepa. Hann hefur löngum verið erfiður við matarborðið og er það með ólíkindum hve lítið hann borðar af kvöldmat nema hann byrji á p, pizza, pasta og pylsur er eitthvað sem prins Jóhann getur sett inn fyrir sínar varir án þess að mögla. Í gær var sem sagt boðið upp á svínakjöt og allskyns grænmeti, rjómasósu og kartöflusalat og guð má vita hvað. Þá segir Jóhann með vanþóknunarsvip: Hvaða dýr er þetta sem er í matinn? Móðirin strýkur af sér svitann eftir eldamennskuna og stynur: Svínakjöt, Jóhann minn. J: Ohhhh, af hverju er aldrei önd í matinn, ég elska önd en hata sví­n!!! Þá veit maður það. Önd og önnur villibráð á borðið fyrir Jóhann.
Bræður voru rétt áðan að læra heima í íslenskubókunum sínum og má segja að bókstafagerð Jóhanns eigi best heima á Jarðskjálftamælingum Íslands.
Óttar Páll var ægilega reiður áðan og spurning hvort hann sé að fá þennan flensuskít líka. En þar sem hann er ekki vanur að fá svona kast var hann bara settur inn í sitt rúm með sinn bangsa og sofnaði hann undireins. Það er því hljótt í húsinu núna það eina sem heyrist eru taktföst hamarshögg bóndans. Svo er maður náttúrlega búin að skella í bollur og eina kökulufsu með kaffinu ef einhver skyldi líta við!!!!!!!!!
Næsta vika er temavika í skólanum og verður bekkurinn minn að vinna með Cirkus - spennandi að sjá hvað Danirnir geta gert úr því
Í dag er ég í gallasmekkbuxum af Gunnu systur, fannst þær bara eitthvað notarlegar. Nema hvað segir þá ekki Aðalsteinn: Mamma af hverju ertu i þessum búningi??? Stuttu seinna segir Hannes: Hvaðer bara Super Marion mætturá svæðið En ég gef mig ekki og er enn í buxunum.......
Guð blessi ykkur á þessum drottinsdegi!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home