Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

fimmtudagur, september 11, 2003

Þá er kominn fimmtudagur og senn líður að helgi. Vanalega á ég frí á föstudögum en þar sem tók mér frí einn fimmtudag til að skvera mér í húsmæðraorlof til Köben á dögunum, verð ég að vinna á morgun. Það drepur nú engann, fjórir tímar.
Við Jóhann skelltum okkur í Fötex áðan og keyptum okkur drömmekage og handværker, fórum svo heim og hituðum okkur vatnskakó að hætti húsmóðurinnar og áttum góða stund saman.
Jóhann virðist sjá það í hyllingum að búa í Grafarholtinu hjá Gunnu og leika sér þar undir stiganum og fá Gunnukex í lange baner, ekki amaleg sýn það.
Annas er maður harmi sleginn yfir morðinu á utanríkisráðherra Svía sem dó af sárum sínum í nótt. Hvílík grimmd og mannvonska, og það meira að segja í Svíþjóð!!!!!
Um daginn kom bréf heim með Aðalsteini um að hann nýtti tímann ekki nógu vel og hafði orðið lítið úr verki í sögutímanaum. Hann fékk auðvitað tiltal frá foreldrum sínum. Þá kom upp úr dúrnum að honum leiðist að skrifa sögur eftir ákveðnum myndum, því hann vill sjálfur ákveða um hvað sínar sögur fjalla. Hann þarf alltaf að gera hlutina aðeins öðruvísi en ætlast er til.... merkilegt.......... svo tók það hann tvo daga að sýna okkur bréfið meðan Jóhann bróðir hans er ekki kominn úr skónum þegar hann dregur upp skilaboð og heimalærdóm sem hann vill gera bæði vel og vandlega. Skyldi þetta hafa eitthvað með stjörnumerkin að gera. Hin skipulagða meyja og hin værukæra vog sem veit aldrei í hvorn fótinn hún á að stíga....
En svo er Jóhann minn erfiðasti nemandinn í íslenskunni hjá móður sinni, vill alltaf sitja í kennarastólnum, skrifa á töflun og kyssa mig og kremja!!!!!! En gerir ekkert af því sem ég bið hann um. Aðalsteinn situr hins vegar prúður og stillur og mælir ekki orð af vörum, en verður þó lítið úr verki. Hann er víst lika búin að fá áminningu frá íslensku kennaranum og spurning um hvernig pabbinn bregst við því. Af þessari reynslu minni mæli ég ekki með því að foreldrar kenni börnum sínum.
Nú er bræður sestir við heimalærdóm og best að huga að þeim. Hannes er að verja verkefnið á námskeiðinu og svei mér þá ef það er ekki komin kaka við rass hjá þeim yngsta............ sem sé nóg að gera á þessum bæ.
Megi guð og góðar vættir geyma ykkur!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home