Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

föstudagur, september 12, 2003

Þá er það enn einn föstudagurinn. Jóhann krúttmoli og sætibus er lasinn í dag. Með hitavellu og hæsi. Aðalsteinn átti nú erfitt með að trúa þessu og dró það mjög í efa að hann væri ekki fær um að fara í skólann. En niðurstaðan var sú að Jóhann var heima með pabba sínum, fékk appelsín og súkkulaði meðan Aðalsteinn er sveittur í dramcenter borgarinnar að æfa Snædrottninguna þar sem hann gegnir hlutverki senetekniker eða sviðsmanns.
Ég fór í skólann og sló í gegn sem teiknari og bjó til alls kyns orðakort með si og sø, við mikla lukku nemenda og samkennara. Já, manni er svo margt til lista lagt eða þannig.
Í dag er okkur hjónum boðið í opnun á veitingastaðnum Kærs Kærlighed sem er í eigu þeirra sómahjóna Jónínu Ólsen júdókonu og Koráðs Stefánsson, sem er ættaður frá Vopnafirði en hann getur svo sem ekkert að því gert. Maður mun því bregða sér í betri buxurnar, setja upp hárið og skella sér í hælana. Ég hlakka bara til, alltaf gaman að fara á meðal fólks, sýna sig og sjá aðra.
Á miðvikudaginn varð ég fyrir því láni að vinna í Happdrætti Háskólans einar 15 þúsund krónur. Gleði mín var óstjórnleg en ég get ekki annað en þakkað sjálfri mér því þegar ég var búnin að kaupa þennan blessaða miða í ein tíu ár án þess að fá svo mikið sem 10 kall þá lét ég það eftir mér að hringja í HHÍ og ræða það við símadömuna að ég fengi bara aldei vinning á þennan miða og viti menn tveimur mánuðum seinna fæ ég minn fyrsta vinning og nú er það svo að ég fæ vinning nær tvisvar á ári, en þó aldrei meira en 15 þúsund í einu. Því segi ég bara það, það er um að gera að trúa símadömunni fyrir vandræðum sínum............ Það margborgar sig
Megi guð og allar símadömu landsins vera ykkur hjálplegar í Lottói helgarinnar!!!!!!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home