Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

fimmtudagur, september 04, 2003

Enn einn fallegur dagur í Danaveldi, já 23 gráður á selsíus, hægur vindur og heiðskýrt.... já maður er sko góður í veðurskeytunum enda ekki dóttir pabba míns fyrir ekki neitt. 'Eg er ægilega lukkuleg að vera komin inn sem linkur hjá Silju frænku, finnst eins og ég sé komin inn á öll heimili ættarinnar.
Annars var þetta ósköp venjulegur dagur í vinnunni. Reyndar undra ég mig oft á kennsluaðferðum Danans. Þeir eru svo rólegir í tíðinni og leggja svo mikið upp úr félagslegum tengslum og umræðum að manni verður stundum alveg illt. Eins eru þeir ekki alveg með lestrarkennsluna á hreinu enda ekkert athugunarvert við það þótt börn kunni ekki að lesa 12 ára.... þetta kemur allt með tímanum. En þau geta rætt og spjallað endalaust um allt og ekkert, sem getur auðvitað verið gott en öllu má nú ofgera. Þetta minnir mig á þegar Óttar systursonur minn var sendur í heimspekiskólann.... ó mæ gooooddd, hvað maður var þreyttur á spurningum hans og vangaveltum, strögli og rökræðum.......
Svo er fullt starf að vera foreldri hér í Danmörku, í gær var t.d. fællesspisning í Dúsnum (skólavistun) hjá Jóhanni þar sem fólk kom með sitt liverpåstæj og aðra danska rétti og át og drakk öl. Öll hin skemmtilegasta samkoma. Svo er það leikrit hjá Aðalsteini á næstunni og fundur í skólanum og fótboltanum og og og og. VIð tökum þátt í þessu öllu með glöðu geði enda ekkert of góð til þess. Stundum undra ég mig á því að þegar ég var í kennslunni heima mættu kannski helmingur af foreldrum á fundi ef það náði þá því. Hér mæta allir og kaupa sér öl og spjalla um það tímunum saman hvort afmælisgjafirnar eigi að kosta 25 kr. eða 30 kr. í ár....
Ætli það sé ekki komið nóg af rugli í dag og best að skella í uppáhaldsmat dengjanna af Rebildparken HRÍSGRJÓNAGRAUT.......
Gangið á guðs vegum

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home