Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

sunnudagur, september 21, 2003

Dagurinn hófst með þvíliku þrumuveðri, rigningu og eldingum og við kúrðum frameftir eins og kallað er hér á bæ eða til kl. 8:30 að staðartíma.
Eftir staðgóðan morgunverð hófst frúin handa við að klippa alla sveina á bænum og gekk það vonum framar. Þó Hannes og Aðaslsteinn séu kannski frekar erfiðir kúnnar vegna sérvisku sinnar. 'Ottar er alsæll með nýju klippinguna og er krútt aldarinnar. Nú þá tók við sultugerð úr jarðarberjum sem Rósa vinkona hafði haft í frysti en rekið sig í takkann og berin þiðin og úr þeim varð gera einhvern andsk. og gekk ég í það eins og hvert annað skítverk. Varð úr þessi líka dýsæta og góða jarðarberjarsulta. En Rósa kom með fleira úr frystinum, lambalæri sem við elduðum í gær og 1,5 kg af hakki sem við hjónin sameinuðumst í að búa til bollur úr. Hér er því fullt hús matar.

Gunna syst á afmæli og til hamingju með það. Afmælisgjöfin frá mér sló í gegn eins og vanalega og skilst mér að hún skarti henni í dag í bústaðnum hjá mömmu þar sem afmælisveislan verður haldin að þessu sinni. Í dag eru líka 6 ár síðan Jóhann var skírður við hátíðlega athöfn í Háteigskikju og Abba ömmusystir mín er 95 ára í dag. Merkilegur dagur, ekki satt!!!!!!!

Nú er ætlunin að skella sér í bíltúr, jafnvel spælsa í ís og sonna......

Hef verið að láta mig dreyma um íbúð í Kópavoginum með 5 herbergum og alles, en hvað verður úr því veit ég ekki. En það kostar ekkert að láta sig dreyma þó svipurinn á bónda mínum gefi annað til kynna þegar ég fer á flug.......

Guðsblessun á alla betri bæi og eins þá sem verri eru!!!!!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home