Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

þriðjudagur, september 16, 2003

Í dag er með eindæmum gott veður og svoleiðis ætla strákarnir á dönsku veðurstofunni að hafa það næstu daga.
Í gær kom stórbóndinn Stefán Stefánsson af Æsustöðum frá Íslandi og fékk hann að liggja á dýnu á gólfinu í stofunni þar sem rúm þeirra bræðra eru ekki nokkum manni bjóðandi. Nema hvað að hann kom færandi hendi með þvílíkt magn af sælgæti að annað eins hefur varla sést hér á bæ nema eftir skreiðartúra til Þýskalands. Halla kona hans hafði lagt honum línurnar með innkaup á nammi og hafði hún greinilega húsmóðurina í huga. Kúlur sem kallast Djúpur er eitthvað sem við höfðum ekki smakkað áður og verðum við að gefa því nammi okkar bestu meðmæli. Íslendingar eru sérfræðingar í að búa til nammi svei mér þá. Höfum við hjónin etið svo mikið að melting okkar er afar virk og kemur sér vel að hafa tvo klósett í húsinu.
Ég er stundum að spá í það, þegar við verðum orðin sex í familíunni, þá er sko aldeilis þröf á a.m.k. tveimur wc-um. Bræður hafa nefnilega komið sér upp þeim (ó)sið að lesa Andrés Önd á klóinu og getur athöfnin því tekið allt að klukkutíma ef því er að skipta. Reynir það oft á þolinmæði foreldranna en það keyrði um þverbak þegar Aðalsteinn, frumburðurinn og solt foreldra sinna, fór að lesa Andrés í baðinu líka, sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema fyrir það að hálft blaðið var ofan í vatninu án þess hann tæki eftir því!!!!!! Andrésblöð þeirra bræðra eru því ansi þykk og bylgjótt og fara einkar illa í hillu, því þau virðast aldrei rata þangað, bara á baðgólfið og undir kodda!!!!!!!! Já margt er mannanna bölið.
Svo hef ég líka verið að velta því fyrir mér að heimili þar sem eingöngu eru synir hljóta að hafa hærri matarreikning þegar fram í sækir, því hver hefur ekki séð hálffullorðna menn með stór nef, langa arma og feitt hár háma í sig 18 tommu pizzu á nótæm.....
Það er best að fara að leggja fyrir strax!!!!
Guð og gæfan fylgi ykkur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home