Æ, voðalega er langt á milli blogga hjá manni þessa síðustu daga. Nýjabrumið að fara af þessu eða er það fasteignahugleiðingar mínar sem stela öllum tíma mínum. Já, mikill er andskotinn.......... ég hef gjörsamlega skoðað hverja einustu eign á stór-Reykjavíkursvæðinu sem fyrir finnst á netinu. Gert tilboð og hvað eina, en ekkert keypt ennþá.
Í fyrsta lagi er verðið fremur hátt en því fæ ég ekki breytt heldur verð að sætta mig við það.
Í öðru lagi er til svo mikið af ljótum íbúðum,
Í þriðja lagi er ég með króníska Breiðholtsfóbíu sem ég í aðra röndina skammast mín fyrir en á hinn veginn get ekkert að gert nema að kaupa ekki þar!!!!
Í fjórða lagi er ég að verða einhver Mosógella, sem ég veit ekki hvort er gott eða slæmt
Í fimmta lagi hef ég ekki hugmynd hvar er gott að búa og hvar eru barnvæn svæði
Í sjötta lagi hvernig get ég sannfært manninn minn um það að sjálfvirkur bílskúrsopnari er ekki lausn á öllum húsnæðisvanda......
Annars gengur allt sinn vanagang hér í borg ÁLa. 'Eg er að vinna á fullu alla daga og er svo á glernámskeiði með ömmulegum kellingum á föstudögum sem eru með smörrebröd og saftevand með sér. Hannes er að breyta bílaplaninu, helluleggja og rífa runna. Hér í Dk gerum við meira af því að grisja en gróðursetja. Strákarnir eru frískir og fallegir en Jóhann minn er fremur óþægur í ísl.tímum hjá móður sinni. Veit ekki alveg hvað ég að gera í þeim efnum. Óttar pissar í kopp eins og fínn maður og er ekki orðinn 2ja ára. Hann er ofurduglegur og hvíthærður strákur sem babblar ýmist á dösnku eða íslensku.
Sum sé lífið er dásamlegt..........
Í guðs friði
Háfleygt úr Hafnarfirðinum
Vangaveltur og veruleiki
þriðjudagur, september 30, 2003
fimmtudagur, september 25, 2003
Jæja, þá eru þau skötuhjú Frederik og Mary búin að tilkynna það að þau ætli að tilkynna trúlofun sína 8. október og tilkynna þá í leiðinni hvenær brúðkaup þeirra verður. Þungi fargi er af mér létt þar sem ég hef haft samúð með Marý og Frederik síðustu árin. Þau mega helst ekki sjást opinberlega saman, ekki haldast í hendur eða ganga samsíða og þaðan að síður kyssast. Hvers konar tilhugalíf er það eiginlega???? Nema hvað að Frederik (meiri dóninn) gat ekki setið á sér um daginn þegar hann var staddur í heimalandi Mary og hreinlega lét einn koss flakka beint á kinnina á Mary. Þetta var blaðamáli í Danmörku í marga daga og sýnt aftur og aftur í sjónvarpinu, hægt og hratt og frá öllum vinklum. Frede var þá að koma úr siglingu og hafi ekki séð unnustu sína í nokkra dag og greinlega alveg að fara á límungunum af greddu. Margrét Þórhildur boðaði til blaðamannafundar í Frakklandi af þessu tilefni og sagði á eins loðinn hátt og unnt var að hún væri sátt við vinkonu Frederiks.
Nú er sem sé Frederik að súpa seyðið a þessari greddu og ætlar að opinbera með Mary. En af myndum af dæma er hann bara sáttur og ástralskar stúlkur grænar af öfund að prinsinn frá hjara veraldar skuli koma á hvíta hestinu til Mary.
Undanfarið hafa fréttatímar sjónvarpsins farið í að sýna myndir frá uppvesti Frederik og hann er bara sá lummulegasti og svo er það sýnt aftur og aftur þegar hann mismælti sig og stamaði og klægjaði í punginn þegar hann var 18 og svo videre.......... hann á samúð mína alla þrátt fyrir glamúr og villt líf. Erfiðar er hins vegar að sýna frá uppvexti Mary þar sem hún er bara ósköp venjuleg pía, en þó hafa verið degnar myndir frá skólaárum hennar og viðtöl tekin við gamla kennara sem þykjast muna eftir henni!!!! Nú svo hafa þær byggingar þar sem hún hefur stigið fæti sínum inn, verið sýndar í bak og fyrir og svei mér þá rætt við kaffikonuna á síðasta vinnustað hennar.
Stríð og ofbeldi, morð og nauðganir fá engan tíma í fréttatímum snónvarps, nú er það brúðkaup Krónpinsins sem fyllir alla fjölmiðla, og ég verð bara að viðurkenna að ég nýt þess.
Megi góður guð blessa samband Frederiks og Mary um ókomna tíð og þeim verða margra barna auðið eins og okkur hjónunum af Rebildparkan.
sunnudagur, september 21, 2003
Dagurinn hófst með þvíliku þrumuveðri, rigningu og eldingum og við kúrðum frameftir eins og kallað er hér á bæ eða til kl. 8:30 að staðartíma.
Eftir staðgóðan morgunverð hófst frúin handa við að klippa alla sveina á bænum og gekk það vonum framar. Þó Hannes og Aðaslsteinn séu kannski frekar erfiðir kúnnar vegna sérvisku sinnar. 'Ottar er alsæll með nýju klippinguna og er krútt aldarinnar. Nú þá tók við sultugerð úr jarðarberjum sem Rósa vinkona hafði haft í frysti en rekið sig í takkann og berin þiðin og úr þeim varð gera einhvern andsk. og gekk ég í það eins og hvert annað skítverk. Varð úr þessi líka dýsæta og góða jarðarberjarsulta. En Rósa kom með fleira úr frystinum, lambalæri sem við elduðum í gær og 1,5 kg af hakki sem við hjónin sameinuðumst í að búa til bollur úr. Hér er því fullt hús matar.
Gunna syst á afmæli og til hamingju með það. Afmælisgjöfin frá mér sló í gegn eins og vanalega og skilst mér að hún skarti henni í dag í bústaðnum hjá mömmu þar sem afmælisveislan verður haldin að þessu sinni. Í dag eru líka 6 ár síðan Jóhann var skírður við hátíðlega athöfn í Háteigskikju og Abba ömmusystir mín er 95 ára í dag. Merkilegur dagur, ekki satt!!!!!!!
Nú er ætlunin að skella sér í bíltúr, jafnvel spælsa í ís og sonna......
Hef verið að láta mig dreyma um íbúð í Kópavoginum með 5 herbergum og alles, en hvað verður úr því veit ég ekki. En það kostar ekkert að láta sig dreyma þó svipurinn á bónda mínum gefi annað til kynna þegar ég fer á flug.......
Guðsblessun á alla betri bæi og eins þá sem verri eru!!!!!!!!!!
fimmtudagur, september 18, 2003
Í dag er ég hás
í dag er ég heima
í dag er ég ljót og leiðinleg
í dag ætla ég ekkert að blogga
... af neinu viti...
Gangið á guðs vegum!!
þriðjudagur, september 16, 2003
Í dag er með eindæmum gott veður og svoleiðis ætla strákarnir á dönsku veðurstofunni að hafa það næstu daga.
Í gær kom stórbóndinn Stefán Stefánsson af Æsustöðum frá Íslandi og fékk hann að liggja á dýnu á gólfinu í stofunni þar sem rúm þeirra bræðra eru ekki nokkum manni bjóðandi. Nema hvað að hann kom færandi hendi með þvílíkt magn af sælgæti að annað eins hefur varla sést hér á bæ nema eftir skreiðartúra til Þýskalands. Halla kona hans hafði lagt honum línurnar með innkaup á nammi og hafði hún greinilega húsmóðurina í huga. Kúlur sem kallast Djúpur er eitthvað sem við höfðum ekki smakkað áður og verðum við að gefa því nammi okkar bestu meðmæli. Íslendingar eru sérfræðingar í að búa til nammi svei mér þá. Höfum við hjónin etið svo mikið að melting okkar er afar virk og kemur sér vel að hafa tvo klósett í húsinu.
Ég er stundum að spá í það, þegar við verðum orðin sex í familíunni, þá er sko aldeilis þröf á a.m.k. tveimur wc-um. Bræður hafa nefnilega komið sér upp þeim (ó)sið að lesa Andrés Önd á klóinu og getur athöfnin því tekið allt að klukkutíma ef því er að skipta. Reynir það oft á þolinmæði foreldranna en það keyrði um þverbak þegar Aðalsteinn, frumburðurinn og solt foreldra sinna, fór að lesa Andrés í baðinu líka, sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema fyrir það að hálft blaðið var ofan í vatninu án þess hann tæki eftir því!!!!!! Andrésblöð þeirra bræðra eru því ansi þykk og bylgjótt og fara einkar illa í hillu, því þau virðast aldrei rata þangað, bara á baðgólfið og undir kodda!!!!!!!! Já margt er mannanna bölið.
Svo hef ég líka verið að velta því fyrir mér að heimili þar sem eingöngu eru synir hljóta að hafa hærri matarreikning þegar fram í sækir, því hver hefur ekki séð hálffullorðna menn með stór nef, langa arma og feitt hár háma í sig 18 tommu pizzu á nótæm.....
Það er best að fara að leggja fyrir strax!!!!
Guð og gæfan fylgi ykkur
sunnudagur, september 14, 2003
Þá er upp runninn enn einn sunnudagurinn, bjartur og fagur. Hannes bóndi farinn að helluleggja. Þá er barasta spurning um að setja inn mynd af bóndanum við þessa annars óendanlegu iðju sína.
Jóhann mömmulíus er enn slappur og er með sæta hása rödd sem ætlar mann alveg að drepa. Hann hefur löngum verið erfiður við matarborðið og er það með ólíkindum hve lítið hann borðar af kvöldmat nema hann byrji á p, pizza, pasta og pylsur er eitthvað sem prins Jóhann getur sett inn fyrir sínar varir án þess að mögla. Í gær var sem sagt boðið upp á svínakjöt og allskyns grænmeti, rjómasósu og kartöflusalat og guð má vita hvað. Þá segir Jóhann með vanþóknunarsvip: Hvaða dýr er þetta sem er í matinn? Móðirin strýkur af sér svitann eftir eldamennskuna og stynur: Svínakjöt, Jóhann minn. J: Ohhhh, af hverju er aldrei önd í matinn, ég elska önd en hata svín!!! Þá veit maður það. Önd og önnur villibráð á borðið fyrir Jóhann.
Bræður voru rétt áðan að læra heima í íslenskubókunum sínum og má segja að bókstafagerð Jóhanns eigi best heima á Jarðskjálftamælingum Íslands.
Óttar Páll var ægilega reiður áðan og spurning hvort hann sé að fá þennan flensuskít líka. En þar sem hann er ekki vanur að fá svona kast var hann bara settur inn í sitt rúm með sinn bangsa og sofnaði hann undireins. Það er því hljótt í húsinu núna það eina sem heyrist eru taktföst hamarshögg bóndans. Svo er maður náttúrlega búin að skella í bollur og eina kökulufsu með kaffinu ef einhver skyldi líta við!!!!!!!!!
Næsta vika er temavika í skólanum og verður bekkurinn minn að vinna með Cirkus - spennandi að sjá hvað Danirnir geta gert úr því
Í dag er ég í gallasmekkbuxum af Gunnu systur, fannst þær bara eitthvað notarlegar. Nema hvað segir þá ekki Aðalsteinn: Mamma af hverju ertu i þessum búningi??? Stuttu seinna segir Hannes: Hvaðer bara Super Marion mætturá svæðið En ég gef mig ekki og er enn í buxunum.......
Guð blessi ykkur á þessum drottinsdegi!
föstudagur, september 12, 2003
Þá er það enn einn föstudagurinn. Jóhann krúttmoli og sætibus er lasinn í dag. Með hitavellu og hæsi. Aðalsteinn átti nú erfitt með að trúa þessu og dró það mjög í efa að hann væri ekki fær um að fara í skólann. En niðurstaðan var sú að Jóhann var heima með pabba sínum, fékk appelsín og súkkulaði meðan Aðalsteinn er sveittur í dramcenter borgarinnar að æfa Snædrottninguna þar sem hann gegnir hlutverki senetekniker eða sviðsmanns.
Ég fór í skólann og sló í gegn sem teiknari og bjó til alls kyns orðakort með si og sø, við mikla lukku nemenda og samkennara. Já, manni er svo margt til lista lagt eða þannig.
Í dag er okkur hjónum boðið í opnun á veitingastaðnum Kærs Kærlighed sem er í eigu þeirra sómahjóna Jónínu Ólsen júdókonu og Koráðs Stefánsson, sem er ættaður frá Vopnafirði en hann getur svo sem ekkert að því gert. Maður mun því bregða sér í betri buxurnar, setja upp hárið og skella sér í hælana. Ég hlakka bara til, alltaf gaman að fara á meðal fólks, sýna sig og sjá aðra.
Á miðvikudaginn varð ég fyrir því láni að vinna í Happdrætti Háskólans einar 15 þúsund krónur. Gleði mín var óstjórnleg en ég get ekki annað en þakkað sjálfri mér því þegar ég var búnin að kaupa þennan blessaða miða í ein tíu ár án þess að fá svo mikið sem 10 kall þá lét ég það eftir mér að hringja í HHÍ og ræða það við símadömuna að ég fengi bara aldei vinning á þennan miða og viti menn tveimur mánuðum seinna fæ ég minn fyrsta vinning og nú er það svo að ég fæ vinning nær tvisvar á ári, en þó aldrei meira en 15 þúsund í einu. Því segi ég bara það, það er um að gera að trúa símadömunni fyrir vandræðum sínum............ Það margborgar sig
Megi guð og allar símadömu landsins vera ykkur hjálplegar í Lottói helgarinnar!!!!!!!!!!!
fimmtudagur, september 11, 2003
Þá er kominn fimmtudagur og senn líður að helgi. Vanalega á ég frí á föstudögum en þar sem tók mér frí einn fimmtudag til að skvera mér í húsmæðraorlof til Köben á dögunum, verð ég að vinna á morgun. Það drepur nú engann, fjórir tímar.
Við Jóhann skelltum okkur í Fötex áðan og keyptum okkur drömmekage og handværker, fórum svo heim og hituðum okkur vatnskakó að hætti húsmóðurinnar og áttum góða stund saman.
Jóhann virðist sjá það í hyllingum að búa í Grafarholtinu hjá Gunnu og leika sér þar undir stiganum og fá Gunnukex í lange baner, ekki amaleg sýn það.
Annas er maður harmi sleginn yfir morðinu á utanríkisráðherra Svía sem dó af sárum sínum í nótt. Hvílík grimmd og mannvonska, og það meira að segja í Svíþjóð!!!!!
Um daginn kom bréf heim með Aðalsteini um að hann nýtti tímann ekki nógu vel og hafði orðið lítið úr verki í sögutímanaum. Hann fékk auðvitað tiltal frá foreldrum sínum. Þá kom upp úr dúrnum að honum leiðist að skrifa sögur eftir ákveðnum myndum, því hann vill sjálfur ákveða um hvað sínar sögur fjalla. Hann þarf alltaf að gera hlutina aðeins öðruvísi en ætlast er til.... merkilegt.......... svo tók það hann tvo daga að sýna okkur bréfið meðan Jóhann bróðir hans er ekki kominn úr skónum þegar hann dregur upp skilaboð og heimalærdóm sem hann vill gera bæði vel og vandlega. Skyldi þetta hafa eitthvað með stjörnumerkin að gera. Hin skipulagða meyja og hin værukæra vog sem veit aldrei í hvorn fótinn hún á að stíga....
En svo er Jóhann minn erfiðasti nemandinn í íslenskunni hjá móður sinni, vill alltaf sitja í kennarastólnum, skrifa á töflun og kyssa mig og kremja!!!!!! En gerir ekkert af því sem ég bið hann um. Aðalsteinn situr hins vegar prúður og stillur og mælir ekki orð af vörum, en verður þó lítið úr verki. Hann er víst lika búin að fá áminningu frá íslensku kennaranum og spurning um hvernig pabbinn bregst við því. Af þessari reynslu minni mæli ég ekki með því að foreldrar kenni börnum sínum.
Nú er bræður sestir við heimalærdóm og best að huga að þeim. Hannes er að verja verkefnið á námskeiðinu og svei mér þá ef það er ekki komin kaka við rass hjá þeim yngsta............ sem sé nóg að gera á þessum bæ.
Megi guð og góðar vættir geyma ykkur!!
þriðjudagur, september 09, 2003
Þriðjudagur til þrautar.... og þó
Bara nokkuð góður dagur sem endaði með hamborgaraveislu húsbóndans með kokteilsósu und alles.
Aðalsteini fer mjög fram í tónlistarnámi sínu komin með rythma og alles, foxtrokt tempo 100 bara nokkuð gott hjá mínum.
Mikið fjallað í fjölmiðjum um tvangektaskab, sem sé þegar múslima stúlkur eru gefna öðrum múslinum ungar að aldri hér í Dk og þær leita á náðir félagsmálastofnana og löggunnar. Aumingja stelpurnar, sumar hafa verið drepnar vegna þess að þær hafa sært fjölskylduna með því að vera orðnar of danskar.......... sumar eru fæddar hér og uppaldar... nema hva???..... vekur upp hjá manni vanþóknun á múslimskum karlmönnum, mér er skítsama um þeirra kultúr, hefðir og siði... þetta er bara kúgun og ofbeldi af verstu gerð.............
Guð veri með ykkur!!!!!!!!!!!!
mánudagur, september 08, 2003
Hér á bæ vöknuðu allir hressir og endurnærðir eftir langan og góðan svefn. Fór í vinnuna þar sem allt gekk sinn vanagang, grátur og gníst, klögur og kelur.
Aðalsteinn spurði mig í gær hvernig ég væri af heimkvefinu!!! Ég hafði einmitt veri að ræða við hann um heimþrá!!!!! Það var sem sé að renna upp fyrir Aðalsteini syni mínum að hann myndi ekki alltaf búa í Danmörku, að fyrr eða síðar myndum við flytja til Íslands. Honum þótti þetta ekki svo ýkja góð tilhugsun, þar sem allt hans líf er hér, vinir, skóli og hér vill hann vera í sínu örugga umhverfi. Ég skil hann líka, en það hefur aldrei staðið til að verða Danir... ég ætti nú ekki annað eftir. Jóhann minn er til í að flyrja til Íslands svo framalega sem það er stigi í næsta húsnæði sem við búum í... ef það er stigi vill hann búa þar hvort sem það er á Íslandi eða Honalúlú.
Mikið hefur rignt undanfarið og Viktoríuplómurnar alveg að verða tilbúnar. Ég er nú þegar búin að sulta sveskjuplómunum en eplauppskeran var ekki upp á marga fiska í ár.
Á miðvikudaginn förum við í enn einn sónarinn. Það verður gaman, samt erum við ekki búin að gera það upp við okkur hvort við eigum að fá að vita kynið. Hannes er æstur í það en ég vill bíða, finnst það einhvern veginn auka á spenninginn að vita það ekki. Strákur eða stelpa, skiptir engu svo framarlega sem maður á heilbrigð og góð börn. En þó verð ég að viðurkenna að ég yrði ægilega glöð ef ég fengi stelpu, svona til að dúlla mér með, klæða og greiða og svo videre. Reyndar er ég svo heppin að að eiga tvær yndislegar systurdætur sem ég fæ að dekra við öður hverju og það veitég að að Inga mín vonar að ég fái enn einn strákinn svo hún falli nú ekki niður vinsældarlistann. Hannes heldur því fram að strákar séu auðveldari og minna frekir en stelpur, það er nú sjálfsagt misjafnt eins og börnin eru mörg. En vissulega væri gaman að fá enn einn strákinn og halda áfram að vera drottningin í höllinni. Það væri nú ekkert smá krúttlegt að hafa fjóra stráka eins og jólunum!!!!!!
Jæja, nú er það spurningin hvort ég eigi að skella í kökulufsu handa drengjunum eða leggja mig í stundarkorn............ nema ég skelli í eina og leggi mig meðan hún er í ofninum!!! Sennilega besa hugmydnin.
Megi þessi mánudagur færa ykkur gæfu og gegni
sunnudagur, september 07, 2003
Sunnudagur svefndrukkinn, pabbi og mamma timbruð.... eins og segir í textanum en við hjónin erum ekki timbruð alla veganna ekki ég, sýnist nú Hannes hálfryðgaður eitthvað eftir leikinn í gær. Guð minn góður, karlmenn geta lifað sig ótrúlega mikið inn í fótbolta. Hér voru þeir kumpánar Þórhallur og Hannes og fóru hamförum yfir leiknum, hrópuðu og kölluðu, blótuðu og bölvuðu svo börn og viðkvæmar konur, á sinni fjórðu meðgöngu, áttu fótum sínum fjör að launa. Er hálf fegnin að hann fer á leikinn í Hamborg og ég verð ekki viðstödd þennan óskapnað.
Aðalsteinn fékk hljómborð í gær og nú hefur öll fjölskyldan glamrað á þetta í tíma og ótíma. Aðalsteinn fundið öll demóin!!! Annars er hér rigning og ég fremur geðill, mér finnst sunnudagurinn oftast erfiðasti dagurinn í vikunni hér í Dk. Þá langar mig til systra minna í kaffi, bústaðinn til mömmu og í vöfflukaffi til pabba. Hér er nú ekki um auðugan garð að gresja hvað ættinga varðar og oftast verður maður bara að baka sínar eigin vöfflur við mismiklar undirtektir fjölskyldunnar.
Hannes er ægilega spenntir eftir að hafa farið í atvinnuviðtal á ráðningastofu í Árósum. Hjá mér vakna blendnar tilfinningar, vissulega skil ég hann vel að vilja vinna hér í Dk og öðlast reynslu en ég er bara á leiðinni heim með mína sístækkandi fjölskyldu. Er alveg tilbúin finnst mér og hef legið á netinu og skoðað fasteignamarkaðinn ofan í kjölinn. En hvað úr verður sker framtíðin ein úr um.... skáldlegt......
Jóhann er með vin sinn í heimsókn sem gisti og alles. Merkilegt hvernig þeir leika sér, fer mest í hnoð og eitthvað tengdu TV og tölvum, það fer nett í pirrurnar á mér.... Aðalsteinn hefur alltaf leikið sér með dót og búið til sinn ævintýraheim... er þetta danska uppeldið eller er maður að missa tökin á þessu öllu........... hvernig verða þá hinir tveir.....
Ég hef ekkert að segja, ekkert að gefa og hreinlega er ekkert skemmtileg.... á þetta ekki að vera skemmtileg lesning... best að beita skapi mínu á einhverju öðru en veraldarvefnum.. t.d kapli í tövlunni eða fasteignaverði á Íslandi
Eigið góðan sunnudag..........
fimmtudagur, september 04, 2003
Enn einn fallegur dagur í Danaveldi, já 23 gráður á selsíus, hægur vindur og heiðskýrt.... já maður er sko góður í veðurskeytunum enda ekki dóttir pabba míns fyrir ekki neitt. 'Eg er ægilega lukkuleg að vera komin inn sem linkur hjá Silju frænku, finnst eins og ég sé komin inn á öll heimili ættarinnar.
Annars var þetta ósköp venjulegur dagur í vinnunni. Reyndar undra ég mig oft á kennsluaðferðum Danans. Þeir eru svo rólegir í tíðinni og leggja svo mikið upp úr félagslegum tengslum og umræðum að manni verður stundum alveg illt. Eins eru þeir ekki alveg með lestrarkennsluna á hreinu enda ekkert athugunarvert við það þótt börn kunni ekki að lesa 12 ára.... þetta kemur allt með tímanum. En þau geta rætt og spjallað endalaust um allt og ekkert, sem getur auðvitað verið gott en öllu má nú ofgera. Þetta minnir mig á þegar Óttar systursonur minn var sendur í heimspekiskólann.... ó mæ gooooddd, hvað maður var þreyttur á spurningum hans og vangaveltum, strögli og rökræðum.......
Svo er fullt starf að vera foreldri hér í Danmörku, í gær var t.d. fællesspisning í Dúsnum (skólavistun) hjá Jóhanni þar sem fólk kom með sitt liverpåstæj og aðra danska rétti og át og drakk öl. Öll hin skemmtilegasta samkoma. Svo er það leikrit hjá Aðalsteini á næstunni og fundur í skólanum og fótboltanum og og og og. VIð tökum þátt í þessu öllu með glöðu geði enda ekkert of góð til þess. Stundum undra ég mig á því að þegar ég var í kennslunni heima mættu kannski helmingur af foreldrum á fundi ef það náði þá því. Hér mæta allir og kaupa sér öl og spjalla um það tímunum saman hvort afmælisgjafirnar eigi að kosta 25 kr. eða 30 kr. í ár....
Ætli það sé ekki komið nóg af rugli í dag og best að skella í uppáhaldsmat dengjanna af Rebildparken HRÍSGRJÓNAGRAUT.......
Gangið á guðs vegum
miðvikudagur, september 03, 2003
Fallegur dagur í dag í Danmörku. Bjart og fallegt haustveður. Er í eyðu, eins og það kallast, í tvo tíma og skellti mér bara heim til að fá mér í svanginn og skella í svona eins og eina vél í þeirri von að einhver hengi út þvottinn (sbr. blogg Hannesar í gær)
Óttar er í gæstehuset í dag en það er staður sem börnum er komið fyrir á, þegar dagmamman er í fríi eða á kursus... Danir eru nú svo duglegir að fara á kúrsusa að það hálfa væri miklu meira en nóg. Hann var bara borubrattur með sig og kvaddi foreldra sína með kossi og fór svo að sinna sínum skylduverkum s.s. að raða upp dótinu, gefa fóstrunum að dekka úr bollastellinu og leggja bangsann í bólið sitt. Mikilll dugnaðforkur hann Óttar minn Páll sem alltaf er svo þykkur og þjáll!!!
Nú er pabbi búinn að panta sér far um jólin og ég hlakka ægilega til að fá hann, því hann er með betri barnapíum að ég tali nú ekki um skúrari og tiltakari!!!!
Ég skellti diski með Guðrúnu Gunnars á "fóninn", fékk hann í afmælisgjöf. Veit ekki alveg hvað mér finnst um hann. Hún er sem sé að syngja gömul lög Ellýjar Vilhjálms og einhvern veginn finnst mér hún ekkert gera það betur en nokkur annar, er hún með eitthvað spes rödd????
Ég er að spá í hvort einhver lesi bloggið mitt annar en ég og Gunna syst.... ég meina þarf ég að samþykkja að fara inn á aðra eða gerist það sjálfkrafa eller hvad...... mig langar svo að vera memmm.......
En er blogg hk eller kk?!?!?!?? Er bara að spá í þetta, eins og með jógúrtið !!!! sem ég hef alltaf í hk!!!?!?!?!?
Nú er Guðrún alveg að springa á fóninum og ég komin með söngvarahnúta á raddböndin fyrir hennar hönd..... best að skvera bara Kim Larsen á, hann er allaveganna sjáflur löngu kominn með sína eigin hnúta!!!!!!!!!!!!
Guð og gæfan fylgi ykkur!
Þura
þriðjudagur, september 02, 2003
Þetta var nú meiri annadagurinn. Kennsla fram eftir öll, þar sem saman komu íslensk ungmenni sem vart eru mælandi á því ástkæra ylhýra, svo það tók á taugarnar.
Fór svo með Aðalsteini í fyrsta hljómborðstímann sem heppnaðist svona vel, að hann vil endilega selja allt legóið sitt og fjárfesta í hljómborði!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hannes eldaði dýrindismáltíð..... samlokur og franskar ægilega gott og ekki síður hollt. Annars hefur þetta verið dágóður dagar, ég með uppsett hárið og í nýjum óléttufötum.
Það verð ég að segja að dönskum vinnufélögum mínum er ekki mikið annt um útlit sitt. Kellurnar eru gjörsamlega hvítskúraðar í framan og svo púkalegar í jogging og leggins hægri, vinstri. Í þeirra augum er ég sem dragdrottning þar sem ég læt aldrei hanka mig öðruvísi en í nýjunstu sendingunni frá H&M og með andlitsfarða eftir nýjustu tísku, t.d. er það plómuliturinn sem ræður ríkjum í augnmálningu hjá mér um þessar mundir!!!!!!!!!!!!!! Nei í alvöru sagt eru engin takmörk fyrir því hvernig fólk getur verið til fara!!! Þoli ekki þessa týpísku kennaraímynd sem ber láglaunastefnunum utan á sér....
Best að fara að huga að dressi morgundagsins...
mánudagur, september 01, 2003
nohhh
þá er maður kominn á vefinn, næstum því alveg sjálf. Einhvern veginn vildi tölvan ekki gera mér til geðs fyrr en bóndinn var kominn mér til öryggis og skrauts...
Sum sé ég ætla mér ekki að vera minni kona en hinar og reyna mig á blogginu.
Það sem þetta er mín fyrstu skrif hef ég þau ekki lengri að sinni.