Háfleygt úr Hafnarfirðinum

Vangaveltur og veruleiki

mánudagur, september 11, 2006

Nú er bara allt komið á fullsving í íbúðinni niðri. Hannes bóndi fór hreinlega hamförum við niðurbort á veggjum, flísum og steypuklumpum í gær. Næst er bara að vinna iðnaðarmenn s.s.pípara og rafvirkja og mér skilst að það sé þrautin þyngri. Við vorum búin að vera velta fyrir okkur mörgum útgáfum af þessari íbúð en svo duttum við hjóin, já ég segi hjónin niður á sameiginlega niðurstöðu og erum svona líka alsæl með hana. Þettta þýðir reynda mikla vinnu en vel þess virði.
Í morgun var ég næstum stungin af geitungi þegar ég var í blóðprufu og mátti varla á milli sjá hvor hefði betur geitungurinn eða meinatæknirinn en sem betur fer var ég einungis stunginn í rannskónarskyni.
Annað merkilegt í morgun var það að Gulli gamli skólafélagi minn úr MA sagði að það væri hægt að lækka verð á matvöru strax á morgun..... og Sjallarnir eru búnir að vera við stjórn allan þennan tíma og eru bara rétt að fatta þennan möguleika svona fimm mínútur í kosnigar.... ja blessaðir mennirnir..... það verður aldeilis gaman að kaupa inn fyrir helgina.....
Guð blessi stjórnmálamennina!!!!!!!!!

mánudagur, ágúst 28, 2006

Ja hérna
Tíminn líður og maður stendur sig algjörlega ekki í að blogga, men den tid den sorg...
Í dag er Jóhann minn 9 ára snáði með sítt hár og þykkar varir. Hann var vakinn með söng og tilbehör í morgun og fékk margt góðra gjafa eins og von og vísa okkar hjóna er. Í ár var það hjól með allskyns fítusum.... dempurum og snúrum, gírum og glamori. Drengurinn var bara lukkulegur með þetta en sagði reyndar að hann hafi séð það strax að þetta væri hjól enda gjöfinni pakkað inn í teygjulak úr Rúmfó að þessu sinni.
Ungir piltar komu svo í morgun í pizzuát og sjeiksull og svo hele famelien í kaffi um miðjan dag í marens og tilheyrandi. Jói minn átti því ánægjulegan afmælisdag þar sem hann taldi reglulega innkomuna til öryggis. Hann seldi einnig gestum grænmeti okuá rpríssem hann og bróðir hans ræktuðu og þótti ágengur sölumaður með meiru. Hann verður einhvern tímann ríkur hann Jói minn ef hann heldur svona áfram. Aðalsteinn fór í sumarbúðir skáta í lok sumars og undi hag sínum vel enda margvígður skáti með klút, skyrtu hunút und alles. Skólabyrjun hófst vel hjá drengjum og móður og ekki laust við að maður sé lukkulegur að allt sé að fara í fastar skorður þótt skutl á íþróttaæfingar og þess háttar séu vissulega hvimleið tilhugsun - en hvað gerir maður ekki fyrir þessi blessuðu börn sín.
Hannes hefur verið slæmur í baki - sennilega of lítið golf að hans mati en frúin er á örðu máli - telur þetta var slæmt fæðuval og mikil tölvunotkun.
Magni er enn að meika það og maður bara orðinn spenntur fyrir hans hönd. Ætli ég leggi það ekki á mig að vakna og kjósa hann á miðvikudagsmorguninn - hef svo sem ekkert þarfara að gera en að vakna og kjósa Magni, hendi kannski í eina vél og les Fréttablaðið einu sinni samdægurs!!!!!!!!!!!!
Guð blessi Rock Star Supernova!!!!!!!!!!!!

miðvikudagur, júlí 26, 2006

http://www2.btnet.is/hrauntunga/
undir myndir - viðburðir -
Hér er að finna afar skemmtilegar myndir frá ættarmótinu sem haldið var í Skagafirði um helgina og lék veður við menn og málleysingja. Mikið fjör og mikið gaman - krakkarnir skemmtu sér konunglega enda nóg um að vera á þessum fallega stað. Steinstaðir rúlla það er á hreinu.
Hef fjárfest í fellhýsi sem kemur heim í hlað í dag - þá er stefnan tekin á ferðalag um landið og miðin......jibbí
Guð blessi Skagfirðinga

laugardagur, júlí 15, 2006


Fann þessa skemmtilegu mynd af ömmu sætu og pabba sæta sem tekin var í fyrra af þeim með barnabörn og barnabarnabörnin í okkar legg. Á myndina vantar Óttar Vignisson hin elsta en hann var sennilega við vinnu í kúfiskverksmiðjunni á Þórshöfn þegar myndin var tekin. En gaman a'essssssu!!!!!!

Við hjónin höfum verið að bræða að með okkur að taka eldhúsið í gegn eða jafnvel baðherbergið. Á dögunum fórum við á stúfana að skoða innréttingar og þess háttar. Ég veit ekki hvort ég er svona fordómafull eða hvað þetta er með mig en mér leiðist þegar starfsfólk sem vinnur í innréttingarbúðum er rétt um tvítugt og þykist hafa voðalegt vit á því hvernig eldhús eigi að vera hjá stórfjölskyldu eins og mér. Þegar ungur piltur sem ekki er farið að vaxa grön segir mér í fullum trúnaði að þetta sé ofsalega sniðugar innréttingar- með svona hólfum fyrir hnífapörin og allt...... hélt hann að ég myndi annars raða þeim upp á rönd í skápana eller hvad..... svo trúði hann mér lika fyrir því að það væri ægilega gott að þrífa þessa gerð af innréttingum enda væru þær dönsk hönnun........... bíddu er þá ekki gott að þrífa sænskar innréttingar eller....... Mér er minnistætt þegar ungur fermingarpiltur, sem vann í Húsasmiðjunni á síðustu öld, fullvissaði mig um að ákveðnar gólfflísar væri afar auðvelt að þrífa. Ég keypti það auðvitað og flísarnar líka enda voru þær nánast ókeypis. Nema hvað að það var ekki nokkur leið að þrífa flísarnar. Við náðum aldrei fúgunni af og vorum endalasust með uppþvottaburstann á gólfinu til að ná af skyr-og mysingsslettum allan veturinn og þó áttum við eingöngu tvo drengi þá. Þessi í innréttingarbúðinni sem ég fór í um daginn hafði aldrei heyrt minnst á hrærivélaskáp, vissi ekki að til væri brauðvél á öðru hverju heimili né að nokkur maður hannaði eldhús sem hentaði sex manna famelíu - benti mér bara á búðir sem selja mötuneytisinnréttingar.
Kannski er það bara málið - ég rek mötuneyti en ekki heimili!!!!!!!!!!!!!!!
Guð blessi vindanna sem á glugga mína gnauða!!!!!!

fimmtudagur, júlí 13, 2006

þar sem ég var að átt mig á því hvernig maður setur inn mynd læt ég hér flakka eina af hinni ríku móður. Myndin er tekin á Furtaventura daginn sem Ítalía vann Þýskaland!!!

Þá er maður kominn heim eftir yndislegt frí á heita Spáni. Heimkoman var með afbrigðum góð því vinkona mín hafði svei mér þá brotið allan þvott saman meðan ég var í burtu og það hefur bætst í borðbúnað okkar hjóna svo um munar, glös og bollar sem enginn kannast við. Ekki amaleg heimkoma það.
Við vorum þeirrar ánægju aðnjótandi að fá í heimsókn til okkar 2 kakkalakka af stærri gerðinni meðan við vorum á Spáni og má segja að Gunna syst hafí fengið kast - á snilldarlegan hátt talaði hún við alla starfsmenn hótelsins á spænsku um að hún vildi ekki sjá þessi kvikindi og það var ekki laust við að fólk brosti að hyteríunni í minni. En hún uppskar hálfsmetra háan eiturúðabrúsa sem hún notaði miksunnarlaust kvölds og margna svo ekki sást handa sinna skil í íbúðinni tímunum saman á eftir. Ekki það að ég sé hrifin kvikindunum en má ekki alltaf gera ráð fyrir þessu í útlöndum??? Brúsann góða geymdi hún á náttborðinu sínu og úðaði allt sem kvikt var hvar og hvenær sem var bæði hjá sér og mér. Kann ég henni að sjálfsögðu bestu þakkir fyrir enda stendur ekki til að fjölga í minni fjölskyldu á næstunni.
Framundan er ættarmót á ættarmót ofan. Um helgina er Akbrautarættarmót í Skorradal með föðurfólki Hannesar og ætlum við að kíkja, en vegna þess að við hjónin höfum ekki fjárfest í viðlegubúanði fyrir heila herdeild er ætlunin að aka heim að kveldi enda vel við hæfi þar sem þetta er Akbrautarmót!!! Nú þá tekur við Holtungamótið fræga og er ætlunin að leggja land undir fót á laugardagsmorguninn og gista í bændagistingu. Ég hef að sjálfsögðu verið sett í skemmtinefnd og ásamt valinkunnu liði og verður fróðlegt að sjá hvað boðið verður upp á hjá þeim fjölhæfa flokki.
Drengirnir eru farnir að huga að sínu grænmeti í skólagörðum Hafnarfjarðar, Óttar hinn fagri og brúni var rétt í þessu að tilkynna enn eina klósettferðina, hann er á því stigi að láta okkur vita af öllum sem hann gerir, ég er að kúka, mamma ég er að hoppa, mamma ég er að leika mér að bílum, mamma ég er þetta og ég er hitt, vonandi að þessi tilkynningarskylda fylgi honum inn í ungingsárin síðar meir. Högni skott er að eta upp allt sem hann misst af á Spáni enda borðaði drengurinn nánast ekki neitt og var ég á tímabii hrædd um að hér ætti sér stað lystastol ungbarna með meiru, því þessu fylgdi líka mikilir skapbrestir sem ekki höfðu sést áður, svo sem að henda sér í gólf, bara í fýlu, fara í aðra átt en allir hinir og svo videre.... en nú er minn maður kominn í feitt, hafragrautur, súmjólk, cherioos og alls kyns lostæti eins og hver vill.......
Stefnan er tekin á útsölur í dag að dressa upp karlkyn heimilisins - gylliboðum rignir inn um lúguna, nú er bara að kanna hver býður best.
Guð blessi útsölur!!!!!!!!!!!!!!

fimmtudagur, júní 22, 2006

Þetta verður nú að teljast glötuð frammistaða - maður orðinn likur á ættarmótssíðu und alles og ekkert kemur frá manni.
Nema hvað, er komin í sumarfrí með tilheyrandi námskeiðsskutli, sundferðum og sólkremsáburði að ég tala nú ekki um þvottinn sem virðist vera óendnlegur hér í Klaustrinu. Önnur systra minna segir mig vera óhreinataussjúka og má það vel vera hins vegar er ég ekki þvottavélar-þurrkara- né brjótasaman-sjúk og því erfitt við að eiga við þessa sýki. En óhreinatauskörfurnar eru aldei tómar á þessum bæ enda býr hér margmenni með meiru.
Högni er byrjaður á leikskóla við mikla lukku foreldranna, hans og ekki síst bæjarstjóra Hafnarfjarðar því nú hann hafði jú gefið það út opinberlega að öll börn 20 mánaða og væru komin inn á leikskóla og þá væri bara stefna tekin á 18 mánaða markið á næstunni. Um það sama leyti gat ég kreist út úr leiksktjórastjóranum hér í hverfinu að Högni mætti koma í leikskólann 14. águst, daginn sem hann verður 30 mánaða. Lord of the rings var afar hissa á því og sagði þetta algjöra undantekningu, en ég gaf mig og eftir nokkur símtöl og tölvupósta (sem náttúrulega eru trúnaðrmál )var Högn boy boðin skólavist með hálfs dags fyrirvara og viti menn hann unir hag sínum vel og svei mér þá ef Lúðvík bæjarstjóri sefur ekki betur. En dagvistunarmál eru Hafnarfjarðarbæ til skammar og þrátt fyrir það að ég hafi boðið mig fram í nefnd til að taka til í þessum málum í einum af tölvupóstinum sem okkur Lúlla (erum orðin eitthvað svo náin að ég er farin að nota gælunafnið á hann!!!) fór á milli hefur hann ekki haft samband - skrýtið!!!!!!!!!
Svo mun stórfamelína leggja brátt land undir fót - en stórþjófar þessa lands hafið ykkur hæga - húsið verðu fullt af fólki allan tímann enda ekkert að hafa hér nema nokkrar útrunnar niðursuðudósir frá tíð okkar í Danmörku og ósamstæð sokkapör.
Í upphafi þessa mánaðar fórfrúin á bænum í náms- og skemmtiferð. Dvaldi ég í Bratislava í Slóvakíu sem var afar sæt og skemmtileg borg og dásamlegur matur, þá var stefnan tekin á Vín sjálfa sem stendur sko alveg fyrir sínu - borg sem ég verð að heimsækja aftur, endalaus fegurð, menning og bara fínar búðir líka. Heimsótti þar barnavísindasafnið Zoom sem var hreinn unaður og það væri geggjað að vara þangað með drengina sína mörgu og smáu. Eftir fjagradaga svöl í Vínarborg var ferðinni heitið til Ungverjalands til Heviz þar sem við vorum á Spa-hóteli í 2 daga sem var náttúrulega hrein paradís og þrátt fyrir haglél stóð dekur og dúllerí alveg fyrir sínu. Ég fór einnig til Sopran og Gjör í Ungverjalandi sem eru litlar borgir og var ægilega gaman að koma þangað fyrir svo utan hve verðlagið var hlægilegt. Keypti mér kitt til að elda ungverksa gullas-súpu í kaupfélaginu á staðnum og stefni að eldamennsku frekar fyrr en síðar.
Eldri deild drengja hefur hafið mikla rækt í skólagörðum eins og undanfarin sumur, á morgnan eru þeir á klifurnámskeiði hjá Björkinni og er óhætt að segja að þeir una hag sínum vel. Óttar með sinn kíwikoll er bara sætastur og telur niður dagna þangað til við förum út- hann er eitthvað svo fyndinn og sætur þessi elska þessa dagana. Um daginn var hann að fara yfir vitneskju sína í líffræðinni og nefni þar nöfn kynfæra karla og kvenna og segir svo.: "Jóhanna Sigrún hún er ekki með buddu mamma" Nú hvað er hún með spyr þá mamman? "Hún er með svona lítinn rass framan á sér eins og hún er með aftan á, nema þessi er miklu minni".
Högna skottið segir ekki mikið en hjálpa mér og meira............ í gær bað hann í rúma tvo tíma um að sér yrði lyft upp á trambólínið en móðirin neitaði. Seinna um daginn fegnur börn nágrannans að hoppa og þá sá Högni sér leiká borði og gekk til pabba þeirra sem stóð þar hjá og bað hann að hjálpa sér, sem og hann gerði. Hoppaði Högni um stund en hljóp svo til nágrannans með stút á vörum og knúsaði hann og kjassaði - maðurinn varð hálfvandræðalegur en tók þó á móti faðmalgi hans. Nú leitar Högi alltaf að einhverjum örðum en mömmu sinni til að hjálpa sér á trambólínið.
Senn líður að því að bræður verði sóttir á námskeið í klifri - ég lærði bara að klifra í brekkum og stillösum þegar ég var lítil - það var ekki boðið upp á námskeið í því............. kannski voru það mistök hjá Akureyrarbæ, maður væir kannski öllu liprari ef maður hefði komist á námskeið í einhverju þegar maður var lítill. Skítt með það............
Guð blessi námskeið!

laugardagur, apríl 15, 2006

Enn eru páskar og einhvern veginn ekkert að gerast finnst mér..............mér satt best að segja leiðist.... mér finnst enginn koma og Hannes vera sí og æ að taka til í bílskúrnum eða horfa á TOTTENHAM spila fótbolta. Var samt með smá boð í gær, Halli og Inga komu og átum við góðan mat og spiluðum við krakkana fram eftir kvöldi og var gríðarlega mikil stemmning. Mikið hlegið.
Fór í Bónus og nýja bakaríið á Völlunum og svei mér þá ef brauðið var bara ekki bara gamalt í bakaríinu sjálfu - og það sem meira var starfsstúlkurnar ansi geðillar og þreytulegar- hafa sannilega teið út þjáningar krists í gær og eru alveg búnar á því í dag.
Högni minn hefur verið eitthvað lítill í sér - hann fékk helluroða eða ofnæmisútbrot í gær og fórum við á læknavaktina sem er svo sem ekki í frásögu færandi, nema að eitthvað lágu herlegheitin á lækninum skakkt því hann var bara að færa til gullmolann meðan hann fræddi mig um ofnæmisviðbrögð barna.... um tíma var ég að hugsa um að bjóða fram að stoð mína en fannst það ekki við hæfi þar sem bóndinn var með mér og svona. En Högni hefur tekið gleði sína að nýju og er nú sofandi blessaður prinsinn.
Jóhann er með Yatsy-æði og gengur á eftir manni með teninga um allt hús.....
Aðalsteinn að lesa Harry Potter og er óhætt að segja að það er öruggt mál að krónprinsinn þjásit ekki af einbeitingarskorti því það verður að margkalla í hann og ýta við honum til að ná sambandi við hann.
Óttar hinn fallegi er bara duglegur og alltaf illt í maganum þegar eitthvað hollt er á borðum en kvalinn af hungri þegar snúðar og kex er í boðinu.
Hannes er haldinn tiltektaræði sem hentar engum nema honum og ég er almennt geðill og leiðinleg........... kannski er það þess vegna sem enginn kemur. En á morgun er von á mömmu í mat - brunch hjá Gústunni minni á mánudaginn og það bjargar nú alveg páskunum svei mér þá.
Jæja TOTTENHAM hafði sigur úr bítum svo það er best að fara að fagna með bóndanum - skella sér svo í keilu með sonunum eða eitthvað skemmtilegt.
Guð veri með mér sjálfri!!!!!!!!!!!!

mánudagur, apríl 10, 2006

Þá er komið langþráð páskafrí með tilheyrandi veisluhöldum og skemmtunum. Páskarnir eru nú alltaf svolítið notarlegir, það er ekki eins mikið stress og fyrir jólin og ekki eins miklar kvaðir á manni - sem maður reyndar setur á sig sjálfur. Synirnir sem eru á skólaaldri tóku daginn snemma enda hafi móðirin fjárfest í cocopoppsi í tilefni af páskafríinu og menn voru ansi hræddir um að verða afétnir, svo uppúr kl. 7 mátti heyra hér til fótaferða. Litlu prinsarnir eru á sínum hælum eins og pabbi segir og bara lukkulegir með sig, þó Högni hafi um hríð gerst pólitískur flóttamaður og stungið mig af.
Óttar er bara sætur en verður fyrir dálitlu aðkasti á leikskólanum - þar er einhver ribbaldi sem lemur og hann og ber linnulaust og í hverri viku sér á barninu mínu. Á maður að sætta sig við það? Á hann bara að harðna við þetta eller hvað???? Pabbinn er orðinn langþreyttur á þessu og vill að drengurinn verði færður um deild. Óttar er á kynskiptum leikskóla eða í að minnsta er hans deild bara með strákum. Kannski væri æskilegra að drengur sem elst upp í fjagra drengja hópi sé á deild þar sem bæði eru stelpuhópar og strákahópar?? Svei mér þá veit ekkert í minn haus í þessum málum. Leikskólakennarar og aðrir fræðingar mega gjarna segja hvað best sé í stöðunni.
Veturliði Kópavogsbúi með meiru er mættu hér á svæðið og nú hafin mikil skemmtidagskrá honum til heiðurs.
Fórum í IKEA í gær og keyptum punt í herbergi Jóa og ljós á baðið. Var það hið mesta þrekvirki að festa upp ljósin að bóndinn var bæði farinn í baki og geði á þessu öllu. En nú má sjá hvern einasta fílapensil undir afbragsgóðri lýsingu eiginmannsins........... og mér fannst ég alltaf líta svo ansi vel út í gamla ljósinu..... den tid den sorg....
Jæja brauðvélin tístir og best að skella í bollur handa prinsunum.
Guð blessi páskana.

laugardagur, apríl 01, 2006

Guð minngóður hvernig eyðir maður út commentum???? Bara einhverjir nafnlausir útlendingar að senda einhvern óþverra á síðuna manns..........
Í dag er laugardagur til lukku eller hvad............. Hannes bóndi er á heita spáni að spila golf og ég og synirnir höfum það notarlegt í kuldanum á meðan. Sá í fyrsta sinn Idol á stöð 2 í gær og dísus kræst..... þarf bubbi ekki að fara í málfarsráðgjöf...... voðalega var hann eitthvað leiðinlegur og honum tókst engan veginn að vera eins djúpur og hann hélt að hann væri..........Sigga fannst mér bara eins og ég átti von á að hún væri, Einar var fyndinn en Pall Óskar lang flottastur og líka sá eini sem færði rök fyrir máli sínu. Ég hélt með Ínu, fannst þessi Snorri vera eftirlíking af taktlausum Stebba Hilmars, freðýsa dauðans og algjöralega laus við alla útgeislun, svo er Ína sjermerandi fyrir svo utan það að hún syngur ljómandi vel..... sonunum fannst þetta ægilega gaman og ákvaðu að gista hjá Ingulín. Mér skilst á systur minni að Jóhann minn hafi svo vaknað 6:30 og lét ekki lasut né fast fyrr en allir voru komnir framúr kl 8 takk fyrir........... ekki amlegt að eiga svona morgunhana.....
Högni minn er eitthvað slappur og hefur nú sofið á fjóra klukkustund. Óttar minn Páll er yndislegur, búinn að leika sér í allan dag og eta allt sem tönn á festir sem inniheldur meiri sykur en hollustu.... plan dagsins er óráðið en ég býst við að halda kyrru fyrir heima, passa kannski bara fyrir Gunnu syst eða geri eitthvert annað góðverk.
Hafði reyndar hugasð mér að fara innan um fólk og hafði mikið fyrir því að slétta á mér hárið, meika og mála, að ég tali nú ekki um troða mér í sokkabuxur dauðans, men fáir njóta þess nema við Óttar..... ætli ég taki ekki af mér skartið áður en ég hengi mig í eigin glingri....
Á mánudaginn afhendi ég Stekkjarhvamminn minn og þá er ég endanlega gengin í klaustrið. Hannes bóndi kemur á miðvikudaginn, ferming á Akureyri á laugardaginn sem ég veit ekki hvort við föru í, ein vinnuvika eftir og svo páskafrí með tilheyrandi áti og afslöppun........ svo er bara skólaárið að verða búið... áður en maður veit af er bara komið sumar og þá verður hún gaman gumar........... nóg ritað að sinni...
Guð blessi idol stjörnuna

mánudagur, febrúar 27, 2006

Þá er maður kominn í vetrarleyfi - sit alein í húsinu mínu sem ekki er enn selt og reyni að grípa hvert rykkorn sem felllur áður en það sest. Verð að segja að þetta er afar þreytandi starf og því væri best að vera bara í vinnunni með tilheyrandi agamálum og uppfræðslu. Hannes bóndi er á erlendri grundu eins og þykir svo flott að segja - í draumalandinu Dk að kynna sér póstmál á Jótlandi og nærliggjandi eyjum - vonandi ekki þeim þar sem dauðir svanir finnast!!!
Er að undirbúa mig andlega undir að hitta fasteignasalann sem mér finnst ekki hafa unnið vinnuna sína, er komin í afar fleyginn bol, er að hengja sjálfa mig í einhverju hálsmeni sem er í tísku, er með lostafullan varalit og gljáfægðum nýjum kúrekastígvélum sem reyndar eru löngu dottin úr tísku enda keypt á prúttmarkaði fyrir utan apótekið þegar Högni var með lugnabólguna. En skítt með það - þetta hlýtur að vera að fara að ganga með húsasöluna.
Í mínum leyndustu draumum langar mig að mála baðherbergið á neðri hæðinni í nýja húsinu meðan Hannes er í burtu, kaupa þangað nýja innréttingu og sýna hvað í mér býr annað er bollubakstur, ryksugun og bleyjubýttingar...... men hvem ved hvad jeg kan göre...... það kemur í ljós fer kannski eftir andlegu ástandi eftir að hafa hitt fasteignasalann.... sem nóta bene er líka íþróttafræðingur. enda alveg nauðsynlegt í þesum bransa.... maður gæti þurft á halda allsherjar æfingaplan eftir þessi ósköp.
Fékk mér pepsí max í morgunmat - enda í vetrarleyfi og enginn til að skipta sér af mér............. um að gera að njóta lífsins...... hvað er betra en pepsí max á fastandi maga????
Guð blessi gosframleiðendur þessa landa!!!!!!!!!!!!!!

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Ja, það á ekki af Högna mínum að ganga..... hann er barasta með lungabólgu frekar en ekkert..... Jóhann heima líka svei mér þá ef það er ekki vegna hálsrígs..... en það greip um sig mikil panik hér í morgun þegar drengurinn kvartaði undan verkjum utan og aftan á hálsi..... en við erum búin að vera í stöðugu sambandi við læknavaktina og það bendir nú ekki til neins annars en hann sé fullfrískur þó einhverjar kommur mælist með eyrnamæli..... auðvitað á bara að rassamæla fólk og ekkert múður en það finnst meyjunni ekki sæmandi. Hér eru því tveir veikir busar og ein mamma með kofaveiki - nokkuð ljóst að bóndinn Hannes verður heima með sonunum ungu á morgun.
Mikið lifandi skelfing er það gleðilegt að það skuli vera til fólk sem vill þrífa fyrir aðra gegn gjaldi. Nú rétt í þessu voru að fara frá mér dásamlegar konur og hér ilmar allt af hreinlæti - hreinn unaður og það sem meira er.... þær ætla að þrífa misskilninginn sem fyrri eigandi Klausturhvammsins skyldi eftir í næstu viku. Get bara ekki á heilli mér tekið af hamingju.
Framundan er afmælishald fyrir Högna fyrir hádegið á laugardaginn takk fyrir og svo er það Örkin hjá okkur hjónum í fertugsafmæli Kjörískarlsins um kvöldið. En þjófar þessa lands látið ekki blekkjast hér verða tengdó að sjá um börn og buru á meðan- hef nefnilega frétt það að þjófar fiska upp hvar fólk er ekki heima á bloggsíðum og gera svo góðan bisness..... nei en ekki hjá mér hehehhehhe... svo er það opið hús á sunnudaginn og þá vona ég að hinn eini og sanni kaupandi komi með fullt rassgat af seðlum.....
Guð blessi Kjörís

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Hvem husker Pamella fra Dallas? Mér er spurn?? Einhverju sinni þegar nemendur Gaggans á Akureyri áttu að búa til slagorð til að auka umferðaröryggi á höfuðstað Norðurlands ákvaðum við vinkonurnar að búa til spjald með eftirfarandi spakmæli: Af hverju er Pamella í Dallas með svona mjótt mitti? Hún notar bílbeltin. Með þetta þrömmuðum við um allan bæinnog fengum mikla athygli þó svo að spjaldið með Lengur lifi græni kallinn hafi nú samt toppað þetta. Já, menn voru svo frumlegir hér áður fyrr.
Í dag er sonurinn Högni veikur 4. daginn í röð með háan hita hor og hósta enda allur í H-inu. Hann var því ekki borbrattur í gær á sjálfan afmælisdaginn sinn en það var happ okkar foreldranna að hann hafði bara ekki hugmynd um að þessi merkisdagur væri. Bræður hans eru þó yfir sig hneykslaðir á framferði foreldranna men það verður að hafa það. Afmælisveislu fær prinsinn þegar mamman og pabbinn eru búin að sinna sínu í samkvæmislífinu í þessum mánuði. Ég er heima eftir hádegið í dag og ætli ég reyni ekki að baka eitthvað í helv. frystinn. Nú svo er maður alltaf að vona að einhver komi nú að kaupi af mér kofann. Er orðin leið á þessari óvissu allri - en geri mér þó grein fyrri því að það selst ekkert fyrr hvernig sem ég stressast upp - ætla því að vera skynsemin uppmáluð.
En það verð ég nú samt að segja að fasteignasalar eru undarlegt fólk og bara býsna frjálslegir þegar verið er að ræða lífsviðurværi manns - en það er önnur saga.
Guð blessi íbúðalánasjóð!!!!

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Ég vildi ég væri Pamela í Dallas............

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Hvað er að gerast????
Maður bloggar bara ekki neitt - samt fáránlegt að hefja öll þessi fáu blogg manns á afsökunum afhverju það líði svona langt á milli blogga og bla bla bla jólakaka.
Árið fór bara vel af stað, við fengum húsið okkar nýja afhent með tilheyrandi sykurmolum og seríóshringjum. Já, eigiandinn sagði að þetta væri nú einhver misskilningur hjá mér hann hefði nú þrifið allt innan sem utan - þessir títtræddu seríoshringir og sykurmolar væru nú bara misskilningur. Hvað á maðurinn við hvernig geta seríoshringir og sykurmolar verið misskilningur? Ertu þetta ekki bara fæðutegundir sem hann gleymdi að losa sig við.... meiri tuddinn. Svo þreif hann baðherbergið með klósettpappír.... svo klósettpappírs-tuggurnar festust í tannkremsleifunum... meget lekkert eins og danskurinn segir.
Hannes bóndi minn og ektamaður til margra ára hefur staðið sig vel í málningarvinnu og smíðavinnu margs konar. Frúin hefur fært honum smurt brauð og bakkelsi upp á hvurn dag svo hann svelti nú ekki heilu hungri maðurinn.
Það gengur ekki alveg eins vel að selja. Sölumaðurinn sagði við mig að ljósaskilti í gluggann myndi svínvirka og við værum alveg þau fyrstu á landinu til að taka þátt í því framsækna verkefni. Ég lét hann tala mig inn á að hafa þetta eins og hvert annað stofuprýði í herbergisglugganum og er það sem við manninn mælt - enginn hfeur svo mikið sem spurt eftir þessu húsi með ljósaskiltinu!!! Hugsanlega er það vegna þess að myndirnar sem fasteignasalinn tók eru allar af vísifingri hans og svo eitthvað úr hverju herbergi úr húsi okkar - einhvern veginn ekki að gera sig. Ég lagði svo inn kvörtun - fannst eins og það sægist ekkert af íbúðinni á myndunum og það hlyti að vera þess vegna sem húsið seldist ekki. Í dag kom svo pró-ljósmyndari með alls kyns linsur og flöss og myndaði húsið í gríð og erg. Ég tók mér frí frá kóræfinu í gær til að taka til og frí frá vinnu í dag til að renna létt yfir áður en þetta yrði fest allt á filmu. Mætti svo ekki þessi stórmyndarlegi ljósmyndari (enda ekkert nema sjálfsagt að sá sem myndar sé myndarlegur!!!!) sem myndaði allt hátt og lágt meðan ég hljóp á milli herbergja, lagaði rúmteppi, færði til bleyjupakka, þurrkaði burt tannkremsklessur (þó ekki með wc-pappír), kveikti og slökkti jós og lampa og hagræddi svo best kæmi út á mynd. Afraksturinn verður svo heimsbyggðinni sýnilegur á netinu, vonandi seinnipartinn í dag.
Guð blessi blessaða fasteignasalana!!

laugardagur, desember 17, 2005

Einhvern veginn hefur nóvember flogið út í veður og vind og áður en maður fær við litið er kominn desember - mánuður jólanna - hátíðar ljóss og friðar - fjölskyldu og frændrækni!
Mér finnst reyndar það sem á daga mín dregur eitthvað svo hversdagslegt og ekki þess virði að færa það í prent. Maður vinnur sína vinnu upplifir þar sigur og tap á vígsl eins og gengur og gerist. Skutlar og sækir á æfingar, eldar mat og þværþvott, sefur og vakir. Synirnir halda áfram að þroksast og dafna og eru alltaf það dýrmætasta sem maður á hvort sem það er desember eða nóvember. Ég hef reyndar staðið mig vel í jólagjafainnkaupum þó ég eigi nú synina alla eftir og jólakortin bíða eftir því að ég skirfi eitthvert bull á þau. Við höfum staðið nokkuð vel i bakstri, höfum bæði bakað heima og verið með hjemmebragt eins og danskurinn segir og svei mér þá ef kókostopparnir sænku eru bara ekki alveg að gera sig. Laufabrauðið er komið í hús, norðlenskt og gott, séríur út um allt hús meira segja svo margar að þær eru farnar að slá út rafmagninu og þá varð nú einum syninum að orði... er allt rafmagnið búið af húsinu..... þetta minnti reyndar á gamla góða tíma á bernksuárum mínum á Akureyri þegar það var hluti jólanna ef rafmagnið fór af á aðfangadag og maður var hálfkrullaður öðru megin. Rétt eins og þá var vasaljósið niðri í skúffu og varð mikið fát og fum að leita af því... en bóndinn fundvísi reddaði þessu og útiseríurnar eru dimmar sem dauðinn. Ætli ég kaupi ekki bara nýjar í BYKO á 50% afslætti enda fólk löngu búið að fá leið á jólaskrauti....
Jæja einhver óþekkt steik er tilbúin í ofninum og best að fara að gefa á garðann, stefni að því að búa til sænskt jólaglögg í kvöld og skrifa á jólakortin.
Í guðs friði
ps. vantar heimilisfangið hjá Ásgrími og Lindu!

mánudagur, október 17, 2005

Komið fram yfir miðjan október og maður hefur ekki staðið sig í stykkinu hvað varðar blogg. Enn eitt samviskubitið sem maður getur bætt við sig í þessu lífi... hef ekkert bloggað í þessum mánuði verð að gefa mér tíma til að rísa úr rekkju milli hóstakasta og horsnýtinga og pikka inn að ég sé enn á lífi... og viti menn það er einmitt það sem ég er að gera. Tíminn líður hratt á gervihnattaöld eins og skáldið sagði svo léttilega eitt sinn.Fór til Barcelóna í kórferðalag, söng og trallaði með kallinum mínum sæta, fór í moll og arrenseraði flestum jólagjöfunum, sko mína....
Frumburðurinn varð 11 ára í gær, svo fallegur og góður. Ættingar komu í brunch og svo mættuhér 17 galvaskir drengir fyrir utan mína eigin í pizzuát, vídeógláp og tilheyrandi viðrekstur. Allt gekk þetta afar vel og prinsinn sagði þetta besta dag ársins, en hann byggist þó við því að jólin kæmu sterk inn.....
nú er Jói minn með vin hjá sér og eru þeir svagnir, og þar sem mamman er veik heima ætlar hún að gefa þessum elskum eitthvað í gogginn...
guð blessi pizzurnar...

föstudagur, september 09, 2005

Svo er nú það...
Óttar minn Páll er lasinn.... með gubbeddígubb og höfuðverk.... er sætastur í raðum náttfötum, andfúll og sveittur. Við kúrðum okkur lengi og nú er minn maður allur að lifna við sem betur fer. Sagði samt mamma ég er samt ennþá lasinn,,,, fannst greinilega móðirin fullfljót að úrðskurða hann heilan heislu.
Mér likar afar vel í vinnunni, Hannes kemur heim á hverri stundu svo ég geti skellt mér og kennt tvo tíma og unnið doldið. Drengirnir virðast taka þessu öllu með jafnaðargeði, og eru farnir að fá sér kaffitíma án þess að hringa í föður sinn. Merkilegt nokk þeir hringja aldrei í mig!!!!
Fór í afmælisboð til mostu minnar í gærkveldi í þvílíku veitingarnar og fíneríið.
Svo er nú blessaður Davíð hættur og orðinn seðlabankastjóri... mikið er ég fegin að hann þurfi ekki að vera atvinnulaus blessaður......
nú kallar sjúklingurinn....
guð blessi bankastjóra þessa lands.

fimmtudagur, september 01, 2005

Þetta er náttúrlega engin frammistaða hjá manni, enda loksin orðinn launþegi. Nóg að gera í vinnunni og mér líst afar vel áþað allt saman. Finnst ég bara vera doldið flott á hælunum og draktinni, sitjandi fundi á fundi ofan, svarandi síma og skipuleggjandi útí eitt.
Fór í dásamlegt brúðkaup (eins og flestum lesendum mínum er kunnungt) um síðustu helgi og skemmti mér konunglega (sem ég held að lesendum mínum sé lika kunnugt!!!!!). Brúðurin var dæmlaust falleg og fín, maturinn góður, skemmtilegar ræður og allt bara til sóma. Mágur minn sagði meira að segja að hann hefði ekki skemmst sér svona vel í brúðkaupi síðan í sínu eigin og það hljota að vera meðmæli!!!
Það var bara svo gaman að hitta allt þetta fólk sem maður hittir svo allt of sjaldan.
Annars eru miklar annir hér á bæ, skóli og æfingar af ýmsum toga raska ró heimilisins seinni partinn og svo er frúin á eilífu flandri, ef það er ekki kór þá er það saumaklúbbur (er í þremur), ef það er ekki saumaklúbbur þá er það litunarklúbbur og ef það er ekki litunarklúbbur þá er það foreldrafundu og svo videre..... en þetta er nú bara tímabil sem maður fer í gegnum og því reynir maður bara að hafa gaman af..
Jæja grjónin í grautinn sjóða og því vert að skella mjólkinni út í sem fyrst... búrítos í matinn fyrir matvanda....
guð blessi saumaklúbbana

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Eitthvað held ég að þetta verði fátæklegt hjá mér í blogginu á næstunni. Ég er hreinlega að drukkna í vinnu. Hef reyndar gaman að þessu og sit hér löngum stundum, langt fram yfir vinnurammann.... men den tid den sorg. Hannes bóndi er náttúrulega í fæðingarorlofi með tilheyrandi þvætti og tiltekt. Hann er ósköp sáttur en ekki er eins mikil regla á hlutunum hvað varðar matar og kaffitíma að mati sonanna. Þeir mun unú brátt hefja sína skólagöngu með bors á vör og sól í hjarta. Óttar minn Páll er kominn á strákadeild og er nú Hjallastefnan allsráðandi í hans lífi. Vonandi að það sé til bóta... ef það er eitthvað hægt að bæta þennan fallega og skemmtileg prins sem er oftast nær betur......
Sófasett var víst keypt í morgun.... frá Akureyri hvorki meira né minna og verður spennandi að sjá hvernig það kemur út. Rauðu sófarnir bíða betri tíma....
En ætli sé ekki besst aðhuga að heimferð....
guð blessi húsgagnasala landsins

föstudagur, ágúst 12, 2005

Jæja þá er maður farinn að blogga í vinnunni... en það er náttúrulega ekki til eftirbreytni...
er að bíða eins og fín frú eftir að ritarinn ljúki verkefni svo ég geti gengið frá mínum málum... ananrs eru víst tveir yngstu komnir heim í kot og því tilhlökkunarefni að koma heim á eftir. Enn er verið að velta fyrir sér sófasettsmálum.... rauðum sófum eller hvad????
Ætli það endi svo ekki með því að maður fari að hætta þessu bloggrugli fyrir fullt og allt.... full vinna, stórt heimili og fullt fang...
Guð blessi æsku þessa lands!

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Er byrjuð að vinna full time og líkar það bara vel. Drengirnir err hjá mömmu, þessari elsku, í bústaðnum,en tveir elstu komu í gær Þeir voru því einir heima í dag og var bæði osturinn og mjólkin enn á borðinu kl. 16 þegar ég kom heim...... þarf greinilega að kenna þeim þetta aðeins betur. Reyndar er uppskera hjá þeim góð og þeir duglegir að hafa ofan af fyrir sér. Skólagarðar, sund og bókasafn t.d. í dag. Menningarlegt og magnað!!!!!!!!!!!!!
Hef ekki tíma í meira pár....
guð blessi bókasöfna þessa lands...

föstudagur, ágúst 05, 2005

Nú á að taka það með trompi.... strax komin með 2 færslur í ágúst. Það rættist heldur betur úr sölu bræðra og höfðu þeir á annað þúsund upp úr krafsinu, gott hjá þeim.
Högni fór út á róló með bræðrum sínum í morgun og át þar 3 kg af sandi (Andrés fær nóg) og hafði meyjan Jóhann ekki undan að dusta af honum og á endanum gafst Aðalteinn upp og tilkynnti mikið sandát en þar sem móðirin veit það að á misjöfnu þrífast börnin best lét hún sér fátt um finnast. Það voru því sætir og söndugir drengir sem komu inn í samlokuát í hádeginu. Óttar minn Páll er farinn á hafnarfjarðarróló að ramba eins og sönnum gaflara sæmir. Spurning hvort ég skelli mér á útsölu og reyni að finna mér sófasett þar sem ég hef verið án slíkra mubla undanfarinn mánuð og það sem meira er.... sakna þess ekkert að hafa ekki sófasett. Finnst bara gaman að hafa stóra borðstofu.... en auðvitað verður maður að fá sér sett áður en næsta afmælishrina hefst hér á bæ. Kannski ég skelli Högnaskottinu bara í vagninn og biðji bræður að bassa hann og skveri mér í sving um húsgagnabúðir borgarinnar.....
Fékk mér ljúffengt brokkólísalat með beikonbitum, púrru,paprikku og kotasælu í hádeginu og var það bara ljúft svei mér þá....
guð blessi uppskeru þessa lands....

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Þetta er engin frammistaða... tvær færslur í júlí.... nær ekki nokkurri átt.
Annars er svo sem lítið tíðinda hér á bæ. Nú lifið gegnur sinn vanagang eins og venja er. Synir allir með tölu enn í sumarfrí og því litið um sumarfrí hjá móðurinni sem stendur í stanslaustum drekkutímum og vinaskutli fram og tilbage.... Óttar blessaður fer nú á róló eftir hádegið og er það voða gott fyrir alla aðila hér á bæ.
Nú er tveir elstu synirnir að selja nágrönnum okkar grænmeti sem þeir hafa ræktað með sínum eigin puttum og virðist salan ekki ganga sem skyldi þar sem einn úr götunni var fljótari til og náði að selja öllum úr okkar raðhúsi, men den tid den sorg, eitthvað kemur í kassann hjá þeim bræðrum og það er vel. Skilst að fram fari söfnun fyrir sing star græjum.... á ýmislegt á sig lagt.
Högni göngugarpur með meiru og sjálfstæðimaður er farin að borða sjálfur og er engu tauti við hann komandi hvað það varðar, maður er því með moppuna á lofti eftir hvern matartíma hjá þeim gaur.
Svo er það bara vinnan hjá mér á mánudaginn. 'Eg hlakka ægilega til að fara aðeins út af heimilinu en ég kvíði því líka að vera svona fjarri öllum og ekki með dagmömmu eða neitt. Mmma ætlar að reyna að redda mér eins og hægt er, því ekki vill nú Hannes minn eyða sínu sumarfríi í það að vera heima með Högna.... það er svo leiðinlegt að hans sögn.... en nóg um það.
Á hlóðum er pottur fullur af hrísgrjónagraut eins og hann gerist bestur.... mun hann ásamt rúsínum og kanelsykri verða hér á borðstólum í kvöld... sennilega sonunum til mikillar gleði og bóndanum til ama.... men den tid den sorg.....
Guð blessi hrísgrjónauppskeruna!

laugardagur, júlí 23, 2005

Ó mæ god.... er komin heim eftir rúmlega vikulangt ferðalag hringinn í kringum landið og ekkert minna....
dagur 1- seljalandsfoss skoðaður, jökulárlón skoðað, hali í suðursveit -gist
dagur 2- hali vaknað, höfn sund og tjill, djúpivogur nesti og tjill, atlavík kerlingar flattar og leitað að sviði frá 84, egilsstaðir golf,fellabær grill og gúmmelaði hjá höllu og stebba.
dagur 3 -fellabær veiði, egilsstaðir, sund og grill
dagur 4 -fellabær afslöppun og tjill, kaupfélagið kannað, seiði rekin í fjarðará
dagur 5- fellabær, skriðuklaustur, kárahnjúkar.... ótrúlegt allt saman
dagur 6- fellabær kvaddur, grímstaðir á fjöllum nesti, vogafjósakaffi í mývatnssveit kaffi og ís, goðafoss skoðaður, akureyri fagravík bústaður hjá halla og ingu gist
dagur 7 -akureyri sund jólahúsið amma grill golf og pottur
dagur 8 -bústaður þrifinn, hlíð í hjaltadal kaffi, hólar sund, hlíð matur og spilað fram á nótt
dagur 9- hestbak greyið og lagt í hann..... sauðárkrókur nesti, borgarnes bónus ,hafnarfjörður heimkoma
sem sagt mikið fjör og mikið gaman....
guð blessi vegakerfi landsins....

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Jæja þá er júlimánuður genginn í garð með tilheyrandi sólarleysi og rigningu!!! Annars er nú ekki hægt að kvarta undan veðri þessa dagana. Er ásamt frænkum mínum og sonum á golfnámskeiði við mikinn fögnuð.
Að öðru leyti er ég að sinna famelíunni allan sólarhringinn enda á ég engan áunninn sumarleyfisdag.... mitt orlof felst í hamingjustundum við að taka úr þvottavélinni, setja jafnvel í hana aftur og svo í þurrkarann sem er nú alveg punkturinn yfir i-ið.... þegar það er orðið þurrt er þá ekki vélin búin með suðuna og sama sagan endurtekur sig.... allan liðlangan daginn. Til að fá skemmtilega tilbreytingu í sumarfríinu sópa ég og skúra og stundum leggst ég á hnén og þvæ hverja tröppu fyrir sig, þá er miklu skemmtilegra að vaða upp á skítugum skóm!!!
Nú svo elda ég að baka eins og mother f........ og uppsker offitu, sykursjokk og óþægð. Milli þessara verkefna keyri ég og skutla sonunum svo þeir geti nú sinnt áhugamálum sínum, svo veiti ég ást og umhyggju endurgjaldslaust þegar þannig ber undir. Sennilega er þetta erfiðasta starf sem ég hef sinnt um ævina, ég er í engu aðildarfélagi, á ekki rétt á sumarleyfi né orlofshúsi, ég fæ engin laun, ég er húsmóðir!!!
Læt hér flakka með eina uppskirft eins og mér einni er lagið....
Guð blessi tebollurnar

250 gr hveiti
100 gr sykur
3 tsk lyftiduft
150 gr smjörlíki
1 egg
1 tsk vanilludropar og 1 tsk kardimommudropar
rúsínur eða súkkulaðibitar eftir smekk hvers og eins
2 dl mjólk
Allt sett í hrærivélarskál og hrært með K-inu, sett með skeiðum á plötu með bökunarpappír, ekki of þétt þær renna dullítið út. Bakað við 180°í ca 15-20 mín. Deigið má líka setja í muffuform.
Á mínu heimili dugar ekkert minna en tvöföld uppskrift...
Verði ykkur að góðu.

miðvikudagur, júní 29, 2005

Góður dagur í dag....
Byrjaði á því að fara í leikfimi dauðans og djölfast þar eins og ég ætti lífið að leysa, þá var það sund með ás, tvisti og fjarka sem fékk ermakúta og vildi ekki móður sína eftir það....
nú svo er það sækja,skutla gefa að eta háeff.... Jóhann í körfuna og Aðalsteinn er farinn á dorgveiðikeppni en þurfti að koma við í sundlauginni þar sem hann að sjálfsögðu gleymdi bæði sundskýlunni og húslyklinum!!!!!!
Nú karluglan kom heim og skipti um bíl við mig og Högninn er kominn út í vagn svo ég sá mína sæng uppreidda og setti í kringludeig í vélina og er nú með tebollur í ofninum sem, þó ég segi sjálf frá, slá alveg Jóa Fél út jafnvel þó ég sé á hlýrabolum.....
Fyrirhuguð er útilega systra um helgina þar sem Gunna útileguálfur með meiru mun draga okkur borgardæturnar út fyrir lóðamörkin heima hjá okkur. Ekki það að mér finnst ekki gaman í útilegum, það er ekki málið ég ef yndi at útiveru og tjaldtuskum en karlinn minn ekki.... þess vegna er alltaf bæði að koma mínu liði af stað, finna útilegudót og selja hugmynda. Þarf látlaust að tíunda hvað þetts sé nú gaman og hve sonunum á eftir að finnast þetta skemmtileg minning og svo videre.... en það er engu tauti komið við Gunnu í útilegum skulum við og ekkert múður. Ég hlakka bara til en á reyndar eftir að útvega mér tjald sem rúmar mína annars stóru famelíu, er einhver sem á slíkt og vill endilega lána okkur????

Baðframkvæmdir ganga hægt en ganga þó, nú er búið að flísaleggja alla veggi og allt mósaik, þá er það sturtubotinn og helv. gólfið eftir. Innrétting er komin til landsins, svo þetta er allt að gera sig. Verst að Hannes er alltaf að vinna og lítill tími til verka.
Nú pípir ofninn - fyrstu plöturnar af tebollunum að líta dagsins ljós -
og Steinunn komin í heimsókn.
Guð blessi systrakærleikann....

þriðjudagur, júní 21, 2005

Er fársjúk heima. Hvað eiga heimavinnandi húsmæður rétt á mörgum veikindadögum???

föstudagur, júní 17, 2005

Þá er nú þjóðhátíðardagurinn runninn upp og meira að segja bjartur og fagur eins og stendur á fornum bókum einhver staðar. Það eru 17 ár síðan ég útskirfaðist úr MA, kannski ekki með glæsibrag en einhverjum brag þó. Hér á bæ eru menn að skreiðast á fætur en bóndinn er löngu farinn í golf..... skítið hvað hann er góður en ég léleg.... skildi þetta hafa eitthvað með æfingu að gera!!!!!
Baðframkvæmdir eru sem sá á hold meðan bóndinn sinnir áhugamálum sínum og ég bíð þolinmóð, fer með synina í sund til að skola af þeim mesta skítinn og safna vöðvabólgu, ekki að það votti fyrir biturð í mér!!!! En margt er manna golfið, svei mér þá.
Högni ofurkrútt með meiru er farinn að ganga eins og herforingi og fer hratt og örugglega yfir. Óttar minn Páll er eitthvað baldinn þessa dagana, finnst erfitt að lillibrói sé farinn að ganga og honum kannski sýnt fullmikil athygli miðað við ekki merkilegri hlut að ganga sem hann sjálfur getur svo leikandi létt og sýnir ýmis tilbrigði hvenær sem einhver nennir að horfa á hann. En þrátt fyrir skammir og tuð móðurinnar segir hann samt alltaf að ég sé besti vinur hans.... hvað er hægt að biðja um meira hjá 3já ára snáða sem er miðjubarn í þokkabót?
Ás og tvistur eru á golfnámskeiði sem virðist bara ganga vel þrátt fyrir að þurfa mikið að spjalla við Veturliða vin þeirra og stundum virðist meira vera spjallað en spilað..... en fyrir þetta greiði ég með glöðu geði í þeirri veiku von að áhugi kvikni og þeir geti stundað íþróttina með föður sínum þegar fram í sækir. Ekki á ég von á að móðirin nái tökum á íþróttinni fyrr en um miðja þessa öld ef áfram heldur sem stendur, ekki ber enn vott fyrir biturð eða gremju..... af og frá!!!!!!
Dagskrá þessa þjóðhátíðardags er enn óráðin með öllu, sennilega verður haldið á Víðistaðatún þar sem leiktæki með subbulegum bretum ber hæst. Ætli maður spælsi ekki í blöðrur og einhverja sleikipinna, eldi svo kjúlla á pallinum og reyni að vera sætur og skemmtilegur, það er svo sem fulltimejobb men den tid den sorg....
Guð geymi golfið!!!!!!!!!!!

laugardagur, júní 04, 2005

Í þessum skrifuðum orðum standa synir mínir þrír og eiginmaður í röð við nýja verslun BT í Hafnarfirði.... já margt er mannanna bölið.... Aðalsteinn og Jóhann fóru eldsnemma í morgun með síma og Game Boy til að standa í röð og kaupa sér tölvuleik á 799 krónur. Það sem verra var að þegar taldir voru sjóðir þeirra bræðra átti hvorugur nóg. Aðalsteinn sem átti 300 krónur var fljótur að telja bróður sinn á það að fjarfesta í einhverju saman enda átti Jóhann 500 í sínu veski. Hófust hér strax við sólarupprás miklar samningaumræður og eftir mikið japl og múður náði frumburðurinn að sannfæra tvistinn um ágæti þess að kaupa sér tölvuleik um hásumar. Héldu bræður af stað með aurana sína tilbúnir að leggja allt í sölurnar til þess að komast með þeim fyrstu í BT. Eftir 15 mín og 34 sek hringdi Jóhann og sagði að sér leiddist þetta heldur og vildi helst komast heim til mömmu sinnar. Aðalsteinn var alls ekki á því að hleypa honum heim þeir væru nr 49 og 50 í röðinni og gætu svo sannarlega komist í feitt. Þegar korter var í opnunartíma fór svo faðir þeirra og litli bróðir að vitja um þá. Bræður voru fílelfdir og tilbúnir í slaginn en það voru líka fullorðnir Hafnfirðingar sem ruddust fram fyrir börn og unglinga. Númerið á þeim bræðrum hafði hækkað til muna og þegar ég talaði við bónda minn áðan voru þeir ekki enn komnir inn í búðina og því ólíklegt að synir mínir fjárfesti í tölvuleik í þessari ferð. Enda nóg til af slíku hér á bæ!!!! En svona er Ísland í dag...
Guð blessi þá sem er svo auralitlir að þeir verða að riðjast fram fyrir unglinga og börn til að kaupa sér nýtt heimabíó á 45% afslætti!!!!!!!!!

þriðjudagur, maí 31, 2005

Enn er maímánuður og ég bara enn að blogga....
Nú ekki hefur svo sem mikið drifið á daga mína síðustu misseri... er enn að væflast í baðinnréttingum, borðplötum, flísum og öðru tengdu baði mínu og er þetta allt að koma eftir miklar spegularsjónir og endalausan samburð... í það minnsta er ég búin að borga inn á innréttingu, pípararnir búnir með sitt verk í bili og nú er bara að flota gólfið og hlaða sturtubotninn, flísalegga í hólf og gólf og setja þess nýju innréttingu upp..... næstu þrjár vikurnar munu því sennilega litast af þessum verkefnum... men den tid den sorg....
veðrið er yndilegt ég geri það sem ég vil.... synirnir sætu eru að leika sér, Óttar á hælinu sínu og Högnaskottið sefur út í vagni með rauðar kinnar og sveittan skalla. Aðalsteinn hefur tekið mikið af prófum og er bara stoltur af afrekum sínum og vonandi get ég tekið undir þegar afhending einkunna hefur farið fram. Jóhann minn hefur nú minni áhyggjur af einkunnum enda nógur tíminn til þess svo sem. Bræður hafa báðir skrá sig í skólagarða Hafnarfjarðar og má vænta mikillar uppskeru með haustinu!!!
Aðalsteinn minn átti um daginn slæma viku í skólanum þar sem nokkrir kauðar í bekknum ákváðu að gera honum lifið leitt og stríða honum út í eitt. Tók það mjög mikið á tilfinningaveruna mína og ekki síður móðurina sem skilur ekki hvenrig börn geta verið svona grimm hvert við annað. En með eftirfylgni móðurinnar og eilífri afskiptasemi gat móðirin fengið skólayfirvöld til að ræða við forráðamenn drengjanna sem auðvitað voru niðurbrotin að heyra svona um syni sína og hafa þeir látið Aðalstein í friði síðan. Það er hins vegar lýðnum ljóst að næsti verður bara tekinn fyrir... sá sem á kannski minna bakland en sonur minn og það er náttúrulega ekki nógu gott. Uppræta þarf hegðun þessara drengja í eitt skipti fyrir öll. En guð minn góður, þetta er eins og fá rýting í hjartað þegar svona er farið með barnið manns. En nóg um það. Sumarið á næsta leyti - ekkert planað þannig sé nema að skella sér á austurlandið og eiga góðar stundir með vinum okkar þar. Skella sér kannski á standirnar til mömmu, útilegur í nágrenninu og nýta svo bústaðinn eftir kostum. Ég byrja að vinna 8. ágúst og leikskólinn opnar ekki fyrr en 15. ág og Högni fer til dagmömmu 1. sept svo ætli við verðum ekki eitthvað minna í fríi hjónin að þessu sinni...... en það kemur sumar eftir þetta sumar.....
læt ég hér staðar numið að sinni og læt hér með lokið máí-skrifum mínum....
í guðs friði...